Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.05.2021, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 01.05.2021, Qupperneq 20
Hvannadalshnjúkur Hvannadalshnjúkur er hæsti tindur landsins, 2.110 metrar, staðsettur innan Vatnajökuls­ þjóðgarðs. Ganga að honum tekur oftast um tólf til fimmtán klukkustundir og er gengið upp frá Sandfelli. Gangan þarfnast ekki sérstakrar kunnáttu en reynir á þol og úthald göngu­ fólks. Gangan hefst á frekar brattri hækkun frá 100 metrum og upp í 1.100 metra og mætti líkja þessu upphafi við eina Esju­ göngu. Þá er farið í línur áður en gengið er á jökulinn, en reynt er að raða fólki eftir getu og formi á línu svo auðvelt sé að halda svipuðum gönguhraða. Fremst í hverri línu er leiðsögumaður. Þannig er svo gengið frá 1.100 metrum og upp í 1.800 metra á jöklinum sjálfum. Þessi leið getur reynt á þolinmæðina enda hvítt til allra átta og gangan fremur einhæf. Þá er komið á Öræfajökul og gengið á jafnsléttu þar til komið er að hnjúknum sjálfum. Á leiðinni á toppinn er nauð­ synlegt að klæðast broddum enda bratt síðasta spölinn. Þegar toppnum er náð er út­ sýnið magnað ef skyggni er gott og sést vel til nærliggjandi fjalla. SUMAR ERU AÐ GANGA Í MINNINGU ÁSTVINAR EÐA HAFA SJÁLFAR FARIÐ Í GEGNUM KRABBAMEINS- MEÐFERÐ. Í HÓPNUM RÍKIR ÁKVEÐIN AUÐMÝKT GAGNVART VERKEFNINU. Það er engin önnur en Vilborg Arna Gissurar-dóttir sem stýrir hópn-um ásamt Brynhildi Ólafsdóttur, en þeim til halds og trausts eru átján þaulreyndar fjallaleiðsögu- konur af þremur kynslóðum, sem fara fyrir hópnum. Leiðangurinn var á dagskrá fyrir ári síðan sem hluti átaks sem Sirrý Ágústsdóttir setti af stað til að safna fyrir bættum aðbúnaði sjúklinga með krabbamein og blóðsjúkdóma á nýrri lyflækninga- deild Landspítalans. En vegna sam- komutakmarkana var leiðangrin- um frestað og ferðin nú sérstaklega skipulögð með tilliti til sóttvarna. „Leiðsögukonur hópsins eru af þremur kynslóðum, sumar þeirra hafa verið að leiðsegja á hnjúkinn í tuttugu ár og svo eru þarna líka nokkrar sem eru að ljúka námi núna,“ útskýrir Vilborg, sem segir mikinn mannaf la þurfa í svo stórt verkefni. „Það er alltaf f lókið að fara með svona stóra hópa en með COVID viðmiðunum er þetta enn f lóknara. Það er búið að skipta hópnum niður og hver hópur hefur sinn lit og armband. Hver minni hópur fer af stað á settum tíma og það eru mjög ítarlegar tímareglur sem hver hópur þarf að fylgja. Svo þetta eru nokkrir aðskildir hópar á jöklinum á sama tíma en ekki sama stað.“ Rúmlega árs undirbúningur Stóra breytan í slíkri skipulagningu er þó alltaf veðrið en Vilborg segir þær vera vongóðar að geta farið af stað og náð að toppa en til þess þarf auðvitað að viðra vel. Konurnar eru vel undirbúnar en fjölmargar þeirra voru skráðar til leiks fyrir rúmi ári síðan og hafa því getað undirbúið sig vel. „Þær hafa fengið heimaverk- efni til að leysa, Collab styrkti leiðangurskonur með fjarþjálf- unarprógrammi fyrir fjallgöngur og svo voru þær með verkefni frá okkur eins og til að mynda „double trouble“ sem er að ganga Esjuna tvisvar í einni beit. Það er svolítið verkefni enda um 1.200 metra hækkun að ræða.“ Tekinn var tíminn á Esjuferðinni og kon- unum raðað saman í jöklalínu eftir þeim en átján línur, hver með átta konum, verða á Hnúknum sam- tímis. Mikil stemning í hópnum Þótt hópurinn hafi ekki undir- búið sig saman hafa þær tengst í gegnum Facebook-hóp og þannig deilt undirbúningi sínum. „Það er rosa stemning í hópnum og þær hafa verið að sýna hvað þær eru að gera þar.“ Eins og fyrr segir er gang- an gengin að tilstuðlan Sirrýjar Ágústsdóttur til styrktar Lífskrafti og segir Vilborg konur taka þátt á mismunandi forsendum. „Sumar eru að ganga í minningu ástvinar eða hafa sjálfar farið í gegnum krabbameinsmeðferð. Í hópnum ríkir ákveðin auðmýkt gagnvart verkefninu.“ Fyrsti hópur leggur af stað korter yfir miðnætti aðfaranótt laugar- dags. „Það eru nokkrar ástæður fyrir því að við göngum að nóttu til en aðallega snýst þetta um færi. Eftir því sem lengra líður á daginn verður færið oft erfiðara enda sólin og hitinn farinn að vinna á því en helst vill maður ganga í hörðu og góðu færi. Svo er auðvitað einstakt að ganga yfir sumarnótt á Íslandi,“ segir Vilborg. „Fyrsti hópur ætti svo að toppa í kringum átta eða níu um morg- uninn og vera kominn niður upp úr klukkan tvö á laugardeginum. Við krossum alla fingur og tær og biðjum til allra almætta að það viðri nógu vel til að við náum að toppa,“ útskýrir Vilborg sem segir þetta með stærri kvenviðburðum í fjallamennsku sem hún hafi heyrt af. Bullandi kvenorka á hæsta tindi landsins Ef veðurguðirnir eru hliðhollir ættu 128 konur þessa stundina að vera á göngu á hæsta tindi landsins, Hvannadalshnjúki. Leiðangurinn kalla þær Kvennadalshnjúk enda hefur slíkur kvennafans ekki áður sést í rúmlega 2.000 metra hæð hér á landi. Fararstjórarnir Vilborg Arna Gissurardóttir og Brynhildur Ólafsdóttir hér með Sirrý Ágústsdóttur upphafskonu átaksins á milli sín. Myndin er tekin þegar þær þveruðu jökulinn í fyrra en nú á að toppa. MYND/SOFFÍA SIGURGEIRS Sirrý Ágústsdóttir upphafskona átaksins hér ásamt Birnu Bragadóttur. Snjódrífurnar þveruðu Vatnajökul á síðasta ári og nú toppa þær Hvannadalshnjúk í styrkum kvennahópi. Kvennasamstaða og orka er ríkjandi í hópnum og fleytir honum vonandi alla leiðina á hæsta tind Íslands í dag. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is Lífskraftur Sirrý Ágústsdóttir er upphafs­ manneskja átaksins, en hún greindist með leghálskrabbamein árið 2010 og aftur 2015. Í síðara skiptið var ljóst að krabbameinið var krónískt og töldu læknar að hún ætti eitt til þrjú ár eftir ólifuð. Á síðastliðnu ári fékk Sirrý úti­ vistarvinkonur sínar Snjódrífurnar til að fagna þessum tímamótum með sér og gengu þær yfir Vatna­ jökul og söfnuðust sex milljónir króna. Markmiðið með leiðangrinum á Hnúkinn er að safna frekari áheitum fyrir Lífskraft en allt það fé sem safnast fer í bættan að­ búnað fyrir sjúklinga með krabba­ mein og blóðsjúkdóma á nýrri lyflækningadeild Landspítalans. Hægt er að styðja við Lífskraft með því að senda SMS í síma- númerið 1900 Sendið textann LIF1000 fyrir 1.000 krónur. Sendið textann LIF3000 fyrir 3.000 krónur. Sendið textann LIF5000 fyrir 5.000 krónur. Sendið textann LIF10000 fyrir 10.000 krónur. Einnig er hægt að leggja inn á reikning 1161­26­9900, kt. 501219­0290, eða með AUR app­ inu í síma 789 4010. 1 . M A Í 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.