Fréttablaðið - 01.05.2021, Page 22

Fréttablaðið - 01.05.2021, Page 22
Sigurborg Ósk Haralds-dóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgöng uráðs, undir-gengst nú gigtarrannsóknir og hyggst veikinda sinna vegna hætta í borgarstjórn. Hún segir gífurlegt álag í starfi hafa ýtt undir veikindi sín og segir ákvörð- unina um að hætta alfarið hafa verið þá erfiðustu sem hún hafi tekið. „Núna í nóvember fór ég í veik- indaleyfi, ég hélt að ég þyrfti bara smá tíma og byrjaði svo aftur að vinna 1. mars. En það gekk ekkert rosa vel. Þannig að ég er sem sagt komin aftur í veikindaleyfi. Það er svolítið bara niðurstaðan eftir að hafa farið yfir þetta og í gegnum þetta með fjölskyldunni, að hætta í bili og við ætlum svolítið að kúpla okkur niður og einfalda lífið.“ Flytja til Húsavíkur Sigurborg og eiginmaður hennar, sjúkraþjálfarinn Björn Hákon Sveinsson og synir þeirra tveir, Sveinn Jörundur og Freyr Völundur, hyggja á f lutninga til Húsavíkur. „Maðurinn minn er sem sagt þaðan og tengdaforeldrar mínir búa þar. Þannig að við sjáum fyrir okkur að geta fengið góðan stuðning þar með strákana okkar. Hann er svo með vinnu þar sem sjúkraþjálfari og ég get þá vonandi hlaðið batteríin og náð aftur heilsu.“ Sigurborg hefur verið formaður skipulags-og samgönguráðs síðan nefndin var klofin frá umhverfis-og skipulagsráði árið 2018. Hún hefur undanfarin ár vakið athygli fyrir skelegga framgöngu sína í barátt- unni fyrir bíllausum lífsstíl og segist alla tíð hafa haft brennandi áhuga á skipulags- og umhverfismálum. Ákvörðunin um að stíga til hliðar er því gríðarlega erfið. „Þetta var örugglega erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið um ævina. Þegar þú ert að gera eitt- hvað sem þú elskar, brennur fyrir og er þín ástríða, langar þig ekkert að hætta eða fara og það að fá að starfa sem kjörinn fulltrúi í borgarstjórn eru náttúrulega forréttindi. Maður yfirgefur ekki slíka stöðu svona af því bara.“ Ætlaði að harka af sér Sigurborg hefur aldrei rætt veikindi sín opinberlega áður og segist hafa ætlað að harka af sér og bera harm sinn í hljóði, að íslenskum sið. Hún fór eins og fyrr segir í veikinda- leyfi síðasta vor í einn mánuð og svo aftur í nóvember síðastliðnum og mætti aftur til vinnu í síðasta mánuði. „Ég skipulagði mig þannig að ég skrifaði greinar og birti hluti á meðan ég var í veikindaleyfi. Ég vildi ekki að fólk héldi að ég væri í veikindaleyfi og gerði allt til að fela það. Ég vildi sýnast vera nógu sterk.“ Hún segir ýmsa hafa ýjað að því að hún gæti ekki valdið stöðunni sem formaður skipulagsráðs. „Að ég væri ekki nógu sterk. Þannig að mér fannst ég þurfa að fela það.“ Hún segir að í nóvember hafi líkaminn hins vegar hreinlega gefið sig. „Ég var bara alveg komin upp að vegg. Ég var hætt að geta staðið í lappirnar. Ég var algjörlega búin með alla orku og komst ekki fram úr á morgnana, gat ekki hugsað um mig né börnin mín. Þetta er í raun- inni algjör örmögnun, þar sem þú ert bara algjörlega máttlaus, hefur enga orku og ert bara síþreytt. Ég hef verið að glíma við stanslausan skjálfta líka sem hefur fylgt þessu og er mjög leiðinlegur.“ Hættulegur kokteill Aðspurð út í veikindi sín segist Sigurborg nú vera í gigtarrann- sóknum. „En það er ekki komin nein niðurstaða í það ennþá.“ Hún segir ástæðurnar eflaust fjölþættar en þá berst talið að því mikla álagi sem fylgir starfinu í borgarstjórn og skipulagsráði. „Þegar maður vinnur í pólitík … þá ertu bara í vinnunni frá því að þú vaknar og þangað til að þú sofnar. Ég var að vinna frá morgni til kvölds, dag eftir dag eftir dag, viku eftir viku. Þú færð ekkert frí um helgar eða á sumrin. Það er ekki þannig. Á sumrin er Alþingi í fríi svo þá er allur fókusinn á borgarstjórn og mikið á skipulagsmál, sem er frá- bært … en ég var í eilífu kapphlaupi við sjálfa mig. Mér fannst ég aldrei vera að gera nóg, mér fannst ég aldr- ei standa mig og var alltaf að reyna að gera betur hvern einasta dag.“ Sigurborg brennur fyrir skipu- lagsmálum, lærði landslagsarki- tektúr í Osló og gerði þar lokaverk- efni um sjálf bært samgöngukerfi á höfuðborgarsvæðinu. Þannig var hún í sinni draumastöðu sem formaður skipulags-og samgöngu- nefndar. „Og það held ég að sé kannski hættulegur kokteill,“ segir hún og vísar til álagsins og veikinda sinna. Hún bendir jafnframt á mikinn hraða í samfélaginu og þrýsting um að svara fyrir allt öllum stundum, hvort sem það sé á Twitter, Face- book eða í tölvupósti. „Og þú reynir náttúrulega þitt besta við að svara öllu. Ég myndi segja að það sé svo- lítið stór faktor sem að slítur fólki.“ Áreiti úti á götu og í sundi Þá nefnir Sigurborg heiftina í umræðunni um skipulagsmál og segist hafa fengið aragrúa af skila- boðum sem voru full af heift vegna vinnu sinnar og stefnu borgarinnar í málaflokknum. „Þau eru yfirleitt frá eldri karlmönnum,“ segir hún. „Sumir skilja eftir bréf heima hjá mér. Aðrir senda manni SMS svo maður kemst ekki hjá því að sjá það.“ Hún segir áreitið þó ekki bundið við skilaboð. „Sumir líta á það að fá að keyra bílinn sinn hratt sem einhver mannréttindi. Sem það er að sjálfsögðu ekki og á endanum er maður farinn að fá skammir fyrir það eitt að vera til. Ég upplifi áreiti úti á götu … ég er að hjóla einhvers staðar og það er öskrað á mig,“ segir Sigurborg. Hún segist ekki muna eftir nein- um ákveðnum tímapunkti þar sem veikindin bönkuðu skyndilega upp á. „Nei, þetta gerist smátt og smátt. Það er baunað yfir mig þegar ég er í sturtu í Vesturbæjarlauginni, þegar ég er að taka leigubíl eða hvað sem er, það bara stoppar ekkert,“ segir hún hlæjandi og hefur greinilega húmor fyrir aðstæðunum. Þú ert ekki einu sinni örugg í sturtu? „Nei! Það er alveg ótrúlegt. Málið er bara að vegna þess að ég brann svo rosalega fyrir þessu, þá horfð- ist ég ekki í augu við hvað væri að gerast. Að ég væri að klára bensín- tankinn og ganga á einhverjar birgðir sem voru ekki til staðar í líkamanum.“ „Að geta voðalega lítið gert,“ segir Sigurborg aðspurð hvernig hún upplifi veikindin. „Það var mikið um fjarfundi á þessum tíma og ef ég gat ekki setið lengur þá bara slökkti ég á mynda- vélinni og lagðist. Það tók enginn eftir því,“ segir hún. Þetta er mín erfiðasta ákvörðun Sigurborg Ósk Haraldsdóttir ræðir í fyrsta skipti opinberlega um veikindin sem binda nú endi á stjórnmálaferil hennar. Hún er í gigtarrannsóknum og glímir við þunglyndi sem hún rekur til of mikils álags í of langan tíma. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir treystir sér ekki til þess að leggja pólitíkina á andlega og líkamlega heilsu sína lengur og gefur ekki kost á sér í borgarstjórn áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÉG VILDI EKKI AÐ FÓLK HÉLDI AÐ ÉG VÆRI Í VEIK- INDALEYFI OG GERÐI ALLT TIL AÐ FELA ÞAÐ. ÉG VILDI SÝNAST VERA NÓGU STERK. ↣ Oddur Ævar Gunnarsson odduraevar@frettabladid.is 1 . M A Í 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.