Fréttablaðið - 01.05.2021, Page 24
Skreið milli rúms og borðs
Eiginmaður Sigurborgar eyddi viku
í sóttkví fjarri heimili þeirra hjóna á
þessum tíma í fyrra.
„Þegar hann kom til baka, heim úr
sóttkvínni, sá hann að ég var bara
ekki sama manneskjan lengur. Þá
var ég búin að vera ein heima með
strákana í þessu og skreið bara á
milli rúmsins og borðsins og gerði
ekkert annað. Það er ótrúlegt hvað
maður getur pínt sig lengi.“
Eftir að hafa rætt álagið og áreitið
sem fylgir starfinu ítrekar Sigurborg
að hún elski vinnuna sína. Hún fái
til að mynda mikið af hrósi, mest frá
eldri konum. „Starfið er líka dásam-
legt. Það er líka gefandi og það eru
algjör forréttindi að fá að starfa við
þetta og ég hef kynnst mikið af ynd-
islegu fólki. Það besta af öllu er að
geta hjálpað fólki. Það er bara stór-
kostlegt, að geta unnið með íbúum
að þeirra málefnum.“
Sigurborg nefnir sem dæmi
hraðalækkunina á höfuðborgar-
svæðinu sem kynnt var á dögun-
um. „Þetta kemur upprunalega frá
íbúum í öllum hverfum, sem hafa
verið að berjast fyrir lægri hraða.
Og sums staðar í áratugi. Jú, jú, það
hefur verið gagnrýni á þetta en við
sjáum líka að íbúaráðin og foreldr-
arnir í hverfunum, þeir eru ánægðir.
Þetta er bara framtíðin. Þannig að
starfið er líka dásamlega gefandi.“
Sérstaklega erfitt fyrir konur
Hún segir aðstæður í borgarstjórn
sérstaklega erfiðar fyrir konur. „Það
er miklu oftar gert lítið úr mér og
mínum málf lutningi. Sérstaklega
þegar kemur að samgöngumálum,
eðli málsins samkvæmt.“
Hún segir álagið hafa aukist til
muna með breyttu fyrirkomulagi
og f jölgun borgarfulltrúa sam-
hliða kosningum árið 2018. Nú sitja
allir borgarfulltrúar í ráðum og
nefndum. „Það er miklu meira álag.
Ég upplifi í borgarstjórninni sjálfri
að það sé meira um ómálefnalega
gagnrýni og það er oft mikið um
heift og reiði sem eru kannski ekki
beint eðlileg samskipti. Mér fannst
rosalega erfitt að koma inn í þann
heim,“ segir hún. „Því maður hélt að
allir töluðu bara saman, eins og ég
og þú gerum núna. En það er ekki
þannig í borgarstjórn.“
Bíllinn er ekki framtíðin
Talið berst að samgöngumálum
og er augljóst að borgarfulltrúinn
brennur fyrir málaf lokknum og
veit sínu viti. Aðspurð hvort hún
hafi alltaf stefnt að starfi sínu í
skipulags-og samgönguráði Reykja-
víkur hlær Sigurborg og segir svo
ekki vera. Áhuginn hafi kviknað á
námsárunum í Osló.
„Ég vann með þessi þema allt
námið úti,“ segir Sigurborg. „Ég sá
bara, vegna þess að ég hafði tíma til
að sökkva mér ofan í efnið, og það
blasir við öllum þeim sem virki-
lega stúdera þessi mál; samgöngur
og umhverfismál, að bíllinn er ekki
framtíðin eins og hann er í dag. Það
er bara alveg skýrt.“
Sama sé hvort litið sé til loftslags-
mála, öryggisins eða rekstrarkostn-
aðar heimilanna vegna bílsins.
„Þetta gengur ekki upp fyrir hvorki
ríki né sveitarfélög að ætla að við-
halda svona of boðslega dýru sam-
göngukerfi. Það er alveg sama frá
hvaða hlið þú horfir á það, í raun
og veru er það bara dálítið skrítið
hvernig við höfum leyft þessum
öf lum, sem bílaiðnaðurinn er, að
móta okkar samfélag. Það er eigin-
lega hálf sturlað.“
Ef ætlunin sé að skapa besta sam-
göngukerfið, segir Sigurborg að það
yrði sjálf bært samgöngukerfi sem
allir hafi jafnan aðgang að. „Það er
ekki háð því að þú fáir nægar tekjur
til að eiga og reka bíl. Uppistaðan
væri almenningssamgöngur og
síðan værum við með allar þessar
deililausnir.“
Þú ert f ljót að komast í þennan gír.
„Já! Ég spóla bara áfram. Ég held
ég verði í þessu alla ævi sko,“ svarar
Sigurborg hlæjandi og viðurkennir
að það verði erfitt að kúpla sig út.
Hún eigi eftir að sakna þess að mæta
í viðtöl og ræða þessi mál. „Því að oft
vantar svona mótvægi. Mér finnst
allt of oft birtast viðtöl við forstjóra
olíufyrirtækja eða bílaumboða sem
fá að slá fram einhverjum fyrirsögn-
um eins og „Íslendingar hafa valið
einkabílinn.“ Þeir hafa ekki einu
sinni spurt þjóðina! Þetta er bara
það sem þeir vilja selja,“ segir hún
létt í bragði og bendir á að kannanir
hafi sýnt fram á að einungis 40 pró-
sent Íslendinga vilji fyrst og fremst
nýta einkabílinn, aðrir kjósi aðra
samgöngumáta. „En alls ekki allir
hafa möguleika á því. Mér finnst
það vera hlutverk stjórnvalda að
skapa þann möguleika en ekki að
eltast við dynti þeirra sem eru að
selja eða framleiða bíla. Það er alveg
galið.“
Fannst ég aldrei gera nóg
Ef við lítum um öxl. Er eitthvað
ákveðið sem þú ert stoltust af, á
þínum ferli í borgarstjórn?
„Ef þú hefðir spurt mig fyrir
nokkru síðan þá hefði ég ekki getað
svarað neinu sko, því mér fannst ég
aldrei gera neitt og aldrei gera nóg.
En svo núna í veikindafríinu hef ég
aðeins þurft að gíra mig niður og
aðeins getað horft yfir. Og það er
náttúrulega rosalega margt, í raun
og veru.“
Hún nefnir að aldrei hafi verið
jafn margar göngugötur í borginni
og þá nefnir hún hraðalækkun sem
kynnt var á dögunum. Sigurborg
nefnir að þegar ekið var á barn á
Hringbraut árið 2017 hafi hreyfing
loks orðið á þeim málum. „Það var
eins og að lenda í einhverri stór-
kostlegri hringiðu. Ég hefði aldrei
trúað því að það þyrfti að berjast,
bókstaf lega, fyrir því að ná niður
hraða. Sem ég gerði að sjálfsögðu
því þetta var allt mjög vel unnið á
sínum tíma og er allt byggt á reynslu
annarra landa í kringum okkur og
þá sérstaklega Svíþjóðar. Þetta er
því ekki skot út í bláinn, þetta eru
bara niðurstöður rannsókna.“
Þunglyndið jókst á tímabilinu
Talið berst aftur að Sigurborgu
sjálfri. „Ég er náttúrulega bara
númer eitt, tvö og þrjú núna að
hugsa um að ná heilsu aftur, ég held
áfram í Pírötum og sé fyrir mér að
geta unnið áfram með f lokknum.
Við sjáum svo bara til hvað tíminn
leiðir í ljós. Ég hef ekkert leyft mér
að hugsa neitt lengra út af því að
ég get bara tekið eitt skref í einu.
En ég held að það sé alltaf eitthvað
skemmtilegt, segir hún.
„En ég hef líka verið að glíma við
þunglyndi. Sem hefur aukist eftir
því sem hefur liðið á kjörtímabilið.
En ég er með frábæran geðlækni,
sem hjálpar mér mikið en þetta
gerir svolítið vont verra. Á sama
tíma og þú brennur fyrir starfinu
þínu, gengurðu kannski um með
ákveðið tilgangsleysi í bringunni.
Það gerir allt erfiðara. Auk þess
sem ég vildi aldrei viðurkenna að
ég væri þunglynd,“ segir hún. Hún
hafi ætlað að harka þetta af sér. „Af
því að mér fannst ég ekki eiga rétt á
því. Ég væri bara á góðum stað í líf-
inu, með heilbrigð börn og vinnu, af
hverju í ósköpunum ætti ég að vera
þunglynd?“
Borgarstjóri er límið
Sigurborg segir samstarf meiri-
hlutans hafa gengið vonum framar.
Horfa megi til þess við ríkisstjórnar-
myndun. „Ég held nefnilega að fólk
átti sig ekki alltaf á því hvað það eru
ólíkir flokkar að vinna saman.“ Hún
segist hafa þroskast mikið sem rót-
tækur Pírati. „Ég held að framtíðar-
ríkisstjórnir gætu grætt mikið á því
að líta til þessa samstarfs. Hvernig
ólíkir flokkar og ólíkir einstaklingar
geta unnið saman að hagsmunum
heildarinnar.“
Hún hrósar borgarstjóra í hástert.
„Hann er límið. Og það er hann sem
leggur sig svona óendanlega mikið
fram um að fólk vinni saman. Við
fundum saman nánast alla daga.
Það er það mikil samvinna, það er
lykillinn að þessu. Og við sjáum það
bara í framtíðarpólitík að flokkum
er sífellt að fjölga, alveg sama hvort
það er í sveitarstjórnum eða á
Alþingi og þá verðum við að geta
unnið saman, svo ég held að við
getum lært mikið af honum.“
Hún vill áframhaldandi samstarf
sömu flokka næsta kjörtímabil en
hefur áhyggjur af því að starfsum-
hverfi stjórnmálanna muni skila sér
í einsleitari stjórnmálamönnum.
„Ég held þetta henti síður konum,
síður barnafólki. Og líka bara fólki
sem kannski hefur lent í of beldi
gegnum ævina. Ég held að þetta sé
erfitt umhverfi fyrir fólk til að koma
inn í. Við þurfum svolítið að hlúa
betur hvert að öðru og mannkær-
leikanum. Við erum öll mannleg,
við gleymum því bara stundum.“
Sigurborg Ósk er þjökuð af þreytu, máttleysi og þunglyndi sem rænir hana öllum mætti til þess að berjast í stjórnmálum þótt viljinn sé enn mikill.
Umhverfis-
málin eru
Sigurborgu Ósk
afar hugleikin
og hún er einna
stoltust af
göngugötum og
lækkuðum há-
markshraða.
ÞAÐ ER BAUNAÐ YFIR MIG
ÞEGAR ÉG ER Í STURTU Í
VESTURBÆJARLAUGINNI,
ÞEGAR ÉG ER AÐ TAKA
LEIGUBÍL EÐA HVAÐ SEM
ER, ÞAÐ BARA STOPPAR
EKKERT.
ÞVÍ MAÐUR HÉLT AÐ ALLIR
TÖLUÐU BARA SAMAN,
EINS OG ÉG OG ÞÚ GERUM
NÚNA. EN ÞAÐ ER EKKI
ÞANNIG Í BORGARSTJÓRN.
↣
1 . M A Í 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð