Fréttablaðið - 01.05.2021, Síða 32
Út fyrir kassann
Sigmundur Ernir Rúnarsson
Höfundur er
sjónvarpsstjóri
Hringbrautar,
sem rekin er af
Torgi, sem jafn-
framt gefur út
Fréttablaðið.
ÞAÐ ER HLAUPINN OF-
VÖXTUR Í ALLA MATAR-
SKAMMTA. OG VIÐUR-
VÆRIÐ ER ÚT UM ALLT. AÐ-
GANGUR FÓLKS AÐ ÆTI ER
FÁRÁNLEGA AUÐVELDUR.
Ofgnótt á ofgnótt ofan
Í heimasveitinni, fyrir svo sem hálfri öld, voru hús-reglurnar skýrar. Í öllu falli þær sem ríktu í eld-húsinu. Þar réð Ragn-heiður, frúin hans Munda,
bróður afa, en sá hæfileiki hennar
að skipa okkur vinnufólkinu fyrir
með fasinu, er mér ennþá harla
minnisstæður. Og augnasvipurinn
var ýmist mildur og elskulegur, ell-
egar hastur og herkinn. Svo og allt
þar á milli, eftir því sem við átti.
Einkum og sér í lagi átti þetta við
þegar liðið sat hringinn í kringum
litla matarborðið, á þunnum
bekkjunum við horngluggann
og kollunum þar sem næst –
og neytti matar síns í friði og
spekt á meðan útvarpsfrétt-
irnar ómuðu, alla leiðina að
sunnan; þeirri samkundu
stjórnaði hún, blessunin,
með skotrunum einum.
Og reglan var þessi: maður
borðaði það sem fyrir mann
var lagt, hvorki meira né minna.
Enda vissi maddama Ragn-
heiður upp á agnarögn úr nálús
hvað hver og einn þurfti að inn-
byrða fyrir annir dagsins. Gott
ef hún taldi ekki baunirnar ofan
í hvurn og einn, svo akkúrat
sem hún var. Og héðan fer hvorki
svangur maður né svörgulslegur,
sagði hún á stundum þar sem hún
sat tvívega á sínum mjúka gumpi á
útdreginni skúffunni við hliðina á
kolafíringunni, eins og hver annar
opinber eftirlitsmaður með því að
maturinn færi ekki til spillis. En
það mátti aldrei vera.
Þessi mynd af Melum, í ystu
sveit á Ströndum norður, kemur æ
oftar upp í hugann á þeim seinni
árunum sem líða nú í lífi manns.
Það er hlaupinn ofvöxtur í alla
matarskammta. Og viðurværið er
út um allt. Aðgangur fólks að æti er
fáránlega auðveldur. Matarsóunin
er eftir því yfirgengileg.
Svo að segja hamslaus,
ég segi ekki dýrsleg, því
engin dýr sem þurfa að
hafa fyrir æti sínu myndu
haga sér eins og maðurinn, að sögn
helsta vitsmunavera jarðarinnar.
Og liðin er sú tíð að allur forðinn
er geymdur í lokuðum tunnum eða
harðlæstu búri – og eini lykillinn
að því ofan í svuntuvasa húsfreyj-
unnar. Það eru gamlir dagar.
Ég á það stundum til í seinni tíð-
inni að kaupa heimtökumat á veit-
ingastöðunum í kringum heimili
mitt í miðborginni. Það hefur kennt
mér lexíu. Einn réttur dugar alltaf
fyrir tvo. Og ef við erum fimm í mat,
svo sem þegar einhverjir krakkar
manns sem ekki búa í útlöndum,
kíkja í gamla hreiðrið sitt, þá kaupi
ég þrjá rétti.
Um daginn fór ég þessara erinda
á taílenskan stað á Laugaveginum
og keypti einmitt þriggja rétta
skammt fyrir okkur fimm – og viti
menn, sá pakki var svo vel útilátinn
að afganginn gat bæði ég og yngsta
dóttirin tekið með sér í hádegis-
nestið í vinnu og skóla.
Þrír réttir, fimm manns, nesti
daginn eftir.
Fyrir fimmtungi aldar, eða svo,
sótti ég alþjóðlegan kúrs í rann-
sóknarblaðamennsku í bænum
Columbia í Missouri-fylki í Banda-
ríkjunum sem er eftirminnilegur
fyrir þrennar sakir; fyrirlestrarnir
voru einstaklega fróðlegir, nem-
endahópurinn samanstóð af áhuga-
verðum manneskjum alls staðar að
úr heiminum, en svo ber ekki síst að
nefna sérstakar matarvenjur þessa
yndislega fólks sem var með mér á
námskeiðinu.
Einkum eru mér ógleymanlegar
fjórar afrískar blaðakonur sem
héldu hópinn æ meira og betur eftir
því sem leið á misserið. Þær áttuðu
sig f ljótlega á því að diskarnir á
bandarískum veitingastöðum eru
ekki einasta miklir um sig, heldur
er slumpurinn á þeim svo óhóflega
stór að ætla mætti að hann væri
ætlaður fjölskyldu fremur en ein-
staklingi.
Því fór það fljótlega svo að stöll-
urnar skiptu á milli sín skerfunum
sem skellt var á borðið fyrir framan
þær, í fyrstu deildu tvær þeirra
hverjum skammti, en seinni vik-
urnar voru þær farnar að panta einn
rétt fyrir þær fjórar. Það reyndist
hæfilegt.
Einn réttur, fjórar manneskjur.
Aðra lífsreynslu er við hæfi að
rifja upp af þessu tilefni, en hennar
staður var á austurströnd Banda-
ríkjanna, stundin líklega fimm
árum fyrir aldamótin. Ferða-
félaginn var þáverandi fréttastjóri
minn, feitlaginn fremur og einhver
mesti áhugamaður um allra handa
kræsingar sem ég hef kynnst á eigin
skinni.
Gott og vel.
Við vorum varla sestir upp í leigu-
bílinn framan við alþjóðlegu flug-
stöðina á milli borganna Baltimore
og Washtington að kolleginn segir
hárri raustu að nú muni hann láta
slag standa, steikin fari ofan í hann,
hvað svo sem rauli og tauti. Og gott
ef hann strauk ekki á sér kviðinn,
heldur nautnalega, í þeim töluðu
orðum.
Nema hvað. Stefnan var tekin
á eitthvert frægasta steikhús
Ameríku niðri við höfnina í Balti-
more, skammt frá hótelinu sem við
höfðum pantað gistingu á, en dag-
inn eftir átti að halda aftur af stað
með f lugi á fréttastjóraráðstefnu
í strandbænum Fort Lauderdale í
Flórída.
En fyrst þetta, okkar maður
hlammaði sér niður á besta stað
á steikhúsinu, augljóslega ekki að
koma þangað í fyrsta skipti – og
pantaði sér réttinn án þess að kíkja
á matseðilinn. Svo horfði hann
á mig lymskulegum augum; Sig-
mundur minn, þetta er dagurinn.
Og þegar ég hváði, sagði hann með
tilþrifum nautnaseggsins: Þetta er
dagurinn sem ofursteikin fer ofan
í mig. Og af því að ég hváði enn og
aftur, sagði hann með glottið á
vörunum: Ég er að tala um stærstu
steikina í þessu gósenlandi.
Svo viðurkenndi hann fyrir mér, á
meðan hann beið eftir stykkinu, að
hann hefði alltaf verið með konunni
sinni í fyrri skiptin sem hann hefði
komið á þennan veitingastað – og
honum hefði aldrei fundist það við
hæfi að sporðrenna þvílíkri býsn
sem steikin téða væri fyrir framan
augun á henni.
Og svo kom hún, the American
supreme steak. Og ég gapti. Hafði
aldrei áður horft á viðlíka kjötfjall
á einum og sama diskinum, ætlað
manni í eintölu. Hvað er þetta eigin-
lega mikið, stundi ég upp úr mér,
útf lenntur í andliti. Og ég gleymi
aldrei hvað sessunautur minn var
hróðugur þegar hann treysti mér
fyrir tölunni, rúmt kíló, karlinn
minn.
Þetta var sum sé sunnudagsmatur
fyrir heila fjölskyldu, hugsaður á
ameríska vísu fyrir holdmikið fólk,
sem okkar maður gúffaði í sig á
klukkustund.
Og það sem mér fannst ég vera
vesællegur með 150 gramma kjöt-
f lísina mína, gegnt þessu ferlíki á
hinum diskinum á borðinu.
Síðan er liðinn aldarfjórðungur.
Og síst hafa skammtarnir minnk-
að.
Ekki frekar en fólkið.
1 . M A Í 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð