Fréttablaðið - 01.05.2021, Page 34

Fréttablaðið - 01.05.2021, Page 34
„Náttúrufegurð Vestfjarða hefur ávallt heillað okkur og þangað sóttum við nafnið á Vest. Okkur þótti það svo fallega rammíslenskt en í senn alþjóðlegt líka; stutt og laggott en um leið svo sterkt,“ segir Elísabet Helgadóttir sem með eiginmanni sínum Pétri Frey Péturssyni opnaði nýlega eina glæsilegustu hönnunarverslun lýð- veldisins, Vest, í Ármúla 17. „Við vorum búin að vera á flakki um heiminn í heil fimm ár og bjuggum bæði og störfuðum í Lundúnum, Lúxemborg og Svíþjóð þegar fluttum aftur heim í árslok 2020. Það ár opnuðum við vef- verslunina vest.is og ákváðum að láta draum um eigin rekstur rætast og nýta þá fjölbreyttu þekkingu sem við höfum öðlast í gegnum áralöng ferðalög, bæði vegna vinnu okkar og ástríðu fyrir hönnun og listum,“ segir Elísabet sem er menntaður fatahönnuður en Pétur er viðskipta- og markaðsfræðingur. Pétur gerðist aðili að sprota- fyrirtæki sem sérhæfir sig í svefn- lausnum í ársbyrjun 2017. „Svefnlausnir urðu þá fljótt að mikilli ástríðu hjá Pétri og á sama tíma má segja að áhugi minn á hönnun, innanstokksmunum og öllu sem tengist heimilinu hafi rokið upp úr öllu valdi. Við fórum oft á milli landa til að sækja vöru- sýningar og skoða húsgagnaverk- smiðjur og þar fengum við innsýn í allt sem viðkemur húsganga- bransanum og hönnunarferlinu og viðuðum að okkur dýrmætri þekk- ingu sem nýttist vel í stofnun Vest,“ segir Elísabet. Draumsvefn að hætti NASA Vest sameinar ástríðufullan áhuga hjónanna á fagurri innanhúss- hönnun og byltingarkenndum svefnlausnum, en Pétur er heillaður af svefni og tengingu svefns við heilsufar. „Við ákváðum að kynna tvö fyrir- tæki sem framleiða rúmdýnur sem tryggja endurnærandi gæðasvefn fyrir Íslendingum,“ segir Pétur um dýnur frá belgíska fyrirtækinu Sleepy og ítalsk-þýska fyrirtækinu Technogel. „Sleepy-dýnan er margverðlaun- uð í Evrópu og hefur meðal annars hlotið alþjóðleg neytendaverðlaun. Hún kemur í litlum kassa og nær fullri stærð á skömmum tíma eftir að henni hefur verið rúllað út. Þá erum við með stillanlegan Sleepy- Hybrid-kodda úr heimskunnu Out- last-efni sem er hannað af NASA,“ útskýrir Pétur. Technogel eru frumkvöðull í framleiðslu heilsudýna og sann- kallað tækniundur í svefnlausnum. „Technogel hefur verið notað í allt frá læknisfræðilegum tilgangi yfir í list og nú heilsudýnu. Hún er hönnuð til að stuðla að dýpri og betri svefni, styður einstaklega vel við líkamann, dregur úr líkamshita og dreifir álagi án þess að hafa áhrif á hreyfigetu. Þá hafa niðurstöður rannsókna sýnt að Technogel- heilsudýnur auka djúpsvefn um allt að 45 prósent,“ greinir Pétur frá og hvetur alla sem þrá góðan nætursvefn að koma í Vest og prófa dýnurnar. „Við bjóðum upp á 120 nátta prófun á Sleepy-dýnunum því við viljum að viðskiptavinir okkar séu fullkomlega sáttir. Þá sendum við frítt hvert á land sem er og sam- dægurs á höfuðborgarsvæðinu ef pantað er fyrir klukkan 17.“ Trend eru fljót að breytast Vest er ekki bara heillandi verslun heldur líka hönnunarstúdíó sem vakið hefur athygli fyrir glæsilega innanhússhönnun, en Elísabet vinnur að verkefnum í samstarfi við íslenska hönnuði og listamenn. „Við mubluðum upp sýningar- íbúð í Bríetartúni fyrir skemmstu, sem var einstaklega gefandi, og gaman að segja frá því að sala á íbúðum í húsinu tók strax við sér eftir að við höfðum lagt okkar hönd á allt sem var innanstokks,“ segir Elísabet í glæstum vistarverum Vest. Þar bjóðast fáguð húsgögn fyrir heimili og fyrirtæki, meðal annars frá Ítalíu, Hollandi, Belgíu, Úkraínu, Noregi og Svíþjóð. „Hugmyndin er að mublurnar fylgi kaupendum fyrir lífstíð. Við leggjum áherslu á að fylgja vörunni eftir og ganga úr skugga um að hún henti rýminu. Með tilkomu sam- félagsmiðla hefur allur heimurinn opnast og það hefur haft áhrif á smekk Íslendinga sem nú geta fylgst með því sem gerist í innanhúss- hönnun um víða veröld. Litagleði hefur aukist og fólk er óragara við að prófa eitthvað nýtt undir listrænum áhrifum hvaðanæva úr heiminum,“ segir Elísabet sem sjálf hefur þó haldið sig fjarri öllum trendum í gegnum tíðina. „Ég vel sígilda gæðahönnun hverju sinni. Trendin eru svo fljót að breytast en ef fólk hefur gaman af því að eltast við þau er einfaldast að velja hluti sem er auðvelt að breyta eða skipta út. Þar erum við í Vest á heimavelli og setjum kúnn- ann alltaf í fyrsta sæti.“ Rétti tíminn fyrir nýjungar Það er ævintýri líkast að skoða sig um í 265 fermetra sýningarsal Vest. Hvarvetna blasir við undurfalleg hönnun, húsgögn og smáhlutir, sem og heilsurúm, dýnur og koddar. „Við lögðum upp með upplif- unarhönnun sem samanstendur af sýningarrými, listgalleríi og versl- un. Við vildum hafa heildarrýmið frekar hrátt og leyfa hverjum hlut að njóta sín, svo að fólk geti komið og fengið bæði innblástur og leiðsögn. Að upplifun þess væri eins og að ganga inn í listgallerí og það finnst okkur hafa tekist vel,“ segir Elísabet, en hönnun Vest var unnin í samstarfi við Thelmu Guð- mundsdóttur innanhússarkitekt hjá Arkís. „Okkur finnst rétti tíminn nú til að koma með nýjungar í íslenska innanhússflóru og dýpka og auka fjölbreytni á innanhússmarkaðn- um. Við bjóðum upp á sígilda og endingargóða hönnun sem getur gengið kynslóða á milli og er alltaf falleg. Við leggjum líka mikið upp úr einstöku viðmóti og þjónustu, og bjóðum upp á þá kærkomnu nýjung að máta húsgögn á heimili áður en lokaákvörðun er tekin, sé þess kostur,“ segir Elísabet. Samstarf við listamenn Meðal vörumerkja í Vest er heims- fræg húsgagnahönnun frá ítalska framleiðandanum Tacchini og gullfalleg skandinavísk húsgögn frá LK Hjelle í Noregi og Asplund í Svíþjóð. Einnig fallegar hillur og rúmbotnar frá ítalska merkinu XAM, smávörur og ljós frá úkra- ínska hönnunarmerkinu Noom og handblásnir vasar frá hollenska merkinu StudioZar. „Okkur finnst sérstaklega skemmtilegt að vera í samstarfi við lítil og persónuleg fyrirtæki í hönnunargeiranum og ætlum að auka úrval hönnunarvara frá ýmist rótgrónum hönnunarhúsum sem og ungum og upprennandi listamönnum. Við viljum vera í góðu sambandi við listafólk og hönnuði, og að Vest sé staður þar sem ímyndunaraflið fer á flug og hægt er að sækja sér innblástur og leiðsögn. Sem stendur erum við í samstarfi við Stekk með smávöru frá Nedre Foss og í lok maí stefnum við á listviðburð með Elísabetu Ölmu Svendsen í Listaval. Þá vorum við að setja upp æðislegan spegil frá BERG, sem er íslensk hönnun sem verður í sérpöntun hjá okkur og takmörkuðu upplagi. Sjón er sögu ríkari og við bjóðum alla hjartanlega velkomna til okkar í Vest,“ segja þau Elísabet og Pétur. Vest er í Ármúla 17 í Reykjavík. Sjá vest.is Hjónin Elísabet Helgadóttir og Pétur Freyr Pétursson í glæsilegu sýningarrými Vest. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Costela-stóllinn frá Tacchini gleður augað í einfaldleika sínum og á rætur að rekja til sjötta áratugarins. Hrífandi ásýnd og hugvitsamleg hönnun. Í Vest fæst hönnun frá mörgum frægustu húsgagnahönnuðum veraldar. Borðstofuborðið Split frá Tacchini, hönnun Claesson, Koivisto og Rune. Narciso teppi frá Tacchini, handhnýtt eftir flókinni og fornri aðferð í Nepal. Modell 711 stenst tímans tönn, hannaður af Fredrik A. Kayser. Technogel heilsudýnurnar eru fram- leiddar á Ítalí og eru sannkallað tækniundur í svefnlausnum. 2 kynningarblað A L LT 1. maí 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.