Fréttablaðið - 01.05.2021, Page 39
Héðinn hf. er fyrirtæki með nærri 100 ára sögu
af þjónustu við sjávarútveg og iðnað. Hjá Héðni
starfa um 100 manns við fjölbreytt störf, allt frá
hönnun til framleiðslu fullbúins tækjabúnaðar
ásamt eftirfylgni og þjónustu. www.hedinn.com.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur um
hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Kongsberg Maritime búnaður og skipahönnun er í fremstu röð í heiminum og hefur þjónað
íslenskum útgerðum í áratugi með áreiðanleika og endingu að leiðarljósi.
Héðinn óskar eftir að ráða áhugasaman og þjónustulipran sérfræðing inn á Kongsberg Marine og
véladeild. Um er að ræða þjónustu við viðskiptavini sem eru með búnað frá Kongsberg Maritime,
sérstaklega á sviði stýringa og stjórnkerfa. Starfið felur einnig í sér ferðalög þegar um uppfærslur
eða uppsetningu á búnaði er að ræða.
Helstu verkefni:
• Uppsetning og uppfærslur á stjórnbúnaði.
• Þjónusta við viðskiptavini á sviði stjórnunar vélbúnaðar.
• Önnur þjónusta við Kongsberg búnað.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Vélstjóri, vélvirki, rafvirki eða sambærileg iðnmenntun sem nýtist í starfi er skilyrði.
• Reynsla af stýringu vélbúnaðar.
• Þekking af vél-, tækni- og rafbúnaði.
• Framúrskarandi þjónustulund, jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar.
• Drifkraftur og metnaður til að ná árangri í starfi.
• Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
• Góð íslensku- og enskukunnátta.
• Góð tölvukunnátta.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Umsóknarfrestur er til og með 8. maí nk.
Umsóknir óskast fylltar út á www.vinnvinn.is.
Umsjón með starfinu hafa Hilmar
G. Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is)
og Hildur Jóna Ragnarsdóttir
(hildur@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn.
Sérfræðingur