Fréttablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 41
Komdu út að leika
Við leitum að öflugu starfsfólki
Finndu rétta starfið á flyplay.com/storf
Kerfisstjóri
Umbra óskar eftir að ráða öflugan kerfisstjóra með þekkingu á miðlægum Microsoft lausnum til að sinna kerfisstjórn og
þjónustu við notendur ráðuneyta og stofnana. Viðkomandi skal hafa ríka öryggisvitund og getu til að stýra verkefnum.
Helstu verkefni
• Kerfisstjórnun og stuðningur við notendaþjónustu
• Innleiðing og uppsetning nýrra kerfa og lausna
• Þátttaka í rekstri Microsoft 365 kerfa þar sem staðbundnum og skýjalausnum er blandað saman
• Þátttaka í vali á lausnum í takt við tækniþróun á hverjum tíma
• Önnur tilfallandi verkefni í tengslum við þróun og rekstur á innri kerfum Umbru
Menntunar- og hæfniskröfur
• Nám í tölvunarfræði, kerfisfræði, sambærilegt nám eða reynsla
• Reynsla af rekstri og innleiðingu tölvukerfa
• Góð þekking og reynsla af Microsoft hugbúnaði, t.d. Active Directory, Azure og Exchange
• Þekking á Microsoft 365 skýjalausnum og staðbundnum lausnum Microsoft
• Þekking á VMware
• Þekking á net- og öryggislausnum
• Þekking á Veeam afritunarlausn er kostur
• Góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti
• Frumkvæði og góð samskiptahæfni, ásamt ríkri þjónustulund
• Metnaður til að ná árangri og hæfni til að tileinka sér nýjungar og breytingar
• Sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð
Notendaþjónusta
Umbra óskar eftir að ráða öflugan og þjónustulundaðan liðsfélaga til að sinna tölvuþjónustu fyrir starfsfólk ráðuneyta
Stjórnarráðs Íslands.
Helstu verkefni
• Almenn þjónusta við notendur og umsýsla í Microsoft umhverfi
• Uppsetning og rekstur á endabúnaði
• Önnur tilfallandi kerfisstjórn
Menntunar- og hæfniskröfur
• Nám í kerfisfræði, sambærilegt nám eða reynsla
• Reynsla af notendaþjónustu
• Góð þekking á Microsoft notendalausnum, m.a. Microsoft 365 og Teams
• Mjög góð samskiptahæfni ásamt ríkri þjónustulund
• Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfni til hópavinnu
• Metnaður til að ná árangri og hæfni til að tileinka sér nýjungar og breytingar
• Rík vitund um upplýsingaöryggi
• Góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti
Umsóknarfrestur er til og með 10. maí 2021.
Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.
Nánari upplýsingar um störfin veita Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is)
og Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) í síma 511 1225.
Spennandi störf hjá Umbru
- Þjónustumiðstöð stjórnarráðsins
Umbra - þjónustumiðstöð
Stjórnarráðsins veitir
ráðuneytum og stofnunum
margvíslega þjónustu á sviði
upplýsingatækni og annars
sameiginlegs rekstrar.
Hjá Umbru vinnur fjölbreyttur
hópur saman að því að veita
framúrskarandi þjónustu í góðu
umhverfi. Starfsmenn eru 39 og
notendur þjónustunnar á sjötta
hundrað.
Umbra er ISO27001 vottuð.
Áhugasamir einstaklingar, óháð
kyni, eru hvattir til að sækja
um. Öllum umsóknum verður
svarað þegar ákvörðun um
ráðningu liggur fyrir. Umsóknir
geta gilt í sex mánuði frá því
að umsóknarfrestur rennur
út. Um laun og starfskjör fer
samkvæmt kjarasamningi
fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs
og viðkomandi stéttarfélags.