Fréttablaðið - 01.05.2021, Qupperneq 44
Sölu- og þjónustufulltrúi
Northwear leitar að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingi
35 ára eða eldri í fjölbreytt og skemmtilegt starf.
Starfssvið:
• Upplýsingagjöf og sala
• Mátun á viðskiptavinum og ráðgjöf
• Samskipti við erlenda birgja
• Vörupantanir og innkaup
• Móttaka vörusendinga og útgáfa reikninga
Hæfniskröfur:
• Þjónustulund og góð hæfni í mannlegum samskiptum
• Reynsla af starfi í fataverslun eða fagmenntun í fatasaum
• Mikill áhugi á fatnaði
• Talandi og skrifandi á ensku og íslensku
• Almenn tölvukunnátta
• Stundvísi og skipulagshæfileikar
Northwear er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í framleiðslu og sölu
á einkennis- og starfsmannfatnaði auk þess að reka öfluga
heildsöludeild sem flytur inn og selur m.a. Lee og Wrangler.
Umsóknir sendist á godi@northwear.is fyrir 7. maí.
Northwear ehf, Sundaborg 7-9 | 104 Reykjavík | Sími 511 4747 | www.northwear.is
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnu-
staður. Áhugasamir einstaklingar, án
tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Starfsmaður
á rekstrardeild
Laust er starf a rekstrardeild Vegagerðarinnar á
höfuðborgarsvæðinu. Um 100% starf er að ræða.
Í starfinu felast öll almenn lagerstörf á inni- og
útisvæði, s.s. vörumóttaka, vörutiltekt, áfylling,
útkeyrsla, skráning í birgðabókhald og lagerkerfi
svo og sendiferðir með vörur, ásamt öðrum
tilfallandi verkefnum.
Menntunar- og hæfniskröfur
→ Almenn grunnmenntun
→ Ökuréttindi
→ Vinnuvélaréttindi/lyftarapróf,
a.m.k. réttindi F – I og J er skilyrði
→ Meirapróf bifreiðastjóra er kostur
→ Þekking og reynsla af birgðastörfum
→ Góð íslenskukunnátta
→ Góð tölvukunnátta
→ Framúrskarandi hæfni í mannlegum
samskiptum
→ Góð þjónustulund, skipulögð vinnubrögð
→ Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt
sem og í hópi
Nánari upplýsingar um starfið veitir
Birgir R. Eyþórsson síma 522 1257.
Umsóknarfrestur er til og með 10. maí 2021.
Sótt er um starfið á vef Vegagerðarinnar
www.vegagerdin.is
Snjall sölumaður
Vélar og verkfæri er sölu- og þjónustufyrirtæki á sviði rafbúnaðar, aðgangsstýringa, hurða-
og gluggabúnaðar, lása og lykla ásamt verkfærum.
Við óskum eftir að ráða öflugan sölumann
í samhent söluteymi til starfa sem fyrst.
Við leitum að aðila með reynslu af sölu á
fyrirtækjamarkaði sem hefur metnað til
að ná framúrskarandi árangri.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Heimsóknir til núverandi viðskiptavina og
öflun nýrra viðskiptasambanda.
• Tilboðsgerð og eftirfylgni.
• Ráðgjöf og afgreiðsla viðskiptavina.
• Önnur tengd verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Haldgóð reynsla af sölumennsku á fyrirtækja-
markaði er mikill kostur.
• Geta til að vinna sjálfstætt og skipulega,
þjónustulund og góð framkoma.
• Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði töluðu
og rituðu máli. Kunnátta í Norðurlandamálum
og/eða þýsku er kostur.
• Iðn- eða háskólamenntun á sviði rafiðnaðar
er mikill kostur.
• Þekking og áhugi á byggingavörumarkaði
er kostur.
• Góð tölvukunnátta.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorsteinn Siglaugsson í síma 550 8500. Umsóknir ásamt
ferilskrá sendist á starf@vv.is í síðasta lagi 5. maí 2021.
Skútuvogur 1 c • 104 Reykjavík • Sími 550 8500 • www.vv.is
Rafholt ehf. | Smiðjuvegur 8 | 200 Kópavogur | 517-7600 | www.rafholt.is
Rafholt er framsækið fyrirtæki sem starfar jafnt á
útboðsmarkaði og í þjónustu við fyrirtæki og
stofnanir. Fyrirtækið er eitt stærsta sinnar tegundar
á sviði rafverktöku á Íslandi.
Helstu verkefni eru almennar raflagnir, tölvu- og
ljósleiðaralagnir, töflu- og stjórnskápasmíði og
loftnetaþjónusta fyrir fjarskiptafyrirtæki.
Rafholt leggur áherslu á að ráða kraftmikla og
metnaðarfulla einstaklinga sem hafa áhuga á að
sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnu.
Fagleg vinnubrögð og framúrskarandi árangur eru
leiðarljós fyrirtækisins. Öflugt starfsmannafélag er
starfrækt hjá fyrirtækinu og er aðstaða starfsman-
na öll hin glæsilegasta.
Rafholt er á lista Creditinfo yfir framúrskarandi
fyrirtæki á Íslandi 2020 áttunda árið í röð.
Bókari í fullt starf
Rafholt ehf. leitar að reynslumiklum og öflugum einstaklingi á skrifstofu fyrirtæki-
sins. Starfið felur í sér færslu bókhalds, reikningagerð og innheimtu, afstemmingar
og önnur störf er snúa að bókhaldi og uppgjörsvinnu. Um er að ræða 100%
stöðugildi og hvetjum við konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.
Helstu verkefni:
Dagleg færsla bókhalds og afstemmingar
Reikningagerð - innheimta
Mánaðarleg uppgjör
Frágangur og samskipti við endurskoðanda
Verkbókhald - uppgjör verka
Önnur tilfallandi störf á skrifstofu
Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólamenntun á sviði viðskipta/rekstrar og/eða viðurkenndur bókari
Reynsla af uppgjörsvinnu og ársreikningagerð
Þekking á lögum og reglum bókhalds, virðisaukaskatts og reikningsskila
Reynsla af verkbókhaldi er æskileg
Reynsla af launaútreikningum er æskileg
Þekking og reynsla af DK bókhaldskerfi er æskileg
Lipurð í samskiptum, stundvísi, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Umsóknarfrestur er til 15.maí 20201 í gegnum starf@rafholt.is
Smiðir óskast
Einar P. & Kó óskar eftir reyndum smiðum í framtíðarstarf.
Mjög góð verkefnastaða og fjölbreytt verkefni framundan.
Kostur væri ef aðili gæti hafið störf sem fyrst.
Umsóknir og frekari upplýsingar
sendist á netfangið helgi@epogko.is
Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík
Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is