Fréttablaðið - 01.05.2021, Page 66

Fréttablaðið - 01.05.2021, Page 66
Maðurinn minn og faðir okkar, Baldur Ingvi Jóhannsson Akurgerði 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum 11. apríl síðastliðinn. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11E fyrir einstaklega góða umönnun. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Rannveig Jónsdóttir Magnús Dige Baldursson Una Erlín Baldursdóttir Kjartan Dige Baldursson Jón Hrafn Baldursson Alúðar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug og réttu okkur hjálparhönd við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður og tengdaföður, Hafþórs Jónssonar Brekkulæk 4. Lilja Hjördís Halldórsdóttir Tómas Bolli Hafþórsson Edward Duncan Subben og aðrir ástvinir. Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Jóhanna Eiríksdóttir síðan 1996 Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri Guðmundur Baldvinsson útfararstjóri Jón G. Bjarnason útfararstjóri Óli Pétur Útfararstjóri s. 892 8947 Hinrik Valsson Útfararstjóri s. 760 2300 Dalsbyggð 15, Garðabæ Sími 551 3485 osvaldutfor@gmail.com Þetta er fyrsti burstabær sem ég hef gert um ævina. Ætla bara að hafa þetta huggu­legt hús og stefni að því að hafa fína íbúð hér inni,“ segir Sigfús Kristinsson smiður þegar kíkt er til hans í allsér­ stæða nýbyggingu sem blasir við frá þjóðvegi 1 gegnum Selfoss, sem nefnist Austurvegur. Þar er um eftirlíkingu af gömlum torf bæ að ræða að utan­ verðu en þegar komið er inn blasir við nýmóðins skipulag. Sigfús tekur fram að hann hafi byggt þetta hús með aðstoð dóttursonar síns sem heiti Benedikt. „Hann hefur alist alveg upp hjá mér. Hafdís dóttir mín er móðir hans og faðir hans er Egypti.“ Hann kveðst hafa teiknað húsið sjálf­ ur. „Ég er með réttindi til að leggja fram teikningar hjá byggingarnefnd. Er búinn að vera í smíðum í mörg ár, byggði Fjölbrautaskólann hér á Sel­ fossi að öllu leyti og líka vöruhúsið. Hef líka útskrifað þrjátíu og tvo lærlinga gegnum árin.“ Ekki hefur Sigfús í hyggju að búa í nýja húsinu. „Ég bý í húsinu hérna við hliðina,“ segir hann og bendir á reisu­ legt hús á sömu lóð og burstabærinn. Hann kveðst eiga lóðina alveg frá Aust­ urveginum og það séu margir búnir að falast eftir henni. Hann neitar því ekki að nýi bærinn hans veki athygli. „Þeir komu hingað um daginn Guðni Ágústsson og Hall­ dór Blöndal. Það var skemmtilegt heim­ sókn. Guðni vann nú hjá mér í þrjú ár sem verkamaður hér áður fyrr,“ lýsir Sigfús og okkur kemur saman um að hann mæti örugglega í vígslu bursta­ bæjarins. Myndarlegt skrif borð er á miðju gólfi með ábreiðu yfir og ýmsum smá­ verkfærum ofan á sem smiðirnir þurfa á að halda. „Það var leigjandi hjá mér í húsinu hinum megin í tuttugu og tvö ár, það var séra Kristinn Ágúst Guð­ finnsson. Hann skildi þetta skrif borð eftir og sagði mér að henda því bara, en mér finnst það of gott til þess,“ segir Sigfús og kveðst búinn að leigja nokkrum prestum húsnæði. Gerir síðan grein fyrir þeim. „Fyrir utan séra Kristin Ágúst eru það Þórir Jökull Þor­ steinsson, Rögnvaldur Finnbogason og Ingólfur Ástmarsson. Einn þeirra spurði mig: „Á hvað trúir þú?“ Hvernig á maður að svara presti? Ég sagði alveg um leið: „Það er staðreynd að við erum hérna báðir. Það vitum við. En það verður ekkert til úr engu. Einhvers staðar höfum við komið frá. Svo þegar við förum héðan þá eigum við inni hjá þeim sem hefur holað okkur niður hér. Hann ber ábyrgð á okkur og verður að taka við okkur aftur.“ Presturinn glápti á mig og vissi ekkert hvað hann átti að segja.“ Þó Sigfús eigi tæp 89 ár að baki er hann sprækur eins og lækur. Hann hefur skýringu á því: „Það verður eng­ inn gamall þegar hann hefur áhuga fyrir sínu starfi.“ gun@frettabladid.is Nýr bær með gömlu sniði Sigfús Kristinsson, smiður á Selfossi, er að byggja hús sem hefur yfirbragð gömlu torf- bæjanna en verður að innanverðu eins og hver önnur íbúð. Hann teiknaði það sjálfur. Sigfús er að innrétta huggulega íbúð inni í torfbænum. Hún verður ekkert gamaldags. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR Bærinn blasir við frá Austurveginum á Selfossi og er sannkölluð bæjarprýði. Þeir komu hingað um daginn Guðni Ágústsson og Halldór Blöndal. Það var skemmtilegt heimsókn. 1 . M A Í 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R34 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.