Fréttablaðið - 01.05.2021, Side 78

Fréttablaðið - 01.05.2021, Side 78
BÍLAR Fyrsta GTX-útgáfa Volkswagen er komin fram á sjónarsviðið en það er öflugri útgáfa ID.4 raf- jepplingsins. Er hann með 480 km drægi og hröðunin í 100 km á klst. er 6,2 sekúndur. Hafin er forsala á bílnum í Evrópu og þá einnig á Íslandi, en verðið á bílnum byrjar í 6.990.000 kr. „Mikið hefur verið kallað eftir fjórhjóla- drifnum alrafmögnuðum fjölskyldu- bílum á góðu verði og er það okkur sönn ánægja að geta nú uppfyllt þær óskir,“ sagði Jóhann Ingi Magnús- son, vörumerkjastjóri Volkswagen á Íslandi, við þetta tækifæri og bætti við að fyrstu bílarnir verði afhentir nýjum eigendum í sumar en á næstu vikum muni Volkswagen á Íslandi þó fá fjórhjóladrifinn sýningarbíl. Þangað til er hægt að prófa ID.4 sem er nú þegar í sölu. Líkt og ID.4 byggir hann á sömu MEB botnplötu en til viðbótar við 201 hestafls rafmótor við afturdrifið er kominn auka mótor við fram- drifið svo að afl bílsins stekkur í 295 hestöfl. Að sögn Volkswagen dugar það til að senda bílinn í hundraðið á 6,2 sekúndum. Það er álíka hröðun og í núverandi gerð Golf GTI, sem er mun minni og léttari bíll. Reyndar er hámarkshraði ID.4 GTX mun minni, en hann er takmarkaður við 180 km á klst. til að auka drægi bílsins. Hægt er að fá bílinn með sér- stökum sport-pakka en þá kemur hann á lægri fjöðrun og ákveðnara stýri, auk stillanlegrar fjöðrunar í dýrustu útgáfum. GTX er með sömu 77 kWst rafhlöðu og Pro Perform- ance-útgáfan sem við prófuðum á dögunum. Vegna auka rafmótors minnkar drægið aðeins þótt annað, eins og hleðslutími, haldist óbreytt. Útlitslega aðgreinir bíllinn sig með baklýsingu í framstuðara ásamt sportlegri stuðurum og 20 tommu álfelgum. Að innan takmarkast breytingarnar við hefðbundnar sportútgáfur, með álpedölum, rauðum ísaumi, sportsætum og sportstýri. VW ID.4 GTX frumsýndur Hægt er að fá VW ID.4 GTX með 21 tommu álfelgum. Með sífellt fullkomnari stýris- búnaði og akreinavörum í nýjum bílum í dag verða þeir þannig að ökumaður þarf minna að hafa fyrir hlutunum. Í Bretlandi eru í undirbúningi lög sem leyfa ökumönnum bíla með þess háttar búnaði að taka báðar hendur af stýri. Er talið líklegt að lögin taki gildi fyrir lok þessa árs. Lögin leyfa með öðrum orðum að taka má hendur af stýri á undir 60 km hraða á hraðbrautum, enda hefur þá aðstoðarbúnaðurinn tekið yfir. Ekki er nóg að bíllinn sé búinn einfaldari gerð akreinavara sem pípir aðeins ef komið er að brún línu, heldur þarf bíllinn að geta tekið stjórnina og haldið bílnum innan akreinar sjálfur. Slíkir akreina varar kallast ALKS sem stendur fyrir „Autonomous Lane Keeping Systems.“ Sumir bílar eru einnig búnir sjálfvirkum hraða- stilli sem heldur þá einnig réttu bili í næsta bíl. Þetta getur verið þægi- legur búnaður að hafa þegar umferð þyngist í nágrenni stórborga. Bráðum löglegt að sleppa höndum Meðal fyrstu bíla til að bjóða ALKS var Volvo XC90 en við reynsluakstur bílsins á Spáni kölluðu hönnuðir Volvo búnaðinn „Hönd Guðs“. Njáll Gunnlaugsson njall@frettabladid.is HAPPY HOUR/rifrestaurant /rifrestaurant Beinlausir kjúklingavængir Beinlausir kjúklingabitar með vali um buffalo sósu, bbq eða bourbon glaze. Shake Súkkulaði Vanillu Jarðaberja 9 9 0 k r Hádegistilboð 2.090 kr Val á milli tveggja rétta, nýjir réttir í hverri viku! ALLAN DAGINN ALLA DAGA Í BRETLANDI ERU Í UNDIR- BÚNINGI LÖG SEM LEYFA ÖKUMÖNNUM BÍLA MEÐ ÞESS HÁTTAR BÚNAÐI AÐ TAKA BÁÐAR HENDUR AF STÝRI. MIKIÐ HEFUR VERIÐ KALLAÐ EFTIR FJÓRHJÓLADRIFNUM ALRAF- MÖGNUÐUM FJÖLSKYLDUBÍLUM Á GÓÐU VERÐI OG ER ÞAÐ OKKUR SÖNN ÁNÆGJA AÐ GETA NÚ UPPFYLLT ÞÆR ÓSKIR. Sænskt lögfræðifyrirtæki er að und- irbúa hópmálsókn gegn umboðs- aðila Polestar í Noregi. Þar var því haldið fram á heima- síðu umboðsins að drægi bílsins væri 470 kílómetrar sem myndi duga til aksturs frá Osló til Hems- dal-skíðasvæðisins og aftur til baka. Það kom svo í ljós að það var ekki raunin þótt um opinberar WLTP- tölur Polestar 2 væri að ræða, alla vega ekki að vetri til. Þess vegna var textanum breytt og talað um Norefjell í staðinn, sem eru 230 kílómetrar fram og til baka. Það sem málið snýst um er hvort fyrirtækið hafi brotið markaðslög með því að auglýsa með þessum hætti. Því vilja þeir sem keyptu bílana áður en textanum var breytt fá bætur sem hljóða upp á 75.000 krónur norskar hver, en um 3.500 kaupendur er að ræða. Hópmálsókn gegn Polestar í Noregi Polestar 2 var sagður hafa meira drægi en raunin var í akstri. 1 . M A Í 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R46 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.