Fréttablaðið - 01.05.2021, Síða 80

Fréttablaðið - 01.05.2021, Síða 80
LISTAMENNIRNIR ERU AÐ VINNA MEÐ KÓPAVOG OG ÞAÐ ER GAMAN AÐ SJÁ HVAÐ ÞEIR NÁLGAST BÆINN Á ÓLÍKAN HÁTT. Klara Þórhallsdóttir Skýjaborg er sýning sem nú stendur yfir í Gerðar-safni, en þar má sjá verk eftir Berglindi Jónu Hlyns-dóttur, Bjarka Bragason, Eirúnu Sigurðardóttur og Unnar Örn Auðarson. Sýningar- stjórar eru Brynja Sveinsdóttir og Klara Þórhallsdóttir. „Þessi sýning, sem hefur verið lengi í vinnslu, fjallar um nærum- hverfi safnsins og Kópavog. Fjórir samtímalistamenn sýna verk sem sprottin eru af sameiginlegum grunni, sem er saga bæjarins og hug- myndin um það um hvernig borg byggist upp. Kópavogur varð á 20. öldinni smækkuð útgáfa af borgar- lífi. Þar verða áhugaverð skil, eins og þegar byggt var háhýsi á sama tíma og sauðfjárrækt náði hámarki sínu í Kópavogi,“ segir Brynja. Persónulegar sögur Persónulegar sögur tengjast nokkr- um verkanna. „Eirún Sigurðardóttir vann verk út frá Engihjalla 3 sem hún bjó í. Foreldrar hennar voru hluti af hópi sem byggði fjölbýlis- hús og það er áhugavert að skoða myndir af uppbyggingu hússins en þar rétt hjá voru hestar á beit. Þar sést vel samruninn milli sveitar og borgar,“ segir Brynja. „Bjarki Bragason er með stórt textílverk sem hann vann út frá húsi afa síns og ömmu á Kársnesinu þar sem þau voru frumbyggjar um miðja síðustu öld þegar Reykjavík var að sprengja utan af sér og fólk fór að flykkjast út í jaðar borgarinnar. Síðustu ár hefur húsið gengið kaupum og sölum á milli verktaka. Nú stendur til að rífa það og reisa raðhús í staðinn. Bjarki vann rannsóknarverkefni út frá sögu hússins og framkvæmda í kringum það og skoðar breytingar í borgarlandslagi og hvað gerist eftir að einhver fellur frá.“ Unnar Örn Auðarson vinnur einnig með borgarlandslag en á annan hátt. „Hann hugsar um borg- arlandslagið á almennan hátt og vinnur með efni sem eru í kringum okkur,“ segir Brynja. „Á sýningunni er verk hans Skuggefni sem er búið til úr malbiki og úti á túninu er úti- listaverk sem er eins og vindsokkur á f lugvöllum sem gefur til kynna hvaða vindstig eru. Unnar Örn er að leika sér með tilraunir okkar til að mæla og taka yfir borgarlands- lagið.“ Áhugavert framtak Berglind Jóna Hlynsdóttir fjallar um Hamraborgarrásina. „Hamra- borgarrásin var afar áhugavert framtak, sjónvarpsstöð sem var haldið úti í Hamraborginni,“ segir Klara. „Byggingin sjálf kristallar hugmyndina um það hvernig svæði getur verið lítill heimur út af fyrir sig. Þarna átti að verða til fullgilt samfélag með eigin sjónvarpsstöð og þjónustu. Á sýningunni eru útsendingar frá þessari rás og þar má meðal annars sjá hvernig þetta fjölbýlishús og húsfélagið hafði áhrif á lagasetningu um réttindi fjölbýlishúsa og breytingar í skipu- lagsmálum.“ Spurð hvort finna megi sam- eiginlegan þráð hjá listamönn- unum segir Klara: „Listamenn- irnir vinna með textíl og gróf efni eins og byggingarefni, malbik og steypustyrktarjárn. Efniskenndin tengir þá á vissan hátt. Listamenn- irnir eru að vinna með Kópavog og það er gaman að sjá hvað þeir nálgast bæinn á ólíkan hátt. Eirún og Bjarki eru með persónulega tengingu, fjalla um fjölskyldusögu sína í verkunum, meðan Berglind og Unnar rannsaka sögu staða og velta fyrir sér borg og samfélagi.“ Listamenn vinna með nærumhverfi Kópavogs Á sýningunni Skýjaborg í Gerðarsafni sýna fjórir samtímalistamenn. Verkin eru sprottin af sameigin- legum grunni, sem er saga bæjarins og það hvernig borg byggist upp. Ólík nálgun hjá listamönnunum. Brynja Sveinsdóttir og Klara Þórhallsdóttir eru sýningarstjórar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Verk eftir Eirúnu Sigurðardóttur. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Tilnefningar til Maístjörn-unnar vegna ljóðabókar útgefinnar 2020 hafa verið kynntar. Tilnefndar bækur eru: n Taugaboð á háspennulínu eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur. n Draumstol eftir Gyrði Elíasson. n Þagnarbindindi eftir Höllu Þór- laugu Óskarsdóttur. n Kyrralífsmyndir eftir Lindu Vil- hjálmsdóttur. n 1900 og eitthvað eftir Ragn- heiði Lárusdóttur. Tilnefndar bækur eru allar til sýnis í anddyri Þjóðarbókhlöð- unnar. Verðlaunin verða veitt við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þann 18. maí. Maístjarnan er einu verðlaunin á Íslandi sem veitt eru eingöngu fyrir útgefna, íslenska ljóðabók. Verðlaununum er ætlað að vekja sérstaka athygli á blómlegri ljóða- bókaútgáfu á Íslandi. Tilnefningar til Maístjörnunnar Arndís Lóa Magnúsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU AFMÆLISKRINGLUNNI - fyrir 25-30 manns SUM RTILBOÐ PAVLOVA 1.950 KR.- Tilboð gildir frá 22. apríl til 2. maí 1 . M A Í 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R48 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.