Fréttablaðið - 01.05.2021, Qupperneq 80
LISTAMENNIRNIR ERU
AÐ VINNA MEÐ
KÓPAVOG OG ÞAÐ ER GAMAN AÐ
SJÁ HVAÐ ÞEIR NÁLGAST BÆINN
Á ÓLÍKAN HÁTT.
Klara Þórhallsdóttir
Skýjaborg er sýning sem nú stendur yfir í Gerðar-safni, en þar má sjá verk eftir Berglindi Jónu Hlyns-dóttur, Bjarka Bragason, Eirúnu Sigurðardóttur og
Unnar Örn Auðarson. Sýningar-
stjórar eru Brynja Sveinsdóttir og
Klara Þórhallsdóttir.
„Þessi sýning, sem hefur verið
lengi í vinnslu, fjallar um nærum-
hverfi safnsins og Kópavog. Fjórir
samtímalistamenn sýna verk sem
sprottin eru af sameiginlegum
grunni, sem er saga bæjarins og hug-
myndin um það um hvernig borg
byggist upp. Kópavogur varð á 20.
öldinni smækkuð útgáfa af borgar-
lífi. Þar verða áhugaverð skil, eins og
þegar byggt var háhýsi á sama tíma
og sauðfjárrækt náði hámarki sínu
í Kópavogi,“ segir Brynja.
Persónulegar sögur
Persónulegar sögur tengjast nokkr-
um verkanna. „Eirún Sigurðardóttir
vann verk út frá Engihjalla 3 sem
hún bjó í. Foreldrar hennar voru
hluti af hópi sem byggði fjölbýlis-
hús og það er áhugavert að skoða
myndir af uppbyggingu hússins en
þar rétt hjá voru hestar á beit. Þar
sést vel samruninn milli sveitar
og borgar,“ segir Brynja. „Bjarki
Bragason er með stórt textílverk
sem hann vann út frá húsi afa síns
og ömmu á Kársnesinu þar sem þau
voru frumbyggjar um miðja síðustu
öld þegar Reykjavík var að sprengja
utan af sér og fólk fór að flykkjast út
í jaðar borgarinnar. Síðustu ár hefur
húsið gengið kaupum og sölum á
milli verktaka. Nú stendur til að
rífa það og reisa raðhús í staðinn.
Bjarki vann rannsóknarverkefni út
frá sögu hússins og framkvæmda í
kringum það og skoðar breytingar í
borgarlandslagi og hvað gerist eftir
að einhver fellur frá.“
Unnar Örn Auðarson vinnur
einnig með borgarlandslag en á
annan hátt. „Hann hugsar um borg-
arlandslagið á almennan hátt og
vinnur með efni sem eru í kringum
okkur,“ segir Brynja. „Á sýningunni
er verk hans Skuggefni sem er búið
til úr malbiki og úti á túninu er úti-
listaverk sem er eins og vindsokkur
á f lugvöllum sem gefur til kynna
hvaða vindstig eru. Unnar Örn er
að leika sér með tilraunir okkar til
að mæla og taka yfir borgarlands-
lagið.“
Áhugavert framtak
Berglind Jóna Hlynsdóttir fjallar
um Hamraborgarrásina. „Hamra-
borgarrásin var afar áhugavert
framtak, sjónvarpsstöð sem var
haldið úti í Hamraborginni,“ segir
Klara. „Byggingin sjálf kristallar
hugmyndina um það hvernig svæði
getur verið lítill heimur út af fyrir
sig. Þarna átti að verða til fullgilt
samfélag með eigin sjónvarpsstöð
og þjónustu. Á sýningunni eru
útsendingar frá þessari rás og þar
má meðal annars sjá hvernig þetta
fjölbýlishús og húsfélagið hafði
áhrif á lagasetningu um réttindi
fjölbýlishúsa og breytingar í skipu-
lagsmálum.“
Spurð hvort finna megi sam-
eiginlegan þráð hjá listamönn-
unum segir Klara: „Listamenn-
irnir vinna með textíl og gróf efni
eins og byggingarefni, malbik og
steypustyrktarjárn. Efniskenndin
tengir þá á vissan hátt. Listamenn-
irnir eru að vinna með Kópavog
og það er gaman að sjá hvað þeir
nálgast bæinn á ólíkan hátt. Eirún
og Bjarki eru með persónulega
tengingu, fjalla um fjölskyldusögu
sína í verkunum, meðan Berglind og
Unnar rannsaka sögu staða og velta
fyrir sér borg og samfélagi.“
Listamenn vinna með nærumhverfi Kópavogs
Á sýningunni Skýjaborg í Gerðarsafni sýna fjórir samtímalistamenn. Verkin eru sprottin af sameigin-
legum grunni, sem er saga bæjarins og það hvernig borg byggist upp. Ólík nálgun hjá listamönnunum.
Brynja Sveinsdóttir og Klara Þórhallsdóttir eru sýningarstjórar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Verk eftir Eirúnu Sigurðardóttur.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Tilnefningar til Maístjörn-unnar vegna ljóðabókar útgefinnar 2020 hafa verið
kynntar. Tilnefndar bækur eru:
n Taugaboð á háspennulínu eftir
Arndísi Lóu Magnúsdóttur.
n Draumstol eftir Gyrði Elíasson.
n Þagnarbindindi eftir Höllu Þór-
laugu Óskarsdóttur.
n Kyrralífsmyndir eftir Lindu Vil-
hjálmsdóttur.
n 1900 og eitthvað eftir Ragn-
heiði Lárusdóttur.
Tilnefndar bækur eru allar til
sýnis í anddyri Þjóðarbókhlöð-
unnar. Verðlaunin verða veitt við
athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þann
18. maí.
Maístjarnan er einu verðlaunin
á Íslandi sem veitt eru eingöngu
fyrir útgefna, íslenska ljóðabók.
Verðlaununum er ætlað að vekja
sérstaka athygli á blómlegri ljóða-
bókaútgáfu á Íslandi.
Tilnefningar til Maístjörnunnar
Arndís Lóa Magnúsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
Austurströnd 14 • Hringbraut 35
....................................................Sími: 561 1433
www.bjornsbakari.is
MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU
AFMÆLISKRINGLUNNI
- fyrir 25-30 manns
SUM RTILBOÐ
PAVLOVA
1.950 KR.-
Tilboð gildir frá 22. apríl til 2. maí
1 . M A Í 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R48 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING