Fréttablaðið - 01.05.2021, Síða 82

Fréttablaðið - 01.05.2021, Síða 82
LEIKLIST Nashyrningarnir Eugéne Ionesco Þjóðleikhúsið Þýðing: Guðrún Vilmundardóttir Leikstjóri: Benedikt Erlingsson Leikarar: Arnmundur Ernst Back- man, Flemming Viðar Valmunds- son, Guðjón Davíð Karlsson, Hákon Jóhannesson, Hildur Vala Baldursdóttir, Hilmir Snær Guðna- son, Ilmur Kristjánsdóttir, Pálmi Gestsson, Rúfus, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Siobhán Antoinette Henry, Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir, Örn Árnason, o.fl. Leikmynd: Börkur Jónsson Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guð- mundsson Tónlist: Davíð Þór Jónsson Hljóðhönnun: Kristján Sigmundur Einarsson Eftir tvær tilraunir tókst Nashyrn- ingum Eugéne Ionesco loksins að brjóta sér leið á stóra svið Þjóð- leikhússins en sýningin átti að vera jólasýning Þjóðleikhússins á þessu leikári. Frumsýningar voru tvær sökum takmarkana, sú fyrri á sumardaginn fyrsta og sú seinni daginn eftir. Benedikt Erlingsson tekst hér aftur á við klassískar leik- húsbókmenntir á stóra sviðinu en síðast leikstýrði hann Húsinu eftir Guðmund Steinsson á sömu fjölum og nú reynir hann að smala saman annars konar óargadýrum. Eða svo virðist í fyrstu. Nashyrningarnir voru upphaf- lega skrifaðir sem viðbragð við styrjaldarárunum en bestu leikrit- in eru tímalaus og styrjaldarástand birtist í mörgum myndum. Ionesco flettir ofan af hjarðhegðun borgara- stéttarinnar, smáborgurunum sem apa vitleysuna hver eftir öðrum en tekst aldrei að rýna efnislega í mál- efni samtímans eða bregðast við af rökfestu. Ætla mætti að mannkyn- ið væri lengra komið eftir sextíu ár en upprisa öfgaf lokka, taumlaus naflaskoðun samfélagsins og ring- ulreiðin í heiminum sýnir að lítið hefur breyst. Mannskepnan er söm við sig. Benedikt Erlingsson er trúr textanum, meistaralega þýddum af Guðrúnu Vilmundardóttur, þó með ansi djörfum undantekningum og viðbótum sem betra er að þegja um. Áhorfendur verða hreinlega að gera sér ferð og taka afstöðu, krafa sem leikskáldið setti sömuleiðis fram á sínum tíma. Burðarstólpi sýningarinnar Ein af viðbótunum er sú að per- sónur leikritsins bera nöfn þeirra leikara sem tóku þátt í upprunalegu sýningunni á Nashyrningunum á sama sviði árið 1961. Lárus, Róbert, Rúrik og Herdís eiga þannig aftur fund með áhorfendum Þjóðleik- hússins. Þetta er lagleg lausn og nærir sýninguna. Erlingur æðir líka inn í söguna, óvænt boðflenna. Guðjón Davíð Karlsson leikur Lárus, skrifstofublók sem finnst sopinn ansi góður og hefur ekki fundið sér stað í tilvistinni. Slíkur hvunndagsmaður hentar hæf i- leikum Guðjóns Davíðs prýðilega, örvænting hans verður áþreifan- leg eftir því sem líða tekur. Hér er hann í essinu sínu og burðarstólpi sýningarinnar. Aðrar persónur eru fremur tákn- myndir heldur en þrívíðir karakt- erar. Kvenpersónur Ionesco í Nas- hyrningunum líða kannski mest fyrir tilfinningalegu f latneskjuna en sýningin græðir ríkulega á reynslumiklum leikkonum. Ilmur Kristjánsdóttir leikur Herdísi, sam- starfskonu Lárusar sem hann elskar í laumi, af staðfestu með skvettu af húmor. Lokaatriði hennar er gífurlega krefjandi og hún skilar því nokkuð vel en þurft hefði að fínstilla aðeins betur til að loka- ákvörðun Herdísar verði skiljanleg. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir staldrar stutt við í hlutverki rök- fræðingsins á sviðinu en hún skilar svo sannarlega sínu. Orka hennar er svo mikil að hún gerir dýrindis máltíð úr leiðindapúkanum þrátt fyrir púkalegu draktina. Svo bætir hún í þegar kemur að smærri hlut- verkum. Hilmir Snær umturnast Hilmir Snær Guðnason leikur Róbert, kassalaga meðaljón sem stökkbreytist í villidýr. Hilmir Snær hreinlega umturnast í einu besta atriði kvöldsins enda leikari á öðrum mælikvarða. Arnmundur Ernst Backman leikur Rúrik, tákn- mynd þeirra ungu og sterku sem munu erfa heiminn. Hlutverkið leysir hann af aga með kímnigáfuna að vopni. Undir lokin í snúnum samræðum þeirra Lárusar vinna fimleikaæfingar hans þó á móti senunni og þeim hefði átt að sleppa. Lokaaugnablikin í síðustu senum þeirra beggja þyrftu aðeins meira andrými og næg innistæða er fyrir slíku. Aðrir fara með smærri hlutverk en breidd leikhópsins kemur til góða. Pálmi Gestsson og Örn Árna- son grípa til reynslunnar, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og kötturinn Rúfus stela senunni snemma í sýn- ingunni en Hákon Jóhannesson og Hildur Vala Baldursdóttir njóta sín í hléi. Áhorfendur eru hvattir til að fara eftir tilmælum þeirra og bregða sér í forsalinn. Siobhán Antoinette Henry fer fyrir hópi starfsfólks Þjóðleikhússins sem tekur þátt í sýningunni og gefur hún síðari senum fjarstæðukennd- an blæ með fínni sviðsframkomu og skemmtilegum leiklestri. Listrænt innsæi Í gegnum tíðina hafa sviðsmyndir Barkar Jónssonar stundum verið of íburðarmiklar en í Nashyrn- ingunum fer hann aðrar leiðir. Hér ræður einfaldleikinn ríkjum. Fyrsti þáttur gerist ekki á sviðinu en seinna færist leikurinn þangað. Leikmyndin nánast andar með leikritinu. Svo sprengir hann allt í loft upp. Hljóðhönnun Kristjáns Sigmundar Einarssonar og ljósa- hönnun Björns Bergsteins Guð- mundssonar hamrar á áhorfend- um úr öllum áttum. Ógnarhljóðin frá nashyrningunum heyrast úr ýmsum hornum og iðrum hússins, umvafðir þokukenndu ljósi ýfa þeir upp ónotatilfinningu og ótta. Tón- listarlausnir Davíðs Þórs Jónssonar, með aðstoð harmónikkuspilarans Flemmings Viðars Valmundssonar, skortir heilsteypta sýn. Sum inn- skotin hitta beint í mark en önnur eru of löng. Filippía I. Elísdóttir hefði sömuleiðis þurft djarfari sýn á fatnaðinn sem er fremur hvers- dagslegur en grímurnar eru stór- fenglegar, grímugerðarteymið á hrós skilið. Benedikt Erlingsson leiðir hóp- inn af listrænu innsæi í frábærri en stundum óagaðri sýningu. Nas- hyrningarnir varpa fram áleitnum spurningum sem snerta okkur öll. Er mannkynið í eðli sínu óargadýr? Er hjarðhegðun alltaf slæm? Er sið- gæði óhagganlegur fasti í heimin- um? Hvað gerir sá sem upplifir sig vera einn á móti heiminum? Eftir- minnilegustu leiksýningarnar eru ekki endilega þær sem eru galla- lausar eða fylgja hefðbundinni túlkun heldur þær sem fá áhorf- endur til að hugsa og dvelja með sýningunni, jafnvel löngu eftir að tjaldið fellur. Nashyrningarnir eru svo sannarlega slík sýning – þannig að hvín í. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Nashyrningarnir eru skylduáhorf. Örvænting einstaklingsins Ilmur Kristjánsdóttir og Guðjón Davíð Karlsson í hlutverkum sínum í Nashyrningunum. MYND/AÐSEND 1 . M A Í 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R50 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð Barónsstíg 4, 101 Reykjavík • Mýrarvegi , 600 Akureyri Hafnargata 51-55, 230 Reykjanesbæ Kemur með Costco til þín... JARÐARBER BLÁBER JARÐAR- BER 907 g 1799 KR/PK BLÁBER 680 g 1499 KR/PK
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.