Fréttablaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 92
Lífið í
vikunni
25.04.21-
01.05.21
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is,
Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson
jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056:
Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
STÓR SKAMMTUR AF KK
KK gaf loks út sína fyrstu vínil-
plötu í gær. Tvöföldu safnplötuna
KK – Árin 1985-2000. Andri Freyr
Viðarsson, útvarpsmaður og
vinur tónlistarmannsins,
átti hugmyndina að út-
gáfunni og tók að sér
að hlusta á tónlist
KK stanslaust í tvo
mánuði til þess að
velja lög á gripinn.
SPOCK Á MOKKA
Sýning Þórdísar Claessen, Djöful-
gangur og heiðríkja, stendur yfir
á Kaffi Mokka. Þar mætast til
dæmis sexhentur Jesús og stóíski
Vúlkaninn herra Spock úr Star Trek
sem flytur íslenskar sjónvarps-
veðurfregnir í einu verkanna.
NÁND INNAN MARKA
Hjónin Edda Björg
Eyjólfsdóttir leik-
kona og Stefán
Magnússon
tónlistarmaður
ásamt félögum
fundu upp-
setningu sinni á
verkinu Haukur &
Lilja eftir Elísabetu Jökulsdóttur
nokkuð óvenjulegan stað í Ás-
mundarsal sem frægur er orðinn
þegar sóttvarnir eru annars vegar
en Edda segir vel gætt að öllu
slíku og með 24 gesti er boðið upp
á nánd innan takmarkana.
ÓSKARSBÖMMERINN
Vikan hófst með
beinni útsend-
ingu frá Óskars-
verðlaununum
þar sem áhorf
var í sögulegu
lágmarki. Ekki
bætti úr skák að Anthony Hopkins
var valinn besti leikarinn en ekki
Chadwick heitinn Boseman sem
flestir höfðu veðjað á. Vakti þetta
nokkra hneykslun og jafnvel reiði
sem varpaði skugga á árshátíð fal-
lega og fræga fólksins.
Tó n l i s t a r m a ð u r i n n Barði Jóhannsson, sem enn er jafnan kenndur við Bang Gang, var að gera tónlist sína við h r y l l i n g s my n d i n a
Agony aðgengilega á Spotify.
„Myndin kom út fyrir ári síðan og
er fyrsta mynd leikstjórans Mich
ele Civetta. Hún átti að fara í bíó en
svo kom COVID. Það varð til þess
að myndin endaði beint á streymis
veitunum.
Skömmu eftir að myndin kom út
þá fór ég að dúlla mér við að endur
mixa og fínisera tónlistina fyrir
útgáfu svo að það sé líka hressandi
að hlusta á hana eina og sér,“ segir
Barði, sem er ekki ókunnur hryll
ingstónlist eftir að hafa samið tón
listina við tryllinn Would You Rather
sem hefur gengið vel á streymis
veitum þar sem Agony endaði líka.
Barði segir aðspurður að óhætt
sé að mæla með Agony. Fyrir rétta
fólkið. „Sko, þetta er dulúðleg og
draugaleg mynd sem er fallega tekin,
gerð fyrir ákveðinn hóp fólks. Þeim
sem fíla þessa tegund af bíómyndum
á eftir að finnast hún skemmtileg.“
Hér talar Barði af marktækri
þekkingu þar sem hann tilheyrir
sjálfur þessum flokki hryllingsaðdá
enda og segist vera með hina þekktu
norrænu melankólíu í blóðinu sem
leki út í tónlistina við Agony.
Heillandi hryllingsfeðgin
„Tónlistin er róleg og flæðandi með
undirliggjandi óróa sem lýsir vel
stemningunni í myndinni. Síðan
hef ég verið mjög hrifinn af göml
um, ítölskum hryllingsmyndum og
má gæta áhrifa þaðan,“ segir Barði
og á þá helst við myndir áttunda og
níunda áratugarins.
Agony tengist síðan þessum
áhuga Barða lóðbeint í gegnum
aðalleikkonuna Asiu Argento.
„Pabbi aðalleikkonunnar er einn
af mínum uppáhaldsleikstjórum,“
segir Barði, um meistara Dario Arg
ento sem þekktastur er fyrir mynd
ina Suspiria frá 1977. „Suspiria er ein
af mínum uppáhaldsmyndum og
líka tónlistin úr henni sem Goblin
gerði og er alveg stórkostleg.“
Barði segir í raun margt við
Agony minna sig á ítölsku klassík
ina og vekja einhvers konar nútíma
lega retrostemningu í huga hans.
„Kvikmyndatakan og margt annað
minnir mig svolítið á þessar gömlu
klassísku. Myndin gerist á Ítalíu, í
kastala og það er einhver skrítin
drauganornastemning.“
Zombíur og spaghettí
Asia Argento hefur meðal annars
leikið í myndunum Frida, xXx,
Marie Antoinette og uppvakninga
hrollinum Land of the Dead en auk
hennar státar Agony af þeim forn
fræga Franco Nero í aukahlutverki.
Hann er þekktastur fyrir að hafa
leikið Django í samnefndum spag
hettívestra en hefur í seinni tíð
látið að sér kveða sem illmenni í Die
Hard 2 og John Wick 2 auk þess sem
Quentin Tarantino gat ekki stillt sig
um að tefla honum fram í Django
Unchained.
Leikstjórinn, Michele Civetta,
hefur hins vegar verið iðinn við
auglýsingagerð og verið tilnefndur
til Emmyverðlauna í þeim bransa
auk þess sem hann hefur leikstýrt
tónlistarmyndböndum fyrir ekki
ómerkara fólk en Lou Reed og Yoko
Ono.
Hryllileg ánægja
Þannig að víða liggja þræðir og
Barði telur líklegt að þeir eigi eftir
að vinna meira saman. „Við erum í
góðum fílíng,“ segir Barði sem hefur
samið og lagt til tónlist í yfir tugi
verkefna í kvikmyndum, leikhúsi og
sjónvarpi. Hvað aðsókn varðar ber
þar einna hæst tónlistin við íþrótta
dramað De toutes nos forces (The
Finishers) frá 2013 sem fór á topp
inn í Frakklandi og ætla má að um
800.000 manns hafi séð í bíó.
„Þetta er allt önnur stemning en
fjölskyldumynd,“ segir Barði um
Agony og hryllinginn. „Sko, þetta
finnst mér skemmtilegt en það
er meiri peningur og áhorf á fjöl
skyldumyndirnar. Þannig að þetta
er meira til að vökva ánægjuna. Ég
skemmti mér alveg konunglega að
gera þetta. Dulúðin, draugagang
urinn og áttundi áratugurinn létta
lundina og auka á hressleikann.“
toti@frettabladid.is
Hryllileg ánægja Barða
Barði úr Bang Gang vökvaði ánægjuna með tónlist hryllings-
myndarinnar Agony en verkefninu fylgdi sá yndisauki að Asia
Argento, dóttir uppáhalds leikstjórans hans, er í aðalhlutverki.
Barði hefur samið tónlist fyrir fjölda kvikmynda og horfir ekki í aurinn
þegar honum bjóðast hryllingsverkefni á jaðrinum. MYND/SAGA SIG
Agony skartar þeirri mögnuðu leik-
konu Asiu Argento í aðalhlutverki.
Aðeins 187.920 kr.
Rafdrifinn 3ja sæta leðursófi með niðurfellanlegu borði í miðsæti.
Fáanlegur í Svörtu og gráu leðri. Særð: 198 x 95 x 98 cm
Fullt verð: 234.900 kr.
AUSTIN rafdrifinn sjónvarpssófi
VIKUTILBOÐ
29. apríl til 5. maí
Aðeins 111.920 kr.
Holtagörðum, Reykjavík
Smáratorgi, Kópavogi
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafirði
LICATA
tungusófi
Glæsilegur tungusófi í Licata línunni. Fæst hægri eða vinstri
(tunga ófæranlegt). Koníakslitt Kentucky áklæði á mynd en fleiri
áklæðisgerðir og litir fáanlegir. Hægri eða vinstri tunga. Svartir
nettir járnfætur. Stærð: 262 x 226 x 82 cm. Fullt verð: 244.900 kr.
www.dorma.is
VEFVERSLUN
ALLTAF
OPIN
KOLDING
hægindastóll með skemli
Stillanlegur hægindastóll með skemli.
Svart, rautt eða grátt leður/PVC.
Fullt verð: 139.900 kr.
20%
AFSLÁTTUR
VIKU
TILBOÐ
Aðeins 195.920 kr.
20%
AFSLÁTTUR
VIKU
TILBOÐ
20%
AFSLÁTTUR
VIKU
TILBOÐ
1 . M A Í 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R60 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð