Hjálmur - 19.01.1967, Blaðsíða 4
4
HJÁLMUR
Frumkvöölarnir að stofnun Hlífar.
Þremenningarnir, sem rituöu
bréfið til Dagsbrúnar og hvöttu til
þess, að Dagsbrún beitti sér fyrir
stofnun verkamannafélags í
Hafnarfirði.
Jóhann Tómasson.
Jón ÞórSarson.
Gunnl. Hildibrandsson.
verið svipað í Hafnarfirði og öðrum
útgerðarbæjum, og þó sízt betra. Hef-
ur einn af forystumönnum „Hlífar“
frá fyrstu baráttuárum félagsins, Guð-
mundur Jónasson, dregið upp glögga
mynd af kjörum og aðbúnaði hafn-
firzks daglaunafólks, eins og það var
um þær mundir sem félagið var stofn-
að. Þar segir:
„Vinnutilhögun í þá daga var þann-
ig, að verkafólk fór til vinnu kl. 6 að
morgni. og var svo unnið sleitulaust
meðan verkið entist. Þá þekktist það
ekki, að kallað væri til matar eða í
kaffi. Heimafólkið, konur og börn,
urðu að færa matinn á vinnustaðinn.
. . . Eg man mörg dæmi þess, að unn-
ið var samfleytt í 36 tíma, t. d. við
afgreiðslu skipa og því um líkt. Enga
hvíld var að fá og engan ákveðinn
tíma til matar. Menn gleyptu mat-
inn þar sem þeir stóðu er hann kom,
í skipum, í flæðarmáli eða hímandi
undir húshlið — og hvernig sem veðr-
ið var.
Eg fullyrði, að þetta var ekkert
annað en ómenning af verstu tegund,
engin skynsamleg ástæða var fyrir
þessu. Atvinnurekendur græddu ekki
vitundarögn á þessu framferði, og
verkamenn misstu heilsuna á þessu,
þegar til lengdar lét. Það var ekki
fyrr en verkalýðsfélögin tóku til
starfa, að þetta var afnumið, svo að
það má segja, að þau hafi ekki að-
eins unnið að hækkuðu kaupi verka-
fólks, heldur einnig aukið menningu
þess og hrundið ómenningunni af
því.“
„Hlíf“ stofnuð.
Því miðru- verður nú ekki með
vissu vitað, hvaða dag Verkamanna-
félagið „Hlíf“ var stofnað, þar eð
fyrsta gerðabók félagsins er fyrir
löngu glötuð. Svo mikið er þó víst,
að stofnfundur félagsins hefur verið
haldinn seint í janúar eða snemma
í febrúar 1907.
í fundargerðabók Verkamannafé-
lagsins Dagsbrúnar í Reykjavík segir
frá því, að á fundi félagsins 13. jan.
1907 hafi verið lesið upp bréf frá
þremur mönnum úr Hafnarfirði, þar
sem þeir fóru þess á leit, að Dags-
brún hefði forgöngu um stofnun
verkamannafélags í Hafnarfirði. —
Menn þeir, er bréfið skrifuðu, voru
Jóhann Tómasson. Jón Þórðarson og
Gunnlaugur Hildibrandsson. Sam-
þykkt var á Dagsbrúnarfundinum að
fela stjórninni að senda tvo eða þrjá
menn til Hafnarfjarðar, í því skyni
að aðstoða við stofnun verkalýðsfé-
lags þar.
Hófst nú undirbúningur af fullum
krafti. Forgöngumennirnir gengu á
milli verkafólks í Hafnarfirði og
hvöttu það til að bindast samtökum
og koma á stofnfund hins fyrirhug-
aða félags.
Stofnfundur félagsins var haldinn
í Góðtemplar^húsinu í Hafnarfirði.
Auk hinna hafnfirzku forgöngumanna
um félagsstofnunina voru þangað
komnir fulltrúar frá Dagsbrún í
Reykjavík. Talið er, að um 40 manns,
karlar og konur, hafi gengið í félagið
sem var gefið nafnið „Verkamanna-
félagið Hlíf“. Fyrsti formaður var
kjörinn Isak Bjamason á Oseyri, síðar
bóndi í Fífuhvammi.
Næstu viku eftir stofnfundinn var
kappsamlega að því unnið að efla fé-
lagið og fjölga meðlimum þess, enda
varð árangur furðu mikill. Alþýðu-
Góðtemplarahúsið. Þar sem v.m.f. Hlíf var stofnað