Hjálmur - 19.01.1967, Blaðsíða 11
HJÁLMUR
11
Stjórn Hlífar (1957):
A 'fimmtíu ára
afmælinu.
Sitjandi, frá vinstri:
Helgi S. Guðmunds-
son, Hermann Guð-
mundsson, Ragnar
Sigurðsson, Pétur
Kristbergsson.
Standandi, frá
vinstri: Sveinn
Sveinsson, Bjarni
Rögnvaldsson, Ingvi
Jónsson.
alls 14 ár í stjórn), Jens Runólfsson,
Pétur Kristbergsson, Sigurður T. Sig-
urðsson, Bjarni Erlendsson og Sigur-
björn Guðmundsson.
Síðustu tíu árin (1957—1966).
Enda þótt hér verði fljótt yfir sögu
farið og á fátt eitt drepið að því er
varðar starfsemi „Hlífar“ síðasta ára-
tuginn, stafar það fremur af takmörk-
uðu rúmi blaðsins en hinu, að ekki sé
allmargra tíðinda að minnast frá
þessu tímabili. En þetta er það skeið
í sögu félagsins. sem mönnum ér eðli-
lega í ferskustu minni. Einnig má á
það benda, að félagsstarf allt hefur
nokkuð lengi verið í töluvert föstum
skorðum, enda sömu menn í forystu
að verulegu leyti. Itarleg félagssaga
þessara ára verður því að bíða seinni
tíma.
Kaupgjalds- og kjarabarátta hefur
að vanda verið stærsta viðfangsefni
félagsins þessi árin. Þær breytingar
hafa orðið á baráttuaðferðum verka-
lýðshreyfingarinnar í kaupgjaldsmál-
um, að í stað þess að hvert félag um
sig eða nokkur félög á samliggjandi
svæðum stæðu í þeirri baráttu út af
fyrir sig þá er á seinni tímum um stór-
um meiri samvinnu og víðtækari sam-
stöðu að ræða meðal verkalýðsfélaga
en áður var. Hefur ,,Hlíf“ tekið þátt
í þeirri samvinnu og átt sinn þátt í
því að koma á hinu breytta skipulagi.
Með stofnun Verkamannasambands
Islands vorið 1964 var stigið stærsta
skrefið til að samstilla verkamanna-
og verkakvennafélög um land allt til
sóknar í kaupgjalds- og kjaramálum.
Frumkvæðið kom frá „Hlíf“, en á
fundi félagsins 10. desember 1962 var
gerð samþykkt þess efnis, að skora á
Alþýðusamband íslands að hafa for-
göngu um stofnun sambands allra
verkalýðsfélaga innan þess. Alyktun
þessi hlaut góðar undirtektir. For-
göngu um stofnun sambandsins höfðu
þrjú stærstu verkalýðsfélög landsins,
„Hlíf“ í Hafnarfirði, Dagsbrún í
Reykjavík og Eining á Akureyri. —
Stofnfélög voru 23, með samtals um
8500 félaga. Hefur Hermann Guð-
mundsson, formaður „Hlífar“, átt
sæti í stjórn Verkamannasambandsins
frá upphafi.
Verkfallsverðir á eftirlitsferð.