Hjálmur - 19.01.1967, Blaðsíða 14

Hjálmur - 19.01.1967, Blaðsíða 14
14 HJÁLMUR „Hjálnrar" var gefinn út handskrif- aður árin 1912 til 1916, 1918, 1920 til 1922 og síðast 1924. Þá varð áratugs hlé á útkomu blaðsins, en árin 1935 og 1936 kom „Hjálmur“ út vélritaður í nokkrum eintökum, og var sem fyrr lesinn upp á félagsfundum. Arið 1942 var gefið út fyrsta prent- aða blaðið af „Hjálmi“, og þannig hefur hann komið út síðan. Að vísu hefur útgáfa blaðsins ekki verið reglu- bundin á þessu tímabili. Árin 1945 og 1946 féll hún niður. Mest fjör var í útgáfunni árið 1948, en þá komu út 10 tölublöð. Allmörg síðari árin hafa komið út 1—3 tölublöð á ári. Blaðið hefur jafnan flutt greinar um félagsmál og baráttumál verkalýðs- hreyfingarinnar, birt kauptaxta hafn- firzkra verkamanna o. fl. Hermann Guðmundsson hefur verið ritstjóri „Hjálms“ nær óslitið frá 1942. Þess má geta í sambandi við út- gáfustarfsemi félagsins, að auk þess sem kauptaxtar hafa oft verið birtir í „Hjálmi“. hafa þeir einnig verið gefnir út sérstakir, lengi vel fjölrit- aðir, en síðustu árin prentaðir í snyrti- legum bæklingum. Ritstjórar „Hjálms“ hafa þessir verið: Magnús Hallsson 1912—1916. Símon Kristjánsson 1918. Agúst Jóhannsson 1920—1922. Guðmundur Sveinsson 1924. Helgi Jónsson, Ólafur Jónsson og Hermann Guðmundsson (ritnefnd) 1942—1944. Ólafur Jónsson 1952. Hermann Guðmundsson 1947— 1951 og 1953 og síðan. Formenn „Hlífar“. Þessir menn hafa verið formenn félagsins: ísak Bjarnason 1907 (1 ár). Sveinn Auðunsson 1908—1912 og 1916—1918 (8 ár). Magnús Jóhannesson 1913 og 1914 (2 ár). Sigurjón Gunnarsson 1915 (1 ár). lýsingar úr skýrslu stjórnar um árið 1965, fluttri á aðalfundi 1966. ,,Á starfsárinu hafa verið haldnir 6 félagsfundnir, 2 trúnaðarráðsfundir, 6 trúnaðarmannafundir og 24 stjórn- arfundir.“ Hermann Guðmundsson hefur ver- ið formaður félagsins allt þetta tíma- bil. Aðrir forystumenn þess síðasta áratug hafa einkum verið þessir: Gunnar S. Guðmundsson, Ragnar Sigurðsson, Pétur Kristbergsson, Helgi S. Guðmundsson, Sigvaldi And- résson, Hallgrímur Pétursson, Sigurð- ur Guðmundsson. Blaðið „Hjálmur“. Árið 1912 hóf „Hlíf“ útgáfu á handskrifuðu blaði, sem nefnt var „Hjálmur". Var blaðið lesið upp á félagsfundum. Ritstjóri þess allmörg fyrstu árin var Magnús Hallsson. — Verkfallsráð Hlífar á fundi í júní 1961. Undirskriftir í sambandi við hið fræga júní samkomulag 1964. (Milli verkalýðssamtakanna, Ríkisstjórnar og atvinnurekendasamtakanna).

x

Hjálmur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjálmur
https://timarit.is/publication/1567

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.