Hjálmur - 19.01.1967, Blaðsíða 10

Hjálmur - 19.01.1967, Blaðsíða 10
10 HJALMUR Stjói'n Hlífar 1951. Standandi frá vinstri Jens Run- ólfsson, Þorsteinn Auðunsson, Bjarni Erlendsson. Sitjandi frá vinstri: Sigurður Þórðarson, Olafur Jónsson, Hermann Guðmundsson, Pétur Kristhergsson. Þó varð félagið stundum að heyja allharða baráttu, áður en samningar tækjust. Lengsta verkfall, sem félagið hefur átt í.: varð árið 1955. Stóð það um sex vikna skeið, frá 18. marz til 28. apríl, og var eitthvert hið lengsta og harðasta, sem háð hefur verið hér á landi. Félagsstarfsemi. A þessu tímabili voru gerðar ýmsar tilraunir til að efla starfsemi félagsins inn á við. Gáfu sumar þeirra allgóða raun, þótt for- ustumönnum þætti við ramman reip að draga, þar sem var skortur á al- mennum áhuga. Nokkrir menn innan félagsins, einkum úr hópi yngri kyn- slóðarinnar, beittu sér um skeið fyrir skemmti- og fræðslufundum að vetr- inum. Sérstök nefnd hafði þessa starf- semi með höndum. Gerðar voru nokkrar tilraunir til að halda uppi málfundastarfsemi innan félagsins, en sú viðleitni átti erfitt uppdráttar. Stjórn „Hlífar“ var frá upphafi skipuð 5 mönnum, kosnum á aðal- fundi. Sú skipan hélzt til ársins 1943. Þá var stjórnarmeðlimum fjölgað í 7, og skyldu þeir kosnir við allsherjar- atkvæðagreiðslu fyrir aðalfund. Árið 1953 voru lög félagsins tekin til gagngerðrar endurskoðunar og ný lög samþykkt árið eftir. Fólu þau í sér ýmsar breytingar, þar á meðal um kosningu trúnaðarmanna á vinnustöð- um. Eins og fyrr er frá sagt, hófst um- rætt tímabil í sögu „Hlífar á því, að nýir menn tóku við stjórn félagsins. Auk Hermanns Guðmundssonar, sem verið hefur formaður félagsins frá 1940, að árunum 1952 og 1953 undan- teknum, skulu hér nefndir eftirtaldir forystumenn frá þessum árum: Olafur Jónsson (formaður 1952 og 1953, sat 1. maí. Hátíðarhöld.

x

Hjálmur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjálmur
https://timarit.is/publication/1567

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.