Af vettvangi - 01.07.1994, Síða 1

Af vettvangi - 01.07.1994, Síða 1
VINNUVEITENPASAMBANP ISLANPS 4. TBL. / ályktun aðalfundar VSl var lögð rík áhersla á að bœta þyrfti starfsskilyrði atvinnulífssins og viðhalda stöðugleika til að fjölga störfum varanlega. Frídagar eru óvíða fleiri en hér á landi. VSÍ hefur bent á aðfjöldifrídaga er eitt þeirra atriða sem gera íslenskan vinnu- markað frábrugðinn öðrum. Stí ákvörðun að greiða 6.000 kr. eingreiðslu 1. júní síðastliðinn hefur verið mjög umdeild. Á baksíðu er gerð grein fyrir stöðu fulltrúa VSÍ í launanefnd. Efnahagsumbætur á Nýja-Sjálandi Efnahagslíf á Nýja-Sjálandi hefur á hðnum árum tekið stakkaskiptum. í upphafi níunda áratugarins blés ekki byrlega í nýsjálenskum efnahags- málum. Skattar og vextir voru himinháir og utanríkisviðskipti ein- kenndust af innflutningstakmörk- unum og útflutningsbótum. Landið, sem áður hafði komist vel af sem bresk nýlenda, safnaði nú gífurlegum skuldum. Að leikslokum kom árið 1982 þegar gripið var til allsherjar verðstöðvunar. Tveimur árum síðar var einni róttækustu umbótaáætlun í sögunni hleypt af stokkunum og árangurinn hefur verið ótvíræður. Steve Marshall, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Nýja-Sjá- lands, var gestur VSÍ á síðasta aðalfundi. Þar gerði hann ýtarlega grein fyrir þeim umbótum sem átt hafa sér stað í heimalandi hans. Útdráttur úr ræðu hann er á blaðsíðu 4 til 5. JÚLÍ1994 7. ÁRG. Aðatfundur VSÍ1994 Magnús Gunnarsson, formaður VSÍ í rœðustól Þ ann 31. maí síðastliðinn var aðalfundur VSÍ haldinn. Á fundinum var Magnús Gunn- arsson endurkjörinn formaður en auk hans fluttu Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra og Steve Marshall, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands Nýja-Sjálands, erindi. Vaxtarskilyrði hafa skapast Magnús sagði í ræðu sinni að íslendingum hefði lánast bærilega að takast á við stundarvanda og að náðst hefði að færa út- gjöldin að fallandi tekjum. Með þeim hætti hefðu skapast vaxtarskilyrði og sprotarnir væru nú þegar famir að líta dagsins ljós. En það þyrfti að hraða þessari uppbyggingu og þar þyrfti að koma til samstaða allra þjóðfélagsafla. Skilgreina þyrfti stöðu okkar í heiminum og hverjir væru okkar styrkleikar og veikleikar og í hverju sóknarfærin lægju. Þannig þyrfti að greina á milli innri og ytri skilyrða, hverju við gætum breytt sjálf án afskipta annarra og hvað við þyrftum að semja um við aðra. Ný vinnumarkaðslöggjöf Magnús gerði vinnulöggjöfina að umtalsefni í ræðu sinni. Nú væri nauðsynlegt að skapa skýrar og almennar leikreglur sem færðu ábyrgðina á aðilana sjálfa og drægju þar með úr einokun á vinnumarkaði okkar. Ótak- markaður réttur smáhópa til að fara sínu fram án tillits til hagsmuna samstarfsmanna eða viðskiptamanna græfi undan atvinnu og ylli öllu samfélaginu stórfelldu tjóni. Kjarasamningar til tveggja ára Magnús sagði að við gerð kjarasamninga væru teknar stórar ákvarðanir um starfsumhverfi atvinnuhfs á hverjum tíma. Hann lagði á það áherslu að markmið þeirra hefði um hríð fyrst og fremst verið að ná tökum á verðbólgu, skapa skilyrði fyrir vaxtalækkun og stuðla að fjölgun starfa með markvissum umbótum á samkeppnisstöðu í ágætu samstarfi við stjórnvöld. En gildandi kjarasamningar rynnu sitt skeið um næstu áramót og taldi Magnús mjög brýnt að þá lægi fyrir skýr stefnumótun um það hvað tæki við. Langur samningstími skapaði nauðsynlega festu í rekstri fyrirtækja og væri því sjálfstætt keppikefli. Atvinnu- rekendur hlytu því að leita eftir samningum til a.m.k. tveggja ára, þegar gildandi samningar rynnu sitt skeið og leggja þar höfuðáherslu á að varðveita stöðugleika í verðlagsmálum, og raunar taka hann fram yfir önnur markmið. Þá væri tímabært að endurskoða ýmislegt í samningum einstakra atvinnugreina til að auka sveigjanleika og bæta þar með nýtingu fastafjármuna. Framhald ú bls. 2.

x

Af vettvangi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Af vettvangi
https://timarit.is/publication/1566

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.