Af vettvangi - 01.07.1994, Qupperneq 2

Af vettvangi - 01.07.1994, Qupperneq 2
Fratnhald af bls. 1. Ályktun aðatfundar VSÍ 31. maí 1994 Fimmtíu ára saga íslenska lýðveldisins hefur einkennst af framförum og vaxandi velmegun. Sá vöxtur byggðist á bættum viðskiptakjörum og vaxandi nýtingu sjávarfangs. En agaleysi var útbreitt og ól af sér margfalt meiri verðbólgu en í nálægum löndum. Aflaskerðingu síðustu ára og lækkandi verði á útflutningsmörkuðum hefur fylgt stöðnun og samdráttur. Við þær aðstæður hefur á hinn bóginn tekist að ná tökum á gömlum vandamálum, verðbólgu og skuldasöfnun. Bætt starfsskilyrði, fleiri störf Stefnan í efnahagsmálum hlýtur óhjákvæmilega að markast af fyrirsjáanlegri fjölgun fólks á vinnumarkaði langt umfram fjölgun starfa. Allar ákvarðanir á sviði efnahags- og kjaramála verða því að rniða að því að glæða vöxt og fjölga störfum varanlega í atvinnulífinu. Erfiðleikum í atvinnu- málunum verður ekki mætt með ein- földum skammtímalausnum. Eini raunhæfi kosturinn er að treysta innviðina, bæta starfsskilyrði atvinnu- lífsins og láta stöðugt verðlag hafa forgang umfram önnur markmið. Arðsöm fyrirtæki skapa störf Á undanförnum misserum hefur sam- keppnisstaða fyrirtækja verið bætt með markvissum hætti að frumkvæði aðila vinnumarkaðarins og í samvinnu við stjórnvöld. Brýnt er að halda áfram á þessari braut. En því aðeins aukast fjárfestingar að arðsemi fyrirtækjanna sé góð, því einungis arðsöm fyrirtæki geta skapað vel launuð störf til frambúðar. Vinnuveitendasambandið kallar því eftir stefnumörkun sem hafi það megin- markmið að tryggja íslenskum fyrir- ækjum betri starfsskilyrði en fýrirtæki búa við í okkar samkeppnislöndum. Endurnýja þarf kjarasamninga til tveggja ára í þeirri stefnumörkun þarf m.a. að felast niðurfelhng eignarskatta fjármuna sem bundnir eru í atvinnurekstri og öðrum íþyngjandi skattaákvæðum miðað við keppinauta erlendis. Kjarasamninga þarf að endurnýja til tveggja ára í því augnamiði að auka atvinnu. Samnings- ákvæði um vinnutíma þarfnast endur- skoðunar til að bæta nýtingu fram- leiðslutækjanna. Endurskoða þarf vinnulöggjöfina þannig að dregið verði úr möguleikum smáhópa á að valda stórtjóni með verkfallsað- gerðum. Þá er brýnt að lækka kostnað og auka hagkvæmni í opin- berum rekstri. Agi sam- keppninnar er rétta leiðin að því marki. Því ber að auka kaup opinberra aðila á vörum og þjónusm af einkaaðilum á samkeppnismarkaði. Tryggja verður ávinning EES Á sviði utanríkismála er brýnt að tryggja ávinninginn af EES-samningnum ef önnur EFTA-ríki ganga í ESB. Samkeppnisstaða sjávarútvegs versnar við þær breytingar og staða íslands verður önnur en vænst var strax á næsta ári, ef til kemur. Við þessum nýju að- stæðum þarf að bregðast af yfirvegun og ábyrgð. Samtök atvinnulífsins gaum- gæfa nú stöðu íslands á alþjóða- vettvangi, einkum þá þætti hennar sem snúa að tengslum íslands og ESB. Fyrir árslok þurfa að liggja fyrir skýrir valkostir í þessu efni og rneð hvaða skilmálum hagsmunir íslendinga verði best tryggðir í samskiptum við ESB. Samskipti íslands við aðrar þjóðir Að endingu ræddi Magnús samskipti íslands við aðrar þjóðir. Sagði hann meðal annars að flestir hefðu vænst að í EES-samningnum fælist fullnægjandi trygging fyrir brýnustu viðskiptahagsmunum íslendinga á allra næsm árum. Nú hefðu aðstæður breyst hraðar en flestir sáu fyrir og ef allt færi eins og stjórnvöld í hinum EFTA-ríkjunum stefndu að, þá yrðum við einir eftir á EFTA-væng EES- samningsins í upphafi næsta árs. Það jafnvægi sem samningurinn byggði á hefði þá augljóslega raskast og einhverra úrræða væri þörf. Magnús nefndi tvo kosti. f fyrsta lagi að rneð samningum við ESB tækist að þróa EES- samninginn þannig að íslenskir hagsmunir yrðu fullkomlega tryggðir í framtíðinni eða að kanna möguleika á aðild með einhverjum hætti. Magnús lagði á það áherslu að í báðum tilvikum væri þó augljóst að við yrðum sjálf að skilgreina hvaða lágmarks- þarfir sammngur um tengsl við ESB þyrfti að uppfylla, svo framtíðarhagsmunir íslendinga væru tryggðir. Samtök atvinnulífsins væru um þessar mundir að vinna úttekt á þessum málum svo við gætum síðar á þessu ári komið fram með heilsteypta, rökstudda niðurstöðu og tillögur af atvinnuh'fsins hálfu. EES tryggir stöðu fyrirtækja Davíð Oddsson forsætisráðherra gerði einnig stöðu íslands á alþjóðavettvangi að umtalsefni og taldi stöðu íslenskra fyrirtækja í alþjóða- viðskiptum trygga með þeim samningum sem ísland hefði gerst aðili að, svo sem EES og GATT. Hefðu íslendingar hins vegar ekki gerst aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu væri þeim við núverandi aðstæður nauðugur einn kostur að sækja um aðild að Evrópu- sambandinu. EES-samningurinn hefði svig- rúm til að tryggja alla helstu viðskipta- hagsmuni okkar án þeirra skuldbindinga sem í aðild fælust. Davíð sagði enn fremur að íslendingar yrðu að tryggja að Evrópu- sambandið stæði við þær skuldbindingar sem í EES-samningnum fælust. 2

x

Af vettvangi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Af vettvangi
https://timarit.is/publication/1566

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.