Fræðaþing landbúnaðarins - feb. 2010, Síða 19
MÁLSTOFA A – ORKUBÓNdINN - SJÁLFBæR ORKUVINNSLA | 19
Margar rannsóknir hafa verið gerðar á gashæfni kúamykju erlendis og er þá oftast
verið að skoða mun á gasmyndun milli gripa eftir því hvar þeir eru staddir á
mjaltaskeiðinu og eða hvernig þeir eru fóðraðir. Niðurstöður ýmissa rannsókna á
metanframleiðslu úr kúamykju má sjá í 1. töflu. Rannsóknirnar eru ekki allar
framkvæmdar nákvæmlega eins þó í flestum sé notast við svokallaða lotu ()
aðferð. Notast er við mismunandi hitastig, gerjunartími er breytilegur og magn smits
er mismunandi. Í sumum rannsóknum er smit aukið til að stytta tímann að endapunkti
gasframleiðslu en það getur þó aukið ónákvæmni rannsóknar.
Niðurstöður ýmissa erlendra rannsókna á metanframleiðslu nautgripa (l CH4 kg1 LÞE).
Mt ± st.frv. Gerjunartími (dagar) °C Flokkur nautgripa/nyt/fóðrun
100 110 35 Kýr/gróffóður (smári + steinefni) a
124 110 35 Kýr/kjarnf. og vothey (maís) a
150 110 35 Kýr/kjarnf., gróffóður og steinefni a
207 ± 6 110 35 Kýr/kjarnf., gróffóður, bygg og steinefni a
161 ± 3 110 35 Kýr/kjarnf., vothey (smári+maís) og steinefni a
296 ± 26 153 30 Kýr/hefðbundin fóðrun ()b
234 ± 36 153 30 Kýr/lífræn fóðrun () b
286 ± 18 153 30 Kýr/aðkeypt fóður () b
137 60 38 Kýr/lágmjólka 1/hey og vothey c
132 60 38 Kýr/lágmjólka 2/hey, vothey og maís vothey c
166 60 38 Kýr/meðalmjólk 1/hey, vothey og maís vothey c
143 60 38 Kýr/meðalmjólk 2/hey og votheyc
126 60 38 Kýr/hámjólka 1/hey, vothey og maís vothey c
159 60 38 Kýr/hámjólka 2/hey og vothey c
233 ± 20 100 35 Kýrd
184 17 53 Kjötframleiðslu gripir e
a) Møller, Sommer, & Ahring, 2004.
b) Vedrenneo.fl., 2008.
c) Amon o.fl., 2007.
d) Lehtomäki, Huttunen & Rintala, 2007.
e) Omaro.fl., 2008.
Það finnast lífgasvirkjanir víða í heiminum en tæknistig þeirra er mjög breytilegt, að
hluta til vegna aðstæðna svo sem stærð búa og veðurfars en eflaust einnig að hluta til
vegna fjármagns. Í Asíu hafa til að mynda verið reknar frumstæðar, handvirkar
lífgasvirkjanir í marga áratugi. Hátækni virkjanir hafa hins vegar ekki verið reknar
nema í 2025 ár í Evrópu. ækniþróunarstig annars staðar í heiminum liggur þarna
einhvers staðar á milli. Ástæður fyrir starfrækslu lífgasvirkjana eru einnig breytilegar
eftir heimshlutum. Megin ástæðan í Kína og Indlandi er til dæmis að framleiða orku
til að nýta við eldamennsku og lýsingu, lífmassinn sem eftir verður er síðan nýttur á
ræktunarlönd. Þar sem völ er á annarri ódýrri orku eins og í Arabíu hefur megin
ástæðan þar verið að minnka lyktarmengun og fá góðan áburð. Í Vestur Evrópu hefur
ein helsta driffjöðrin hins vegar verið nauðsynjar á að þróa endurnýjanlega orku til að
draga úr gróðurhúsaáhrifum, auk þess sem bændur sjá sér hag í þessu (Fischer &
Krieg, 2001). Virkjun metans er ekki óþekkt hér á landi og hefur Metan hf í samstarfi
við Sorpu bs rekið gasvinnslu og gashreinsikerfi í Álfsnesi frá árinu 2003.
Niðurstöðurnar sem hér eru kynntar eru úr MS verkefni Svanhildar Ósk Ketilsdóttur
(2010) og er hluti af NÁL (nýting á lífrænum úrgangi) verkefni Landbúnaðarháskóla
Íslands (LbhÍ). Meginmarkmið MSverkefnisins er að auka þekkingu á möguleikum
metanvinnslu úr kúamykju á Íslandi og leita á svara við eftirfarandi spurningum:
Hver eru gæði íslenskrar kúamykju til metanframleiðslu.
Hvað getur mykja á Eyjafjarðarsvæðinu framleitt mikið metan í einni miðlægri stöð.