Fræðaþing landbúnaðarins - Feb 2010, Page 20
| FRæðAÞING LANdBúNAðARINS 7, 201020
Hverjar eru nauðsynlegar forsendur fyrir slíkri stöð.
Verkefnið er styrkt af orkusjóði Orkuveitu Reykjavíkur og Alcoa.
Alls voru tekin 60 sýni, 16 mykjusýni úr 8 haughúsum og 44 skítasýni beint frá
gripum. Sýnataka fór fram í apríl og maí vorið 2008. Sýni úr haughúsi voru tekin á 8
bæjum með mismunandi afurðastig, tvö sýni á hverjum bæ. Auk þess voru á þremur
af þessum bæjum, Möðruvöllum (básafjós), Stóra Ármóti (básafjós) og Hvanneyri
(lausagöngufjós) tekin skítasýni frá kúm um einum mánuði frá burði, kúm um 6
mánuðum frá burði, geldkúm og geldneytum. Hámarks gashæfni mykju og skítasýna
var ákvörðuð í svokölluðum lotu tilraunum ( ) sem voru
framkvæmdar á tímabilinu apríljúní 2009 hjá (SBF) í
Linköping í Svíþjóð. Sýnin voru geymd fryst frá því er þau voru tekin þar til mælingar
á þeim hófust. Til að meta magn kúamykju sem fellur til í Eyjafirði og
metanframleiðslugetu hennar voru unnar upplýsingar úr forðagæsluskýrslum og
nautgripaskýrsluhaldi Bændasamtaka Íslands og byggingargögnum Búnaðarsambands
Eyjafjarðar og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar. Vegalengdir voru mældar í
loftmyndagrunni Loftmynda ehf (Svanhildur Ósk Ketilsdóttir, 2010).
Niðurstöður gasmælinga sýndu að heildar lífgasframleiðsla og hlutfall metans var
yfirleitt hærra í mykjusýnunum en í skítasýnunum (1. og 2. mynd). Á myndunum má
einnig sjá að þó að heildar lífgasframleiðsla sé svipuð hjá tveimur flokkum t.d. þá
getur verið töluverður munur á metanstyrk í gasinu hjá þessum sömu flokkum.
Gasframleiðslan í mykjunni og skítnum var breytileg eftir bæjum og í skítnum var
framleiðslan einnig breytileg á milli flokka nautgripa, mest var framleiðslan hjá kúm
einum mánuði eftir burð eða að meðaltali 252 ml CH4 g1 LÞE en minnst hjá geldkúm
177 ml CH4 g1 LÞE. Í öllum flokkum var framleiðslan langmest fyrstu 10 dagana en
eftir það dró úr henni. Eftir 20 daga var hjá öllum flokkum komið 8085% af heildar
metanframleiðslunni þegar miðað var við 36 daga, sem heildar gerjunartíma og 37°C
hita. Frekar lítil en jöfn metanmyndun átti sér stað eftir það og reyndar áfram út
mæliskeiðið sem var allt að 56 dagar. Þetta eru svipaðar niðurstöður og Lehtomäki
o.fl. (2007) fengu út. Hjá þeim var 88% metanframleiðslunnar komin eftir 20 daga en
þar miðuðu þeir þó við mun lengri gerjunartíma eða 100 daga og hitastigið var örlítið
lægra eða 35°C. Meiri hluti metanframleiðslunnar var einnig komin hjá Møller o.fl
(2004) eftir 2030 daga en hjá þeim var heildar gerjunartíminn 110 dagar og hitastigið
35°C. Bendir þetta til að ekki sé hagkvæmt að hafa gerjunartímann mikið lengri en 30
daga. Í lífgasvirkjunum í Evrópu, sem vinna gas úr búfjáráburði, er gerjunartíminn
oftast um 2040 dagar. Gerjunartíminn fer þó einnig eftir gerð gerjunartanks og
hitastigi (HjortGregersen, 1999 Gunnlaugur Friðbjarnarson, 2001). Birna S.
Hallsdóttir og Björn H. Halldórsson (1998) benda á að gerjunartíminn taki mið af
niðurbrotshlutfalli lífræns efnis. Fræðilega væri hægt að brjóta allt lífræna efnið niður
ef ekkert lignín væri í massanum. Það sé hins vegar ekki hagkvæmt þar sem það taki
of langan tíma.