Fræðaþing landbúnaðarins - Feb 2010, Page 23
MÁLSTOFA A – ORKUBÓNdINN - SJÁLFBæR ORKUVINNSLA | 23
gripnum. Líkleg skýring á að þessu er öfugt farið er trúlega sú að talsvert af lífrænum
úrgangi, eins og t.d. moð og hey slæðist ofaní haughús og þessi úrgangur hefur mun
meiri metanframleiðslugetu en hreinn skítur (Lehtomäki o.fl., 2007). Auk þess sem
efnahlutföll í mykju annars vegar og skít hinsvegar eru ekki eins og hugsanlega skapar
mykjan betra gerjunarumhverfi en skíturinn fyrir metanbakteríur. Niðurstöður
rannsóknarinnar sýna að gæði íslenskrar kúamykju til metanframleiðslu er mikil þar
sem metanframleiðsla á g LÞE mældist yfirleitt hærri hér bæði í mykju og skít, en í
þeim erlendu rannsóknum, sem skoðaðar voru til samanburðar. Þessar niðurstöður
vekja þó óneitanlega upp spurningar er varða fóðurgerð, fóðursamsetningu og
fóðurnýtingu íslenskra nautgripa.
Heildarfjöldi kúa í Eyjafirði miðað við all bæi, sem höfðu 20 kýr eða fleiri var
samkvæmt forðagæsluskýrslu 20062007 4.553. Heildarfjöldi geldneyta og kálfa á
þessum sömu bæjum var 6.282. Í heildina voru þetta því 10.835 gripir og samkvæmt
kýreiningu 7.788 gripir sem deilast niður á 98 bæi. Heildarmagn mykju sem fellur til á
Eyjafjarðarsvæðinu er áætlað 139.326 tonn á ári (2. tafla), reiknað út frá áætluðu
magni fóðurs og meltanleika þess. Miðað var við að þurrefnisinnihald mykju væri 7%,
að meltanleiki gróffóðurs væri 70% og meltanleiki kjarnfóðurs og korns 85%. Út frá
því fékkst að heildar magn LÞE væru 8.777 tonn. Óvissuþættir útreikninganna geta þó
m.a. verið fóðurnýting (sem er óþekkt), gæði upplýsinga um magn fóðurs og það
magn mykju sem hlýst af kjarnfóðurgjöf yfir beitartímann, þar sem það magn hefur
ekki verið dregið frá ársgjöfinni. Gróffóðurmagn kúabúa var fengið úr
forðagæsluskýrslum og reiknað með að allt það fóður nýtist til metanvinnslunnar, líka
það sem nýtt er í sauðfé og hross en það er mjög lítill hluti af heildarfóðrinu.
Heildarstærð ræktaðs land á bak við framleiðsluna er 4.922 ha ef einungis er miðað
við ræktanlegt land á jörðum kúabúanna. Meðalmykjumagn af ha er þá 28,3 t eða 1,8 t
LÞE. Það er þó vitað að margir heyja víðar en á sínum jörðum og er ha fjöldinn því
trúlega vanmetin hér.
Áætlað árlegt magn mykju byggt á fóðurnotkun samkvæmt forðagæsluskýrslum á 98 kúabúum
í Eyjafirði.
a) ME ÞE = meltanlegt þurrefni
b) LÞE = lífrænt þurrefni
Þegar miðað er við meðal metanframleiðslu mykju úr haughúsum samkvæmt
niðurstöðum rannsóknarinnar, 263 ml CH4 g1 LÞE ætti heildar metanframleiðslan á
ári að vera 2.312.250 m3. Ef ársframleiðslan að magninu til er borin saman við
ársframleiðslu miðlægra virkjana í Danmörku skv. samantekt Seadi (2000a) kemur í
ljós að framleiðslan er sambærileg við margar virkjanir þar. Flestar gasvinnslur eru þó
með einhverskonar samgerjun því búfjáráburður hefur frekar litla gashæfni en er engu
að síður nauðsynlegur til að halda réttum stöðugleika í ferlinu.
Fóðurtegund
Fóður
t ÞE
ME ÞEa
%
Mykja
t ÞE
Mykja á ári
(7% ÞE) t
LÞEb
t
Þurrhey 3.428 70 1.028 14.690 925
Vothey 24.955 70 7.487 106.951 6.738
Kjarnfóður 7.210 85 1.081 15.450 973
Korn 1.043 85 156 2.235 141
Alls 36.636 9.752 139.326 8.777