Fræðaþing landbúnaðarins - Feb 2010, Page 110
| FRæðAÞING LANdBúNAðARINS 7, 2010110
annars vegar, s.s. bein notkun stofnsins ásamt gildi hans fyrir fjölbreytni í búskap og
afurðum og hins vegar óviss verðmæti (values under uncertainty) sem m.a. felast í
möguleikum á að bregðast við óþekktum aðstæðum sem gætu falist í eiginleikum
viðkomandi stofns. Undir þekkt verðmæti falla óbein not af erfðaauðlindinni eins og
gildi þess að sjá gripi í umhverfinu (ferðaþjónusta) og gildi þess í hugum fólks að vita
af tilvist viðkomandi stofns, sem getur verið fremur tengt menningu og sögu en
framleiðslu afurða. Virði erfðafjölbreytni og erfðafræðilegrar sérstöðu sem ekki hefur
hagrænt gildi fyrir framleiðslu, flokkast hins vegar undir óviss verðmæti sem ekki er
hægt að fullyrða um hvort muni nýtast beint en hægt er að líta á sem nokkurs konar
tryggingu. Hægt er að líta á virði búfjárstofna ýmist út frá sjónarhóli bændanna sem
búa með gripina eða út frá sjónarhóli almennings sem eftir atvikum nýtir afurðir þeirra
eða hefur tilfinningu fyrir tilvist stofnsins.
Rannsóknir á erfðafjölbreytni í íslenska kúastofninum sýna að stofninn raðast ofarlega
í samanburði á framlagi til heildarbreytileika kúastofna í Evrópu (Tapio 2006;
Bennewitz 2006). Rannsóknir á erfðamengi íslenska kynsins eru takmarkaðar
enn sem komið er en ný rannsókn sýnir að finna má einstæða fjölbrigðni í stofninum
(Margrét G. Ásbjarnardóttir, 2008
Vísbendingar eru um að neytendur meti íslenska kúakynið mikils, sem gæti átt sér
margar skýringar. Verðmæti eru tengd eiginleikum afurðanna, t.d. bragði og
efnainnihaldi mjólkurinnar. Sömuleiðis getur verðmæti tengst tilvist íslenska
kúakynsins, óháð framleiðslu mjólkurafurða. Íslendingum gæti þótt mikilvægt að
viðhalda litafjölbreytni kúastofnsins eða þótt saga kúakynsins svo samofin sögu
þjóðarinnar að nauðsynlegt sé að viðhalda kyninu. Það er hins vegar miklum
vandkvæðum bundið að meta virði eiginleika sem ekki eru seldir á mörkuðum. Á
meðan ekki eru seldar mjólkurvörur hér á landi sem framleiddar eru með kúm af
öðrum kynjum en því íslenska eru hvorki til gögn um virði eiginleika mjólkur úr
íslenskum kúm frekar en um virði tilvistar kúakynsins
Íslenskum neytendum býðst nú fjölbreytt úrval matvæla sem bæði eru framleidd hér
og flutt inn frá nær öllum heimshornum. Íslenskir neytendur eru því vel í stakk búnir
að taka afstöðu til vöru eftir uppruna hennar og mismunandi eiginleika sem tengjast
framleiðslu með íslenskum búfjárkynjum samanborið við erlendkyn.
Miklar framfarir hafa orðið í mati á vilja neytenda til að greiða fyrir ólíkar vörur og
eiginleika þeirra á undanförnum árum. Svokallað skilyrt verðmat (contingent
valuation) hefur verið notað um áratuga skeið til að meta verð vara sem ekki eru
seldar á mörkuðum (Bateman & Willis 1999; Hanemann 1999). Aðferðafræðin
byggir á spurningakönnunum þar sem vörum er lýst og neytendum boðið að velja á
milli ólíkra kosta á mismunandi verði. Niðurstöðurnar eru síðan notaðar til að meta
greiðsluvilja (willingness to pay) fyrir ólíkar vörur eða eiginleika. Notkun þessarar
aðferðafræði er útbreidd í umhverfishagfræði en annmarkar hennar felast í því að hún
byggir á ímynduðum markaði. Rannsóknir hafa sýnt að svo lengi sem neytendur þurfa
ekki að greiða fyrir vöruna sem þeir segjast munu velja í raun og veru, skapast hætta á
því að svörin litist af viðhorfum neytandans til vörunnar sem í boði er og taki ekki
nægilegt tillit til verðs hennar. Þannig getur skilyrt verðmat leitt til ofmats á
raunverulegumgreiðsluvilja neytenda.
Á undanförnum árum hefur færst í vöxt að beita tilraunauppboðum fremur en
skoðanakönnunum til að mæla greiðsluvilja (Lusk et al, 2001, Melton et al, 1996) þar
sem vara sem meta á er raunverulega seld neytendum á uppboði. Kostir
tilraunauppboða eru að raunveruleg viðskipti fara fram þannig að neytendur taka