Fræðaþing landbúnaðarins - Feb 2010, Page 114
| FRæðAÞING LANdBúNAðARINS 7, 2010114
Niðurstöður úr mati á muninum á greiðsluvilja fyrir mjólk úr íslenskum kúm
samanborið við mjólk úr erlendum kúm er að finna hér að neðan. Tölurnar í töflunni
mæla muninn í greiðsluvilja. Því má túlka þær sem afsláttinn sem gefa þurfti af mjólk
erlendra kúa að meðaltali til að jafn líklegt sé að neytandinn mundi velja þá vöru.
. Niðurstöður um meðalafslátt (kr/lítra) sem gefa þyrfti af nýmjólk úr erlendum kúm til að
jafnlíklegt sé að neytendur velji þá vöru og nýmjólk úr íslenskum kúm, ásamt skekkju (SE),
öryggismörkum og niðurstöðu Kjíkvaðrat prófs.
Breyta Stuðull SE 2,5% öryggismörk 97,5% öryggismörk Kjíkvaðrat (2)
Fasti 57,6 2,1 53,5 61,6 769,5 0,000
Kvarði 22,6 1,5 19,9 25,8
Samkvæmt niðurstöðunum þarf að bjóða 58 króna afslátt af mjólk úr erlendum kúm til
að jafn líklegt sé að neytendur velji hana, eða um 52%. Krafan um afslátt er heldur
minni fyrir ostinn, eða um 43% (2. tafla). Ljóst er að þessi mikli afsláttur sem
neytendur krefjast er til marks um verulega sterka tryggð þeirra við íslenskar
mjólkurvörur.
Niðurstöður um meðalafslátt (kr/kg) sem gefa þyrfti af brauðosti úr mjólk erlendra kúa til að
jafnlíklegt sé að neytendur velji þá vöru og brauðost úr mjólk íslenskra kúa, ásamt skekkju (SE),
öryggismörkum og niðurstöðu Kjíkvaðrat prófs.
Breyta Stuðull SE 2,5% öryggismörk 97,5% öryggismörk Kjíkvaðrat (2)
Fasti 555,9 21,0 514,8 597,1 701,0 0,000
Kvarði 288,2 16,6 257,4 322,7
Áhugavert er að kanna hvaða viðhorf eða bakgrunnsbreytur hafa áhrif greiðsluvilja.
Töflurnar hér að neðan sýna áhrif nokkurra breyta á kröfuna um afslátt. Þær eru hvort
neytandinn telji afurðir íslenskra kúa betri (Isl_Mjolk_Betri/Isl_Ost_Betri), hvort
neytandinn er tilbúinn að greiða meira fyrir afurðir vegna eiginleika eða uppruna
(Greiða_Meir), fjöldi fólks í heimili (Fj_heimili), aldur og tekjur.
Niðurstöður um áhrif viðhorfa og bakgrunnsbreyta á meðalafslátt (kr/lítra), sem gefa þyrfti af
nýmjólk úr erlendum kúm til að jafnlíklegt sé að neytendur velji þá vöru og nýmjólk úr íslenskum kúm,
ásamt skekkju (SE), öryggismörkum og niðurstöðu Kjíkvaðrat prófs.
Breyta Stuðull SE 2,5% öryggismörk 97,5% öryggismörk Kjíkvaðrat (2)
Fasti 15,2 8,6 1,6 32,0 3,2 0,076
IslMjólk_Betri 15,7 4,2 7,5 24,0 14,0 0,000
Greiða_Meir 8,2 1,3 5,6 10,8 38,0 0,000
Fj_heimili 1,36 1,49 1,56 4,28 0,84 0,361
ldur 0,05 0,13 0,21 0,30 0,12 0,724
Tekjur_u 0,01 0,01 0,02 0,00 2,18 0,140
Kvarði 17,9 1,4 15,4 20,9
Eins og sjá má hafa viðhorf til eiginleika mjólkurvara úr íslenskri mjólk mikil áhrif á
greiðsluviljann ásamt viljanum til að greiða almennt meira fyrir vörur með
eftirsóknarverða eiginleika. Á hinn bóginn hafa bakgrunnsupplýsingar ekki marktæk
áhrif á greiðsluvilja, sbr. tilgátuprófanir fyrir breyturnar fjöldi í heimili, aldur og
tekjur.