Fræðaþing landbúnaðarins - Feb 2010, Page 115
MÁLSTOFA C – ERFðIR – AðBúNAðUR | 115
Niðurstöður um áhrif viðhorfa og bakgrunnsbreyta á meðalafslátt (kr(kg) sem gefa þyrfti af
brauðosti úr erlendum kúm til að jafnlíklegt sé að neytendur velji þá vöru og brauðost úr mjólk
íslenskra kúa,
Breyta Stuðull SE 2,5% öryggismörk 97,5% öryggismörk Kjíkvaðrat (2)
Fasti 127,9 85,4 39,5 295,2 2,2 0,134
Ísl_Ost_Betri 230,4 36,9 158,2 302,7 39,1 0,000
Greiða_Meir 101,8 12,3 77,8 125,8 68,9 0,000
Fj_heimili 12,2 13,4 38,5 14,2 0,8 0,365
Aldur 0,46 1,24 2,89 1,97 0,14 0,710
Tekjur_u 0,03 0,06 0,14 0,08 0,25 0,615
Kvarði 201,6 14,1 175,8 231,2
Rétt er að benda á að fasti líkansins (Fasti) metur greiðsluvilja þeirra sem ekki þykja
mjólkurvörur úr íslenskri mjólk afgerandi betri eða sem almennt eru tilbúnir að greiða
sérstaklega fyrir uppruna eða eiginleika. Niðurstöðurnar sýna að þessi greiðsluvilji er
ekki marktækt frábrugðinn 0. Það hlýtur að styrkja nokkuð niðurstöðuna enda ættu
þeir sem ekki taka mjólkurvörur úr mjólk íslenskra kúa framyfir mjólkurvörur úr
mjólk erlendra kúa ekki að hafa neinn greiðsluvilja tengdan uppruna mjólkurinnar.
Íslenska kúakynið sem er gamalt ræktað landkyn með afar lítið af „framandi“
erfðaefni. Þrátt fyrir lítinn erfðahóp hafa nýjar athuganir sýnt að erfðaframfarir eru að
nást fyrir alla þætti í kynbótaeinkunninni fyrir suma eiginleikana eru þær litlar
(Magnús B. Jónsson og Ágúst Sigurðsson, 2009). Heildar erfðaframfarir í stofninum
eru þó nokkru lægri en í þeim kúakynjum sem mestur áhugi er á að sækja til kynbóta.
Í nýlegum rannsóknum hefur komið fram að aukning skyldleikaræktar í kúastofninum
er á bilinu 0,40,8 % á kynslóð og að virk stofnstærð var vel yfir 100 gripir (Þorvaldur
Kristjánsson o.fl.,2006; Margrét G. Ásbjarnardóttir, 2008). Þessar niðurstöður ásamt
nýlegum athugunum á erfðaframförum í stofninum benda eindregið til þess að enn
sem komið er sé ekki ástæða til að óttast erfðafræðilega auðn í íslenska kúastofninum.
Íslenska kúakynið er einn þeirra staðbundnu erfðahópa ennþá eru undirstaða og megin
framleiðslustofn viðkomandi lands. Taka þarf tillit til margra þátta ef breyta á slíku
fyrirkomulagi, s.s. samkeppnisstöðu greinarinnar, viðhorfum samfélagsins og
alþjóðlegum skuldbindingum eins og Ríósáttmálanum sem Ísland er aðili að, en þar er
hverri þjóð gert skylt að varðveita þann erfðabreytileika sem fólginn er í búfjárkynjum
viðkomandi lands. Aðferðum við varðveislu búfjárkynja er gjarnan skipt í þrjá
meginflokka
Þetta felur í sér að kynbótaskipulag fyrir viðkomandi búfjárkyn tekur bæði til þess að
ná sem mestum kynbótaframförum og að skyldleikaræktaraukningin verði takmörkuð
eins og kostur er. Þetta þýðir í raun að settar eru skorður fyrir óheftri notkun bestu
kynbótagripanna og þar með ótæpilegri aukningu skyldleikaræktar sem jafnframt
getur takmarkað hámarks erfðaframfarir.
.
Þetta felur í sér að viðkomandi búfjárkyn er aðeins varðveitt í þeim tilgangi að
viðhalda erfðavísasafni þess. Megin áhersla kynbótastarfsins er að viðhalda
erfðabreytileikanum og lítil áhersla er lögð kynbótaframfarir. FAO hefur sett fram