Fræðaþing landbúnaðarins - feb. 2010, Síða 117
MÁLSTOFA C – ERFðIR – AðBúNAðUR | 117
viðhalda viðunandi erfðabreytileika í varðveislukyninu svo framarlega sem staðið er
við allar forsendur aðferðarinnar.
Kyninu mun hins vegar hraka kynbótalega, þar sem nær ekkert úrval mun geta átt sér
stað og mismunur milli varðveislukynsins og framleiðslukynsins eykst eftir því sem á
líður. Ástæðan er sú að sáralitlar erfðaframfarir í varðveislukyninu verða neikvæðar
þegar til lengri tíma er litið en í áður nefndri skýrslu er gert ráð fyrir áframhaldandi
erfðaframförum í íslenska kúakyninu. Ræktunarstarf í hinum nýja stofni yrði í reynd
mjög svipað og er í dag að því undanskyldu að nýju erfðaefni yrði blandað inn
skipulega og eftir fyrirfram gerðri kynbótaáætlun sem hámarkaði mögulegar
erfðaframfarir þó með einhverri hömlun á aukningu skyldleikaræktar. Við þá bændur
sem tækju verkefnið að sér yrði að gera langtíma samning tryggja sérstakar
álagsgreiðslur sem svöruðu til þess rekstrarlega óhagræðis sem þeir yrðu fyrir
samanborið við þá bændur sem byggju með nýtt og hagkvæmara kúakyn. Hjarðir með
íslenskar kýr fylgdu að öðru leyti öllum þáttum í starfi nautgriparæktarinnar s.s
sæðingarstarfsemi, skýrsluhaldi o.s.frv.. Ef gengið er út frá niðurstöðum í skýrslu
Daða M. Kristóferssonar o.fl. (2007) má ætla að kostnaður af þessari verndaráætlun
nemi 090 m.kr. á ári ef allt gengur samkvæmt áætlunum.
Pistill sá sem hér er kynntur hluti stærra verkefnis sem höfundar hafa að undanförnu
unnið að og miðar að því að meta verðmæti íslenska kúakynsins út frá sjónarmiðum
um verndunargildi búfjárstofna og jafnframt að meta kostnað við áframhaldandi
ræktun kynsins annars vegar sem framleiðslukyns og hins vegar sem verndunarstofns
sem varðveittur væri til hliðar við innflutt framleiðslukyn. Þá er þess freistað að meta
viðhorf neytenda og samfélagsins til þess að viðhalda áfram íslenska kúastofninum
sem megin framleiðslukyni til mjólkurframleiðslu hér á landi.
Niðurstöður úr könnun á viðhorfum og greiðsluvilja neytenda sýna að neytendur eru
mjög jákvæðir í garð íslenskrar mjólkurframleiðslu, íslenskra mjólkurvara og
kúakynsins. Þetta jákvæða viðhorf birtist í umtalsverðum sértækum greiðsluvilja fyrir
mjólk úr íslenskum kúm. Í þessu felast tækifæri fyrir íslenska kúabændur í framtíðinni
enda dregur slíkur sértækur greiðsluvilji úr neikvæðum afleiðingum tilslakana á
innflutninghöftum fyrir mjólkurvörur. Á hinn bóginn er hann vísbending um að
varlega verði að fara í ákvörðunum um framtíðarfyrirkomulag kynbóta ef viðhalda á
þessari sterku stöðu til frambúðar.
Framleiðnisjóður landbúnaðarins hefur styrkt þetta verkefni og gert það mögulegt og
eru sjóðnum þakkað fyrir stuðninginn.
Avendaño, S., J. A. Woolliams, & B. Villanueva (2004). Mendelian sampling terms as a selective
advantage in optimum breeding schemes with restrictions on the rate of inbreeding.
Bateman, I. J. and Willis, K. G. (1999).
Oxford university press. ISBN:
019828830.
Bennewitz J., Kantanan J., Tapio I., Li M.H., Kalm E., Vilkki J., Ammosov I., Ivanova Z., Kiselyova
T., Popov R., & Meuwissen T.H.E. (2006). Estimation of breed contributions to present and future
genetic diversity of 44 North Eurasian cattle breeds using core set diversity measures.
38: 201–20.