Fræðaþing landbúnaðarins - Feb 2010, Page 123
MÁLSTOFA C – ERFðIR – AðBúNAðUR | 123
Eyþór Einarsson1, Emma Eyþórsdóttir1 & Jón Viðar Jónmundsson2
Tilraunir með rafrænt kjötmat hófust hér á landi haustið 2006 hjá kjötafurðastöð
Kaupfélags Skagfirðinga (KS). Búnaðurinn er ástralskur og kallast VIAscan. Hann
byggir á myndgreiningu (video image analysis (VIA)) þar sem stafrænar myndir eru
teknar af skrokkunum að lokinni fláningu og snyrtingu. Gerðar eru mælingar út frá
mynd af bakhlið skrokksins sem matið grundvallast á. (Valur Norðri Gunnlaugsson,
2007). Þetta tæki er notað til þess að meta vöðvahlutfall lambsskrokka í nokkrum
sláturhúsum í Ástralíu og NýjaSjálandi. Markmið verkefnisins hjá KS var tvíþætt,
annars vegar að þjálfa búnaðinn í að meta vöðvahlutfall íslenskra lambsskrokka og
hins vegar að þjálfa hann í að meta í EUROP flokka samkvæmt lögboðnu kjötmati
hér á landi (Reglugerð nr. 484/1998). EUROP flokkunin felst í flokkun skrokka í
holdfyllingar og fituflokka og er framkvæmd af kjötmatsmönnum. Helstu veikleikar
EUROP kerfisins eru að matið er huglægt og erfitt að samræma það milli staða og
tímabila (Stanford, 1998). Sérstaklega getur reynst flókið að staðla mat á
vöðvabyggingu (Aass, 1996). Einnig hefur holdfyllingarmatið verið gagnrýnt fyrir að
gefa ekki nægilega nákvæmar upplýsingar um vöðvahlutfall skrokkanna (Nosos .,
2000).
Meðal fyrstu heimilda um prófanir á rafrænu kjötmati með VIA aðferðinni eru
tilraunir Bandaríkjamanna frá 1978 á vöðvahlutfalli nautsskrokka (Cross 1983).
Trúlega eru flestar tilraunirnar með VIA tengdar mati á vöðvahlutfalli en færri tengdar
mati á vöðvabyggingu. Prófanir á rafrænu EUROP mati eða sambærilegri flokkun
lambsskrokka hafa verið gerðar með búnaði frá Danmörku, Þýskalandi, Frakklandi og
Kanada auk Ástralíu (Allen & Finnerty, 2000). Ekki er vitað til þess að nokkurs
staðar hafi slíkur búnaður fengið tilskylda viðurkenningu til að sinna EUROP mati á
lambsskrokkum í stað kjötmatsmanna. Nýverið hafa staðið yfir prófanir í Noregi á
rafrænu EUROP mati með þýsku tæki en niðurstöður liggja ekki fyrir (Morten Røe,
yfirkjötmatsmaður í Noregi, tölvupóstur, 7. desember 2009)
Ein af grundvallarkröfum til kjötmatsins er að matið sé framkvæmt af nákvæmni, þó
taka verði einnig tillit til annarra mikilvægra þátta s.s. kostnaðar og afkasta. Nákvæmt
mat dregur úr tilviljanakenndum umhverfisáhrifum og betur næst utan um erfðaáhrifin
og þar af leiðandi næst betri árangur í því að bæta þessa eiginleika með kynbótum.
Því er mjög gagnlegt að meta erfðastuðla fyrir kjötmatið þegar nákvæmni þess er
metin og samanburður gerður á matsaðferðum. Einnig er mikilvægt þegar rannsökuð
er ný kjötmatsaðferð að skoða erfðatengslin við úrvalseiginleikana sem mældir eru á
líflömbum. Erfðastuðlar fyrir íslenska EUROP kerfið hafa ekki verið metnir síðan
1999 en þá hafði núgildandi kerfi verið í notkun í eitt ár. Erfða og svipfarsfylgni
milli EUROP matsins og líflambamælinga hér á landi hefur ekki verið metin fyrr.
Í þessari grein verða birtar niðurstöður úr rannsókn á erfðastuðlum fyrir rafrænt
EUROP kjötmat, hefðbundið kjötmat og líflambamælingar. Bornar verða saman
niðurstöður fyrir arfgengi EUROP mats kjötmatsmanna annars vegar og VIAscan hins
vegar. Þá verður athugað hvort holdfyllingarmat og fitumat samkvæmt þessum tveim