Fræðaþing landbúnaðarins - febr 2010, Qupperneq 124
| FRæðAÞING LANdBúNAðARINS 7, 2010124
aðferðum séu erfðalega sömu eiginleikarnir. Einnig verður kannað hvort erfða og
svipfarsfylgni við líflambadómana sé sambærileg milli aðferða við kjötmatið.
Gögn voru notuð úr skýrsluhaldi 48 sauðfjárbúa frá árinu 2007 og að hluta til frá
2008. Eingöngu voru valin bú sem lögðu inn dilka hjá afurðastöð KS, þar sem
VIAscan búnaðurinn var staðsettur. Til að tryggja nægan fjölda lamba með
líflambadóma var miðað við bú sem tóku þátt í afkvæmarannsóknum BÍ. Þorri
sauðfjárbúana var af starfssvæðum búnaðarsambands Skagfirðinga og
Búnaðarsamtaka Vesturlands.
Skilgreiningar eiginleika, fjöldi, meðaltöl, staðalfrávik (SD), lægsta og hæsta gildi.
viaHold EUROP holdfyllingarmat, rafrænt (214) 18.745 8,46 2,02 2 14
viaFita EUROP fitumat, rafrænt (214) 18.745 6,84 1,98 2 14
húsHold EUROP holdfyllingarmat, húsmat (214) 33.414 8,74 1,83 2 14
húsFita EUROP fitumat, húsmat (214) 33.414 6,87 1,77 2 14
Fituþykkt Fituþykkt á síðu við næst aftasta rif (mm) 26.975 8,64 2,11 2,0 18,4
Ómv Ómmæling á þykkt bakvöðva (mm) 10.091 26,03 2,82 16 38
Ómf Ómmæling á fituþykkt yfir Ómv (mm) 9.992 2,95 0,95 0,7 9,0
ÓmL Lögun Ómv (15) 9.992 3,60 0,53 1,5 5,0
Frampartsstig Líflambadómur (510) 9.978 8,18 0,39 7,0 9,5
Lærastig Líflambadómur (1020) 9.978 16,88 0,54 15,0 19,5
Fótleggur Lengd vinstri framfótarleggjar (mm) 4.364 109,0 4,20 95 125
Eiginleikar sem hér falla undir skilgreininguna hefðbundið kjötmat eru vöðva og
fitumat samkvæmt EUROP kerfinu auk fitumælinga á síðu, allt mælt og metið
samkvæmt gildandi reglugerð (Reglugerð nr. 484/1998). Samkvæmt þessu kerfi eru
skrokkar annars vegar flokkaðir í vöðvaflokka sem er eingöngu huglægt mat og hins
vegar í fituflokka þar sem byggt er á fitumælingu. Nánar er fjallað um þetta matskerfi
í grein Eyþórs Einarssonar o.fl. (2009). Langstærstur hluti hefðbundinna
kjötmatsniðurstaðna í rannsókninni kemur frá afurðastöð KS þar sem tveir reyndir
kjötmatsmenn unnu hlið við hlið og skiptust á að mæla fituna og meta í EUROP
flokkana.
Rafræna matið byggir á niðurstöðum VIAscan búnaðarins fyrir EUROP vöðva og
fitumat. Tækið metur skrokkana út frá stafrænni mynd af bakhlið þeirra. Vöðvamatið
byggir aðallega á fjölda lengdar og breiddarmælinga en fitumatið á litamælingum
sem gerðar eru á ákveðnum stöðum á bakhluta skrokksins. Nánari lýsing á VIAscan
búnaðinum og virkni hans er í grein Vals Norðra Gunnlaugssonar (2007).
Starfsmenn búnaðarsambands eða leiðbeiningaþjónustu á hverju svæði sáu um
mælingar á líflömbum með tilheyrandi ómsjám. Notaðar voru ómmælingar á;
vöðvaþykkt (Ómv), fituþykkt (Ómf) og lögun bakvöðva (ÓmL), teknar með
hefðbundnum hætti yfir þriðja spjaldhryggjarlið þar sem bakvöðvinn er þykkastur. Þá
voru lærastig og stig fyrir frampart auk lengdar framfótarleggjar einnig tekin með.
Yfirlit yfir eiginleikana, meðaltöl þeirra, staðalfrávik og hæsta og lægsta gildi er að
finna í 1. töflu ásamt skilgreiningu á skammstöfunum. Í 2. töflu er síðan lýsing á
samsetningu gagnasafnsins, skipt niður eftir rafrænu kjötmati, hefðbundnu kjötmati