Fræðaþing landbúnaðarins - Feb 2010, Page 125
MÁLSTOFA C – ERFðIR – AðBúNAðUR | 125
og líflambamati. Heildargögnin byggja á upplýsingum um 38.576 lömb. Þessi lömb
áttu alls 885 feður og 18.577 mæður. Meðalfjöldi í afkvæmahópum voru 42 lömb.
Meðalfallþungi lambanna var 15,6 kg og meðalaldur þeirra við slátrun voru 135
dagar. Kynjaskipting var nánast jöfn (hrútar 49%:51% gimbrar) en breytileg eftir
eiginleikum. VIAscan niðurstöður vantar fyrir hluta lamba sem var slátrað vegna þess
að í sumum tilfellum gaf tækið ekki mat ýmist vegna þess að skrokkarnir voru ekki
tækir eða vegna tæknilegra bilana. Þá var hreinsað úr gögnunum mat fyrir skrokka
sem einhverjar villur eða viðvaranir fylgdu. Loks var hluta af lömbum frá búum sem
rannsóknin náði til slátrað annars staðar (5.862 lömb). Aðeins voru notaðar
upplýsingar um lömb sem fædd voru á bilinu 1. apríl til 31. maí og lógað á tímabilinu
1. september til 31. október.
Samsetning gagna flokkað eftir gögnum um rafrænt EUROP mat, hefðbundið kjötmat
og líflambamælingar.
Fjöldi lamba með upplýsingar 18.680 26.795 9.930
Feður (n) 815 845 821
Mæður (n) 12.073 15.125 7.189
Hrútar:gimbrar 10.405:8.275 15.048:11.747 1.419:8.511
Býli*ár 68 69 68
Lífþungi 40,8
Fallþungi 15,5 15,6
Sameiginlegir feður 758 758 758
*Tekin voru með lömb þó upplýsingar um fótlegg vantaði.
Áhrif fastra hrifa og aðhvarfs eiginleika voru skoðuð með línulegri aðhvarfsgreiningu
fyrir ójafnan fjölda (GLM) í tölfræðiforritinu SAS (SAS institue Inc., 2004). Þeir
þættir sem prófaðir voru en reyndust ekki tölfræðilega marktækir eða bættu mjög litlu
við skýringarhlutfall líkananna voru; burður, fjöldi sem gekk undir, ómtæki, sláturhús,
fæðingardagur sem frávik frá 1. apríl, aldur lambs við slátrun, fallþungi í öðru veldi
og víxlhrif flestra eiginleika.
Þau föstu hrif sem voru tölfræðilega marktæk og tekin voru með í líkön fyrir mat á
erfðastuðlum voru samhrif bús og árs, kyn lambs og aldur móður (skipt í fjóra flokka;
1 vetra, 2 vetra, 35 vetra og 6 vetra og eldri). Við útreikninga á erfðastuðlum voru
notuð tvö módel sem bæði innihéldu þessi föstu hrif auk slembihrifa hvers
einstaklings. Líkan I innihélt þar að auki fallþunga sem línulegt aðhvarf og var það
módel notað fyrir alla kjötmatseiginleika en líkan II innihélt lífþunga sem línulegt
aðhvarf og var notað fyrir alla eiginleika líflambamatsins.
Erfðastuðlar voru reiknaðir í DMU forritapakkanum (Madsen & Jensen, 2008) þar
sem beitt er aðferð hámarkslíkinda. Ætternisskráin innihélt 85.847 gripi. Arfgengi var
reiknað með einbreytu líkönum en erfða og svipfarsfylgni með tvíbreytu líkönum.
Frávikshlutfall erfða (CVA, 3. tafla) sýnir breytileikann í hverjum eiginleika, reiknað
sem hlutfall meðalfráviks erfða (σA) af meðaltali hvers eiginleika. Sá eiginleiki sem
hefur mestan breytileika er Ómf en minnstan breytileika er að finna í lærastigum.
Heldur meiri breytileiki er í rafræna EUROP matinu en hefðbundna EUROP matinu