Fræðaþing landbúnaðarins - feb. 2010, Side 126
| FRæðAÞING LANdBúNAðARINS 7, 2010126
sem gefur til kynna að kjötmatsmennirnir eru að nota skalann á þrengra bili en
VIAscan búnaðurinn.
Frávikshlutfall erfða (CVA) í prósentum, arfgengi ( á hornalínu), svipfarsfylgni (ofan
hornalínu) og erfðafylgni (neðan hornalínu) fyrir alla eiginleika.
10,2 0,12 0,53 0,15 0,20 0,26 0,08 0,22 0,25 0,35 0,30
10,9 0,33 0,07 0,43 0,50 0,00 0,34 0,02 0,18 0,09 0,21
9,4 0,94 0,34 0,15 0,18 0,27 0,02 0,22 0,27 0,40 0,07
10,7 0,41 0,82 0,40 0,77 0,06 0,32 0,01 0,15 0,03 0,20
12,9 0,42 0,81 0,38 0,99 0,06 0,42 0,01 0,19 0,04 0,23
5,6 0,47 0,05 0,53 0,13 0,14 0,00 0,47 0,32 0,46 0,04
17,2 0,16 0,59 0,13 0,59 0,57 0,11 0,02 0,12 0,04 0,09
7,1 0,41 0,05 0,50 0,12 0,08 0,76 0,02 0,29 0,38 0,09
2,3 0,60 0,28 0,59 0,26 0,29 0,45 0,21 0,50 0,48 0,17
1,7 0,70 0,12 0,77 0,02 0,01 0,62 0,12 0,65 0,69 0,19
2,1 0,53 0,21 0,56 0,44 0,40 0,14 0,07 0,24 0,25 0,36
Mat á arfgengi, erfðafylgni og svipfarsfylgni allra eiginleika er að finna í 3. töflu.
Staðalskekkja erfðafylgni var á bilinu 0,00 til 0,08. Svipfarsfylgni var á bilinu 0,00 til
0,77 og var almennt heldur lægri en erfðafylgnin.
Arfgengi fyrir EUROP mat, bæði rafrænt og hefðbundið, var á bilinu 0,29 til 0,35.
Sigbjörn Óli Sævarsson (1999) fann hærra arfgengi fyrir vöðvamatið (h2: 0,40)
heldur en hér kemur fram, en lægra gildi fyrir fitumatið (h2: 0,27). Sú rannsókn
byggðist á gögnum frá 1998, en það haust var EUROP matið innleitt hér á landi.
Ætla má að nákvæmni matsins hafi heldur aukist síðan 1998 sem ætti að leiða til
hækkunar á arfgenginu. Skýringin á lækkuðu arfgengi fyrir vöðvamat felst trúlega í
því að breytileikinn í mati á þessum eiginleika hefur minnkað sem afleiðing af öflugu
ræktunarstarfi. Í gögnunum frá 1998 var meðaleinkunn fyrir holdfyllingarmat mun
lægri (6,55) en fannst í þessari rannsókn og dreifing einkunna meiri (staðalfrávik
2,00). Minna hefur dregið úr breytileika fitumatsins og skýrist hækkun á
arfgengismati því líklega af vandaðri vinnubrögðum. Niðurstöður athugunar á
nákvæmni íslenska EUROP matsins (Eyþór Einarsson o.fl., 2009) sýna að auðveldara
reyndist að halda uppi samræmi milli kjötmatsmanna við að meta í
holdfyllingarflokka en fituflokka, sem styður þá niðurstöðu að arfgengi sé almennt
hærra á vöðvamati en fitumati. Íslenskt EUROP holdfyllingarmat hefur heldur hærra
arfgengi en birt hefur verið fyrir ýmis erlend fjárkyn en Conington (2001) og
Näsholm (2004) fundu arfgengi á bilinu 0,09 til 0,27. Hátt arfgengi fyrir vöðvamatið
er þó ekki eingöngu bundið við íslenskar rannsóknir og í nýlegri danskri rannsókn
fundust heldur hærri gildi en hér (Maxa 2007). Stefán Sch. Thorsteinsson
(2002) taldi að hærra arfgengi fyrir ýmsa kjötmatseiginleika hjá íslensku fé
samanborið við erlend fjárkyn skýrist af meiri erfðabreytileika íslenska fjárins sökum
styttri ræktunarsögu þess
Niðurstöðurnar sýna að rafræna matið hefur mjög svipað arfgengi og hefðbundna
matið þó ívið lægra sem gefur til kynna að matsaðferðirnar séu álíka nákvæmar.
Fitumæling á síðu mældist með hæst arfgengi (h2: 0,58). Eldri rannsóknir á arfgengi
fyrir fitumælingu á síðu (J) byggt á gögnum frá Hesti hafa gefið niðurstöður á bilinu
0,28 til 0,70 (Thorsteinsson & Björnsson, 1982; Thorsteinsson & Eythórsdóttir, 1998;
Stefán Sch. Thorsteinsson, 2002). Gögn frá árunum 1978 til 1996 gáfu mjög svipað
því sem hér fannst eða arfgengi upp á 0,52 (Stefán Sch. Thorsteinsson, 2002.)