Fræðaþing landbúnaðarins - Feb 2010, Page 127
MÁLSTOFA C – ERFðIR – AðBúNAðUR | 127
Arfgengi líflambamælinga var á bilinu 0,27 til 0,52, lægst fyrir lögun bakvöðva en
hæst fyrir fótleggjarlengd. Athyglisvert var að arfgengi Ómv og Ómf (h2: 0,42) er
nákvæmlega það sama og hefur fundist í gögnum frá Hesti (Thorsteinsson &
Eythórsdóttir, 1998). Niðurstöðurnar fyrir íslensku gögnin eru í hærri kantinum miðað
við margar erlendar rannsóknir (RiusVilarrasa 2009; Lambe ., 2008; Maxa
., 2007; Jones ., 2004; Maniatis & Pollott, 2002; Conington ., 2001).
Sambærilegar niðurstöður eða hærri hafa þó birst í nokkrum greinum, s.s. Kvame &
Vangen (2007), Roden . (2003), Simm . (2002) og Puntila 2002) þar
sem arfgengi fyrir ómfitu og ómvöðva var á bilinu 0,39 til 0,56. Ekki er vitað til að
arfgengi hafi verið reiknað áður fyrir ÓmL. Lágt arfgengi fyrir þann eiginleika miðað
við Ómv og Ómf skýrist trúlega af ósamræmi í dómum þar sem um huglægt mat er að
ræða.
Arfgengi stiga fyrir frampart og læri reyndist hátt en þó sýnu hærra á lærastigum þrátt
fyrir lítinn breytileika í þeim eiginleika (CVA: 1,2%). Eldri rannsóknir frá Hesti hafa
einnig sýnt fram á hátt arfgengi á lærastigum eða 0,47 (Stefán Sch. Thorsteinsson,
1983) og sambærilegar tölur hafa fundist í erlendum heimildum fyrir dóma á
byggingu líflamba (Janssens & Vandepitte, 2004; Puntila ., 2002) Lengd
framfótarleggjar er sá eiginleiki sem erfist sterkast af líflambamælingunum, hærra mat
á arfgengi hefur þó fundist fyrir þennan eiginleika bæði í fé á Íslandi (Stefán Sch.
Thorsteinsson, 1983) og á NýjaSjálandi (Bennett ., 1991).
Rafrænt EUROP mat á holdfyllingu reyndist vera erfðalega nánast sami eiginleikinn
og hefðbundið EUROP mat (rg = 0,94). Hins vegar voru tengslin ekki eins sterk milli
rafræna EUROP fitumatsins og hins hefðbundna EUROP fitumats byggt á
fitumælingu á síðu (rg = 0,82). Hér er þess ekki að vænta að aðferðirnar meti
nákvæmlega sama eiginleikann, þar sem mælingar eiga við mismunandi staði á
skrokknum. Bennett .(1991) kannaði erfðafylgni milli bakfitu (C) og síðufitu (J) á
lambsskrokkum þar sem fylgnin reyndist vera 0,83 sem er nánast sama fylgni og milli
rafræna og hefðbundna fitumatsins. Heldur lægri erfðafylgni hefur fundist í
hérlendum gögnum frá Hesti eða 0,62 til 0,76 (Thorsteinsson & Björnsson, 1982;
Stefán Sch. Thorsteinsson, 2002).
Hér staðfestist að fitumæling á síðu og hefðbundið EUROP fitumat mæla sama
eiginleikann (rg=0,99). Af því má draga þá ályktun að fitumælingin ræður flokkuninni
alfarið en lítið tillit er tekið til fitudreifingar annars staðar á skrokknum. Því má færa
rök fyrir því að notadrýgra væri fyrir ræktunarstarfið að byggja frekar á
fitumælingunni sjálfri heldur en flokkuninni þar sem hún er nákvæmari og hefur
hærra arfgengi. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort ekki sé varhugavert að
einblína á fituþykkt á síðu og horfa þurfi meira til þess hvernig fituhulan er á
skrokknum í heild, svo ekki sé verið að verðlauna skrokka sem eru með litla síðufitu
en meiri fitusöfnun á öðrum og verðmætari skrokkhlutum.
Líflambamælingarnar höfðu heldur sterkara erfðasamhengi við hefðbundið
holdfyllingarmat heldur en það rafræna þó fylgnin væri mjög sambærileg við báðar
matsaðferðir. Því má ætla að líflambamatið myndi nýtast áfram með mjög svipuðum
hætti þó rafrænt holdfyllingarmat yrði tekið upp í stað kjötmatsmanna. Lærastig hafa
langsterkust tengsl við kjötmatið og eru holdfyllingarmat og lærastig erfðalega
nátengdir eiginleikar. Næststerkustu erfðatengsl holdfyllingarmats eru við
frampartsstig, þá legglengd og síðan vöðvaþykktina.