Fræðaþing landbúnaðarins - feb. 2010, Side 128
| FRæðAÞING LANdBúNAðARINS 7, 2010128
Fituþykkt samkvæmt ómsjármælingu hafði nákvæmlega sömu erfðafylgni við rafræna
fitumatið og hefðbundna fitumatið (rg = 0,59) og ætti því að nýtast jafnvel með báðum
matsaðferðunum. Athygli vekur að neikvæð erfðafylgni var milli Ómv og
hefðbundins EUROP fitumats sem er ákaflega heppilegt gagnvart kynbótum fyrir
auknum vöðva og lítilli fitu. Þetta samband var ekki eins hagstætt milli bakvöðva
dýptarinnar og rafræna EUROP fitumatsins. Nokkuð kom á óvart að nánast engin
erfðafylgni var milli lærastiga og hefðbundins EUROP fitumats, sérstaklega í ljósi
þess að nokkuð há jákvæð erfðafylgni er milli vöðvaflokkunar og fitumatsins.
Skýringin gæti legið í því að líflambadómarar nýti sér niðurstöður ómmælinga til þess
að komast hjá ofstigun læraholda feitra gripa. Stigun framparts er hins vegar mun
tengdari fituflokkun.
Erfðafylgni milli Ómv og Ómf er jákvæð en lág (0.11 ± 0,06). Í gögnum frá Hesti
fannst lág neikvæð fylgni á milli þessara eiginleika (Thorsteinsson & Eythórsdóttir,
1998). Það er ef til vill ekki óeðlilegt þar sem meiri líkur eru á því að finna
einstaklinga sem sameina litla fitu og mikla vöðva á því búi heldur en á sauðfjárbúum
almennt. Í erlendum heimildum er nokkuð algengt að fylgnin milli þessara eiginleika
sé jákvæð (Safari ., 2005; Puntila ., 2002) en taka verður tillit til þess að þá
eru gögnin yfirleitt ekki leiðrétt fyrir þunga líkt og tíðkast hérlendis.
Rafrænt EUROP holdfyllingarmat virðist geta leyst af hólmi hið hefðbundna EUROP
mat á Íslandi, þar sem báðar aðferðir meta sama erfðaeiginleika. Arfgengi beggja er
svipað og erfðatengsl við líflambamatið keimlíkt. Erfðafylgni rafræns EUROP
fitumats og hefðbundins fitumats er tæplega nógu há til þess að hægt sé að álykta að
þessar aðferðir séu að mæla nákvæmlega sama eiginleikann. Því myndi það skapa
ákveðna ónákvæmni í fitumati að nota rafræna fitumatið í bland við það hefðbundna.
Rafræna matið hafði svipað arfgengi og það hefðbundna og var með sömu erfðafylgni
við ómfitumælingu á lifandi lömbum. Að því gefnu að báðar aðferðir mæli álíka vel
fituvöðvahlutfall skrokksins, gæti það verið álitlegur kostur að taka upp rafrænt
EUROP kjötmat á Íslandi væri það gert í öllum helstu afurðastöðvum landsins.
Grein þessi er byggða á meistaraverkefni Eyþórs Einarssonar við Landbúnaðarháskóla Íslands. Eftir
töldum aðilum er þakkað fyrir að hafa styrkt meistaranámið; Minningarsjóði Halldórs Pálssonar,
Fagráði í sauðfjárrækt, Framleiðnisjóði og Félagi ráðunauta. Þá er stýrihópi verkefnisins um rafrænt
kjötmat ásamt þeim starfsmönnum KS sem tengjast gagnaöfluninni þakkað gott samstarf.
Aass, L., 1996. Variation in carcass and meat quality traits and their relations to growth in dual purpose
cattle. 6: 112.
Allen, P. & Finnerty, N., 2000. Objective beef carcass classification: A Report of a trial of three VIA
classification systems. Department of agriculture, food and rural development, Dublin.
Eyþór Einarsson, Emma Eyþórsdóttir & Jón Viðar Jónmundsson, 2009. Um nákvæmni íslenska
EUROP matsins. Reykjavík: BÍ, LbhÍ, LR, SR, Hólar, VMS,
MAST, HAG, Matís.
Conington, J., Bishop, S.C., Grundy, B., Waterhouse, A. & Simm, G., 2001. Multitrait selection
indexes for sustainable UK hill sheep production. 3:1323.
Cross, H.R., Gilliland, D.A., Durland, P.R. & Seideman, S., 1983. Beef carcass evaluation by use of a
video image analysis system. 5: 90891.