Fræðaþing landbúnaðarins - feb. 2010, Síða 130
| FRæðAÞING LANdBúNAðARINS 7, 2010130
Birna K. Baldursdóttir, Þorvaldur Kristjánsson og Jón Hallsteinn Hallsson
Erfðafjölbreytileiki er mikilvægur þáttur í kynbótum og grunnur að aðlögunarhæfni
lífvera. Litlir stofnar sem lokaðir eru í lengri tíma eru berskjaldaðir fyrir breytingum,
meðal annars vegna þess að skyldleikarækt gerist hraðar í smáum stofnum þar sem
æxlun skyldra einstaklinga eru óhjákvæmileg, en skyldleikaræktin leiðir svo aftur til
minnkandi erfðafjölbreytileika (Falconer & Mackey, 1996; Frankham, Ballou &
Briscoe, 2002; Willi, Buskirk & Hoffmann, 2006). Það er svo utanaðkomandi álag,
hvort sem um er að ræða umhverfis eða erfðafræðilegt, sem ræður því hvort stofn
aðlagast breyttum aðstæðum eða deyr út (Willi, 2006).
Innræktun eða skyldleikarækt, það er æxlun skyldra einstaklinga, leiðir til þess að sum
genasæti bera samsætur sem eru af sama uppruna. Þetta gerist vegna þess að sama
samsætan berst til einstaklings frá einum og sama forföðurnum eftir tveimur
mismunandi leiðum. Þegar afkomendur fá sömu samsætu frá báðum foreldrum eru
þeir sagðir innræktaðir og afleiðingin er sú að arfhreinum genasætum fjölgar á
kostnað arfblendinna. Þegar tíðni samsæta breytist geta ákveðnar samsætur festist í
stofninum meðan aðrar tapast fyrir fullt og allt. Ástæða þess að innræktarhnignun
kemur fram þegar erfðafjölbreytileiki minnkar er talin vera sú að aukin tíðni
arfhreinna einstaklinga eykur líkurnar á að í ljós komi skaðleg áhrif víkjandi samsæta
(Falconer & Mackey, 1996; Frankham , 2002). Neikvæðum áhrifum
skyldleikaræktunar, svo kallaðri innræktarhnignun, hefur verið lýst í mörgum
stofnum, til dæmis hjá nautgripum (Smith, Cassell & Pearson, 1998), sauðfé
(Rzewuska, Klewiec & Martyniuk., 2005), og geitfé (MoradiShaharbabak,
Mohammadi & Miraeishtiani, 200). Sýnt hefur verið að innræktun hefur neikvæð
áhrif á ýmsa þætti, svo sem fæðingarþunga, fjöld afkvæma, afkomu afkvæma,
ævilengd, og fleiri þætti (Frankham, 2002).
Ætternisgögn eru þær upplýsingar sem nærtækast er að styðjast við þegar meta þarf
erfðafræðilega stöðu stofns og má til dæmis reikna útfrá ætternisgögnum hraða
skyldleikaræktar (Caballero & Toro, 2000). Þróun í skyldleikarækt er sú stærð sem
oftast er notuð til að meta genaflökt, þ.e. með því að reikna breytingu í skyldleikarækt
fyrir hverja kynslóð (∆F) (Boichard, Maignel & Verrier, 1997).
Skyldleikaræktarstuðullinn (F) er notaður til að meta innræktun í stofnum byggt á
ætternisgögnum og jafngildir líkunum á því að báðar samsætur í ákveðnu genasæti
séu af sama uppruna. Ef F = 0 þá er engin skyldleikarækt og ef F =1 þá er fullkomin
skyldleikarækt (Frankham, 2002).
Breytingar í skyldleikarækt fyrir hverja kynslóð má svo nota til að meta virka
stofnstærð (Ne). En virk stofnstærð er mat á því hversu marga einstaklinga þyrfti til að
ná fram sömu aukningu í skyldleikarækt í gefinni kynslóð við bestu skilyrði (Lacy,
1995), svo sem jafna fjölskyldustærð, stóran hóp ræktenda, tilviljanakennda æxlun,
jafnt kynjahlutfall, ekkert val auk annarra þátta (Falconer & Mackey, 1996).
Mikilvægi þess að þekkja virku stofnstærðina helgast ekki síst af því að áhrif