Fræðaþing landbúnaðarins - feb. 2010, Síða 131
MÁLSTOFA C – ERFðIR – AðBúNAðUR | 131
genaflökts ráðast af virku stofnstærðin en ekki heildarstærð stofnsins (Fernández,
Villanueva, Pongong & Toro, 2005).
Þegar meta á skyldleikaræktun útfrá ætternisgögnum þá skiptir þéttleiki gagnanna
(pedigree completeness, PEC) miklu máli. Til að hægt sé að meta skyldleikaræktun
þurfa allavega báðir foreldrar að vera þekktir og einn afi eða amma, þetta jafngildir
PEC stuðli 0,24 (Mac Cluer, 1983; Sigurðsson & Jónmundsson, 1995). Ef annað
foreldrið er óþekkt þá er ekki hægt að meta skyldleikaræktina og þá er F jafnt og núll.
Fyrir einstaklinga þar sem báðir foreldrar eru þekktir mun skyldleikaræktin verða
vanmetin vanti inní ætternisgögnin (Lutaaya, Miszatal, Bertrand & Mabry, 1999).
Lágur skyldleikaræktarstuðull getur því verið til kominn vegna ófullnægjandi
ætternisupplýsinga frekar en lítillar skyldleikaræktunar (Marshall, 2002).
Hvatbera DNA (mtDNA) geymir fjölmörg einkirnafjölbrigðni og einfaldar erfðir þess
gerir það að hentugu tæki til stofnerfðafræðirannsókna. Með því að bera saman
mtDNA raðir úr mismunandi einstaklingum eða tegundum má draga upp tengsl milli
einstaklinga eða tegunda (Frankham , 2002). Fjölbrigðni í hvatbera DNA hafa
verið notuð til að rannsaka uppruna ýmissa tegunda, svo sem nautgripa (Bradley,
MacHugh, Cunningham & Loftus, 1996; Troy , 2001), sauðfjár (Hiendleder,
Mainz, Plante & Lewalski, 2002), hrossa (Vilà, 2001), hunda (Savolainen, Zang,
Luo, Lundeberg & Leitner, 2002) og geitfjár (Luikart, 2001; Sultana, Mannen &
Tsuji, 2003; Naderi, 2007).
Niðurstöður rannsókna á uppruna geitarinnar benda til þess að margar móðurlínur hafi
myndað grunninn að þeim geitastofni sem fyrst var vaninn. Þessu til staðfestingar
fundust se setraða hópar (AD, F og G) í hvatberum geita (Naderi, 2007).
Örtunglaraðir eru endurteknar raðir sem samanstanda af mjög stuttum
endurtekningum. Örtunglagreining er mikilvægt tæki til stofnerfðafræðirannsókna,
sérstaklega þar sem bera á saman skylda stofna og hefur meðal annars töluvert verið
notað til rannsókna á geitum (Saitbekova, Giallard, beeruff & Dolf, 1999).
Erfðamörk, eins og örtungl, eru oft notuð þegar ekki eru til staðar fullnægjandi
ætternisupplýsingar, til þess að staðfest ætternisgögn eða þegar rannsakaðir eru villtir
stofnar (Frankham, 2002).
Íslenski geitastofninn er lítill lokaður erfðahópur sem telur 500600 dýr í um 45
hjörðum. Talið er að landnámsmenn hafi flutt geitur með sér frá Noregi og að stofninn
hafi frá landnámi verið einangraður. Vitað er að stofninn hefur gengið í gegnum
nokkra flöskuhálsa og tvisvar hefur stofninn farið niður fyrir hundrað dýr svo vitað sé.
Lengst af hefur stofninn verið minni en 1000 dýr (Mynd 1). Varnarlínur vegna
sauðfjárveikivarna hafa valdið einangrun hópa innan stofnsins og takmarkað flæði
erfðaefnis milli hópa.