Fræðaþing landbúnaðarins - feb. 2010, Side 132
| FRæðAÞING LANdBúNAðARINS 7, 2010132
Stofnstærð íslenska geitastofnsins árin 17032008. Fjöldi dýra á Yás og ár á ás (Hagstofa
Íslands, 2008; Sveinsdóttir, 1993; Dýrmundsson, 2008).
Í rannsókn þessari var erfðafjölbreytileiki innan íslenska geitastofnsins metinn með
greiningu ætternisgagna og DNA. Ætternisgögn voru notuð til að reikna
skyldleikaræktaraukningu, ættarstuðul, ættliðabil, virka stofnstærð, erfðaframlag
helstu ættfeðra og mæðra og skyldleika milli og innan svæða, örtunglagreining var
notuð til að meta fjölda arfblendinna einstaklinga og virka stofnstærð og að lokum
voru Dlykkju setraðir greindar til að meta erfðafjölbreytileika, skiptingu stofnsins og
skyldleika við önnur geitakyn.
Ætternisgögnin sem stuðst var við, fengin frá Norræna genabankanum (NordGen) og
Bændasamtökum Íslands, innihéldu upplýsingar um samtals 2240 einstaklingar, elsti
fæddur 1962 og yngsti fæddur 2006. Þróun í skyldleikarækt var skoðuð fyrir alla
einstaklinga í ættartrénu og hópa með mismunandi PEC stuðla: PEC5 ≥ 0,24,≥ 0,70
og ≥ 0,80. Kynslóðabil var áætlað og virk stofnstærð metin.
Aðeins átta einstaklingar í gagnasafninu höfðu PEC5 = 1, sem undirstrikar hve óþétt
ætternis–gögnin eru. Hlutfall innræktaðra fyrir árið 2006 reyndist vera 62,5%.
Innræktun fyrir alla einstaklinga mátti fyrst greina í gögnunum árið 1974 (0,5%) og
hæsta hlutfall skyldleikaræktunar, 64,4%, var fyrir árið 1985 (PEC stuðull ≥ 0,80).
Niðurstöður byggðar á ætternisgögnum sýndu að aukning í skyldleikarækt á kynslóð
er 9,9%, ættliðabil 3,5 ár og meðal skyldleikaræktarstuðull árið 2006 var 50,4%
(ættarstuðull ≥ 0,8). Virk stofnstærð var metin 5,1 einstaklingar. Erfðaframlag
áhrifamestu ættfeðra og mæðra árin 2002 og 2006 var 9,5% og 16,5%. Skyldleiki (R)
var reiknaður innan og milli svæða til að fá mynd af uppbyggingu geitfjárstofnsins.
Skyldleiki innan svæða reyndist, eins og við var að búast, vera töluvert hærri en milli
svæða.
Samtals 350 DNA sýnum var safnað frá 26 af 45 geitabæjum á Íslandi og DNA
einangrað. 598 basapara hluti mtDNA sameindarinnar var raðgreindur. Samtals voru
raðgreindir 49 einstaklingar. Íslensku raðirnar voru bornar saman við raðir úr öðrum
geitakynjum, til samanburðar voru notaðar samtals 141 röð frá 15 löndum í Norður
Evrópu, Austurríki, Danmörku, Englandi, Frakklandi, Írlandi, Íslandi, Noregi,
Póllandi, Slóvakíu, Slóveníu, Sviss, Svíþjóð Úkraínu, Þýskalandi og Wales. Auk þess
voru hafðar með raðir sem standa fyrir þær sex grunngerðir setraða sem þekktar eru í
geitum. Fyrir setraðahóp A voru raðir AY155721, EF617779, EF617945, EF617965,
EF618134 og EF618200, fyrir B1 voru raðir AB044303 og EF617706, fyrir B2 voru
raðir AJ317833 og DQ121578, fyrir C voru raðir AJ317838, AY155708, DQ188892
og EF618413, fyrir D voru raðir AY155952, DQ188893 og EF617701, fyrir F voru