Fræðaþing landbúnaðarins - feb. 2010, Blaðsíða 133
MÁLSTOFA C – ERFðIR – AðBúNAðUR | 133
raðir DQ241349 og DQ241351 og fyrir G voru raðir EF617727, EF618084 og
EF618535. Setraðir voru greindar og tengslatré dregið upp. Við greiningu á setröðum
hvatbera DNA sameindarinnar fundust aðeins þrjár mismunandi setraðir innan
íslenska stofnsins, allar af Ahópi setraða sem algengar eru víða og finnast m.a. bæði í
Skandinavíu og Bretlandi.
Fimmtán örtungl voru greind og niðurstöðurnar notaðar til að reikna ýmis gildi sem
lýsa stöðu stofnsins með tilliti til erfðafjölbreytileika svo sem heildar fjöldi samsæta,
tíðni samsæta, meðaltal samsæta (MNA), séð (HO) og væntanleg (HE) arfblendni, og
hvort stofninn sé í Hardyeinberg jafnvægi (HE). Niðurstöður örtunglagreiningar
leiddu í ljós 1 til 4 samsætur í hverju sæti, samtals 27 samsætur í 15 sætum, sem
jafngildir að meðaltali 1,8 samsætum í hverju sæti (MNA). Sex samsætur voru
einsleitar. Meðal fundin (HO) og væntanleg (HE) arfblendni var 0,178 og 0,185. Byggt
á örtunglagreiningu þá er virk stofnstærð á bilinu 4,18,8 einstaklingar sem er nokkuð
nærri því gildi sem fékkst byggt á ætternisgögnum. Engar vísbendingar eru um nýlega
flöskuhálsa í stofnstærð.
Litlir lokaðir erfðahópar eru útsettir fyrir vandamálum tengdum minnkandi
erfðafjölbreytileika og ákveðin hætta er á að slíkir stofnar lendi í vítahring þar sem
minnkandi erfðafjölbreytileiki hefur neikvæð áhrif á aðlögunarhæfni, minnkandi
aðlögunarhæfni hefur neikvæð áhrif á vöxt stofnsins og minnkandi stofnstærð hefur
aftur neikvæð áhrif á erfðafjölbreytileika.
Tengslin milli afkomu stofns og virkar stofnstærðar eru nokkuð vel þekkt. Þegar stefnt
er að varðveislu stofna er miðað við að Ne sé stærra en 50 einstaklingar til að koma
megi í veg fyrir innræktarhnignun og jafnframt að Ne þurfi að vera 5005000 til að
viðhalda erfðafjölbreytileika stofnsins og aðlögunarhæfni til lengri tíma (FAO, 1998;
Franklin & Frankham, 1998).
Íslenski geitfjárstofninn er mjög lítill og hefur sennilega verið lokaður í um 1100 ár.
Greining ætternisgagna bendir til þess að stofninn sé erfðafræðilega einsleitur og hafi
lága virka stofnstærðin (Ne = 5,1) sem er aðeins tíundi hluti af því sem ráðlagt er sem
lægsta viðmið fyrir stofna sem stefnt er að varðveislu á. Að sama skapi er aukning í
skyldleikarækt í hverri kynslóð (∆F = 9,9) sem er tíu sinnum hærra en viðmiðunar
mörk. Vandamálið kann þó að vera enn alvarlegra en þessar tölur gefa til kynna, en
hætt er við því að slakar ætternisskráningar vanmeti ástandið. Þetta sést best í því að
þeir einstaklingar sem höfðu bestu ættartölurnar höfðu jafnframt hæsta
skyldleikaræktarstuðulinn. En það er vel þekkt vandamál að gloppur í ætternisgögnum
leið til vanmats á skyldleikarækt.
Sú einsleitni sem fram kemur við greiningu ætternisgagnanna er einnig augljós þegar
stofninn er greindur með sameindaerfðafræðilegum aðferðum og niðurstöður okkar
undirstrika mikilvægi þess að afla vandaðra ætternisupplýsinga um stofninn, þar sem
slík upplýsingaöflun er ódýrasta aðferðin til að fylgjast með erfðafræðilegu ástandi
stofnsins hvað varðar innræktun.
Samantekið benda þessar niðurstöður til þess að mjög lítill erfðafjölbreytileiki sé til
staðar í íslenska geitfjárstofninum og er virka stofnstærðin sem hér sést með allra
lægsta móti. Af niðurstöðum þessarar rannsóknar má draga þá ályktun að mjög
mikilvægt sé að fylgjast náið með þessum einstaka stofni og jafnframt er mikilvægt að
huga að því hvernig standa megi vörð um stofninn.