Fræðaþing landbúnaðarins - feb. 2010, Síða 136
| FRæðAÞING LANdBúNAðARINS 7, 2010136
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir1,2 og Jón Hallsteinn Hallsson1
Saga hestsins sem húsdýrs er talin hefjast á steppum Evrasíu fyrir um 6000 árum,
talsvert seinna en saga annarra húsdýra, svo sem geit og sauðfjár [1, 2]. Þetta er talið
hafa haft mikil áhrif á afkomu þess fólks sem fyrst tamdi hestinn og meðal annars haft
áhrif á útbreiðslu ndóEvrópskra mála og menningar sem á rætur að rekja til hirðingja
frá þessu svæði [3, 4]. Hestar urðu manninum fljótt mikilvægir og er saga manns og
hests samtvinnuð upp frá því. Á þetta einnig við um sögu íslenska hestsins.
Þrátt fyrir að saga íslenska hestsins sé stutt í samanburði við sögu hestsins sem
húsdýrs, er íslenski hesturinn af mörgum talinn til elstu hestakynja í heiminum.
Líklega vegur þar þyngst sú staðreynd að stofninn hefur haldist hreinn og þróast í
einangrun frá landnámi [5]. Upphaf íslenska hrossastofnsins má rekja til landnáms en
heimildir greina frá því að landnámsmenn hafi flutt með sér búfé hingað til lands sem
myndaði grunninn að íslensku búfjárkynjunum [5, 6]. Nokkrar rannsóknir hafa leitað
svara við spurningunni um uppruna íslenska hestsins og skyldleika hans við önnur
kyn. Hefur þessi samanburður byggst á líkamlegum einkennum og ganglagi [8] en
einnig hafa sameindaerfðafræðirannsóknir fengist við viðfangsefnið og hafa þannig
fengist vísbendingar um skyldleika íslenska hestsins við kyn, bæði frá Noregi og
Bretlandseyjum [7, 9].
Notkun svokallaðra örtungla er aðferð sem beitt hefur verið til að meta skyldleika
lífvera, meðal annars norrænna búfjárkynja [11, 7, 12, 13] en vísindamenn hafa einnig
í auknum mæli beint sjónum sýnum að þeim hlutum erfðamengisins sem erfast
kynbundið, þ.e. erfðamengi hvatbera eða litning en stærsti kosturinn við þá nálgun
er að ekki verður endurröðun á erfðaefninu og því hægt að meta áhrif kven eða
karldýra sérstaklega [3, 9, 10 ]. Rannsóknir á hvatberaerfðamengi byggjast fyrst og
fremst á samanburði á svokölluðu stjórnsvæði, eða Dlykkju, hvatberaerfðamengisins
[9, 10, 15].
Hvatberaerfðamengi hrossa er 16.660 basapör að stærð og er stjórnsvæðið 1.191
basapar. Stjórnsvæðið skiptist í tvo hluta, efri og neðri hluta, sem aðskildir eru með
endurteknum röðum og er mikill breytileiki í fjölda þessara endurtekninga [14, 15].
Efri hluti stjórnsvæðisins er mun ríkara af breytilegum sætum en neðri hlutinn [16] og
samsvarar það til hins svokallaða hypervariable hluta sem lýst hefur verið hjá
mönnum [10]. Flestar rannsóknir beinast því að efri hluta stjórnsvæðisins [3, 9, 17].
Fyrstu rannsóknir af þessu tagi á hrossum beindust aðallega að því að skoða uppruna
hestsins sem húsdýrs [3, 9]. Nú hefur þessari aðferð í auknum mæli verið beitt til að
rannsaka uppruna einstakra hestakynja [19, 21] og hefur m. a. verið sýnt fram á tengsl
milli ákveðinna setraða og ákveðinna landsvæða [20].
Búfjárstofnar sem þróast hafa í svo til algerri einangrun líkt og íslensku
búfjárstofnarnir eru einstakur efniviður til rannsókna á sviði sameinda og
stofnerfðafræði, þar sem rannsóknir á slíkum stofnum geta veitt innsýn í þróun
einangraðra og lokaðra stofna. Í rannsókninni sem hér er kynnt er erfðafræðileg staða
íslenska hestsins metin og tengsl hans við erlend kyn greind með örtunglagreiningu og