Fræðaþing landbúnaðarins - feb. 2010, Síða 137
MÁLSTOFA C – ERFðIR – AðBúNAðUR | 137
raðgreiningu á hluta hvatberaerfðamengis. Samanburður á erfðaefni íslenska hestins
og erlendra kynja veita okkur mikilvægar upplýsingar um tengsl þessara stofna og
erfðafræðilega stöðu þeirra.
Gögn úr ætternisgreiningum íslenskra hesta með ellefu örtunglum er safnað í
gagnagrunn íslenska hestsins Worldfeng. Voru arfgerðir 4752 hrossa fengnar úr
gagnagrunninum til greininga. Til samanburðar voru 136 sýni úr sex norrænum
kynjum (þrjú frá Noregi, tvö frá Svíþjóð og eitt frá Færeyjum) greind með sömu
örtunglum.
Við greiningu á stjórnsvæði hvatberaerfðamengisins voru valin 721 sýni úr sjö
norrænum hestakynjum. Eftir einangrun DNA voru öll sýnin þynnt út í styrkleika 20
ng og 30 keðjufjölliðunarhvarf (R) framkvæmt með þekktum vísum [21]
sem magnaði upp allt stjórnsvæði hvatberaerfðamengisins, um 1,2 kb. að lengd [14].
Tvö sett af vísum þurfti til að raðgreina efri hluta stjórnsvæðisins.
Allar DNA raðir voru yfirfarnar í forritinu SeqMan (www.dnastar.com). Röðin
15.49015.740 var nýtt til greiningar og nýtileg gögn fengust úr 620 sýnum. Einnig
var 1.049 áður birtum röðum safnað úr GenBank þar sem samsvarandi hluti
stjórnsvæðisins hafði verið raðgreindur. Auk þess voru teknar með í greininguna sýni
úr 40 Sable Island hestum sem raðgreindir voru eins og lýst er hér að ofan. Í
endanlegu sýnasafni voru 1.709 sýni frá 83 kynjum hrossa. Til að skoða hvort munur
væri milli svæða innan Íslands var landinu skipt upp í átta svæði með eftirfarandi
hætti, svæðisnúmer eru sýnd í sviga Reykjanes (1026), Vesturland (3038),
únavatnssýslur (5556), Skagafjörður (50, 51, 57 og 58), Norðausturland (6067),
Austurland (7076), ornafjörður (77) og Suðurland (8088).
Við greiningar á sýnasafninu var forritið Arlequin 3.1 notað [22].
Yfirlitstölur yfir breytileika í örtunglasætum hjá norrænu kynjunum sjö,
erfðabreytileika og fjölda sýna í hverjum stofni má sjá í Töflu 1.
. Niðurstöður greininga á ellefu örtunglasætum.
Dala 0,56 7,45 23 0,92 5,64 0,577 0,636 0,534
Færeyski 0,76 3,45 12 1,00 2,73 0,334 0,379 0,303
Fjarðar 0,41 12,18 37 0,94 6,09 0,710 0,698 0,664
Gotlands 0,47 7,91 18 0,98 4,91 0,646 0,619 0,594
Íslenski 0,35 40,55 4752 0,97 10,18 0,761 0,735 0,727
Nordlands 0,44 10,45 36 0,90 5,73 0,681 0,659 0,640
NorðurSænski 0,46 5,82 10 0,95 4,91 0,677 0,748 0,631