Fræðaþing landbúnaðarins - Feb 2010, Page 141
MÁLSTOFA C – ERFðIR – AðBúNAðUR | 141
Hjaltlandseyja hesturinn hefur þar einnig verið tekin út sem sérstakur hópur en hann á
það sameiginlegt með íslenska hestinum að hafa mjög háa tíðni setraða.
Þrátt fyrir þessa tengingu má ekki horfa framhjá þeim gríðarlega mun sem sést á tíðni
setraða hjá íslenska hestinum og skandinavísku kynjunum. C2 setraðir sem eru mjög
algengar á Íslandi sjást ekki í Skandinavíu nema hjá Gotlandshesti, en hann er eins og
áður hefur komið fram talsvert ólíkur hinum kynjunum hvað tíðni setraða varðar.
Setraðir í hópi C2 eru hins vegar mun algengari á Bretlandseyjum og er því
hugsanlega vísbending um tengingu íslenska hestsins við bresk og Norðurevrópsk
kyn.
. Tíðni setraða hvatberaerfðamengis í heildarsýnasafninu, og flæði setraða
Í ljósi þess að uppruna Íslendinga má rekja bæði til Skandinavíu og Bretlandseyja er
mögulegt að uppruni íslenskra hesta eigi sér svipaðan grunn. Þær niðurstöður sem
settar eru fram hér sýna fram á skyldleika íslenska og færeyska hestsins og einnig sést
á niðurstöðum greininga hvatberaerfðamengis að mikið samræmi er í tíðni setraða
milli íslenska hestsins og Hjaltlandseyja hestsins. Þrátt fyrir að samsetning setraða hjá
skandinavísku kynjunum sé umtalsvert frábrugðin þessum NorðurAtlantshafs
eyjakynjum sést tenging til Skandinavíu í gegnum setraðir. Tilvist C2 setraða gefur
aftur á móti vísbendingar um tengingu við Bretlandseyjar.
Erum við hér hugsanlega að horfa á sameiginlegan, blandaðan uppruna eyjakynjanna
þriggja, íslenska hestsins, færeyska hestsins og Hjaltlandseyjahestsins og þann
uppruna megi rekja bæði til Skandinavíu og til Bretlandseyja
1. Outram AK, Stear NA, Bendrey R, Olsen S, Kasparov A, Zaibert V, Thorpe N, Evershed RP:
. In: vol. 2 2: 121.
2. Ludwig A, Pruvost M, Reissmann M, Benecke N, Brockmann GA, Castanos P, Cieslak M,
Lippold S, Llorente L, Malaspinas AS:
. In: vol. 2 2: .