Fræðaþing landbúnaðarins - feb. 2010, Blaðsíða 150
| FRæðAÞING LANdBúNAðARINS 7, 2010150
Guðrún Helgadóttir, Rán Sturlaugsdóttir og Claudia Lobindzus
Stóðréttir eða hrossaréttir, tíðkast á Norðurlandi þar sem hross eru rekin á afrétt yfir
hásumarið. Um helgar í lok september eða byrjun október er hrossunum smalað og
þau rekin til réttar þar sem eigendur draga sín hross og reka að því búnu heim. Þessi
verk eru hluti af hefðbundnum hrossabúskap og það eru fjallskilastjórnir viðkomandi
afrétta, sem skipuleggja smölun og réttir. Fjallskilastjórnir eru skipaðar af viðkomandi
sveitarstjórnum og bera ábyrgð á að búfénaði sé skilað af fjalli, og mannvirkjum sem
til þarf, það er afréttargirðingum, gangnakofum og réttum.
Undanfarin áratug sérstaklega hafa hrossasmölun og þó einkum stóðréttirnar á
Norðurlandi verið markaðssettar sem viðburður fyrir ferðafólk. Ferðaþjónustuaðilar
og aðrir bjóða ýmsar vörur tengdar viðburðinum, svo sem hestaleigu, leiðsögn í
stóðsmölun, gistingu, akstur, veitingar, dansleiki, hestasýningar, minjagripi og hross.
Þessi viðskipti fara einungis að hluta til fram við smölun og réttir, í raun má segja að
viðburðurinn taki að minnsta kosti sjálfa stóðréttarhelgina. Þessa markaðssetningu má
sjá á vefmiðlum bæði ferðaskrifstofa s.s. Íshesta, Hidden trails, Markaðsskrifstofu
Norðurlands og í viðkomandi sveitarfélögum.
Við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum er unnið að langtíma rannsókn á þróun
stóðréttanna sem viðburðar. Fræðilega séð er þarna um að ræða nokkuð dæmigerðar
hátíðir byggðar á atvinnuháttum, sem ekki tengjast ferðaþjónustu en verða þó með
tímanum vettvangur hennar. Þær varpa því ljósi bæði á þróun hins nýja landbúnaðar
og samspil ferðaþjónustu og samfélags. Jafnframt vekja stóðréttirnar áhugaverðar
spurningar um þolmörk og uppbyggingu áfangastaðar, hvatir ferðamennsku, mótun
hefða og upplifun ferðafólks.
Þessi grein er hluti af stærra verkefni en hér verður fjallað um afmarkaðan þátt, þ.e.
væntingar og upplifun gesta í þrem stóðréttum árin 20009. uk höfunda hafa
nemendur í viðburðastjórnun og ferðamálum við Háskólann á Hólum lagt gjörva hönd
á plóg við gagnaöflun og er þeim hér með þakkað fyrir sinn hlut.
Ástæða þess að áhugi er fyrir því við Háskólann á Hólum að rannsaka stóðréttir er
tvíþættur; annars vegar áhersla skólans á landbúnaðartengda ferðaþjónustu og hins
vegar á viðburðastjórnun. Viðburðastjórnun er tiltölulega nýtt svið og rannsóknahefð
þar lítt mótuð en gefur fyrirheit um frjótt samspil fræðigreina svo sem. rekstrargreina,
þjóðfræði, félagsfræða og ferðamála (Getz, 2007). Landbúnaðartengd ferðaþjónusta er
rótgróið svið ferðaþjónustu/ ferðamennsku í dreifbýli og eru fjölmörg og fjölbreytt
tækifæri þar tengd byggðaþróun og atvinnuþróun (Butler, Hall og Jenkins, 1999).
Áhrif viðburða geta verið af mörgum toga og þar er einna efst á blaði að þau eru
jafnan félagsleg og menningarleg. Jákvæð félagsleg áhrif eru til dæmis sameiginleg
upplifun gesta, oft eru hátíðir mikilvægur þáttur í að viðhalda og efla hefðir og
sjálfsmynd hópa. Jákvæð áhrif viðburða til dæmis sú kynning og jákvæða athygli sem
vel heppnaður viðburður fær. Slíkt eflir ímynd aðstandenda viðburðarins sem og