Fræðaþing landbúnaðarins - feb. 2010, Side 151
MÁLSTOFA C – ERFðIR – AðBúNAðUR | 151
samfélagsins þar sem hann er haldinn (Shone og Parry, 2004). Meðal neikvæðra
félagslegra áhrifa má nefna að viðburður getur haft neikvæð áhrif á ímynd samfélags,
hann getur valdið álagi á íbúa og umhverfi þeirra, ofneysla er einn af neikvæðum
fylgifiskum hátíða og margslungin togstreita getur myndast milli hagsmunaaðila þ.e.
aðstandenda viðburðar, samfélagsins sem hann er haldinn í og gestanna (Fanný
Gunnarsdóttir, 2003; Delamere, Wankel og Hinch, 2001).
Efnisleg og umhverfisleg áhrif geta sömuleiðis bæði verið jákvæð og neikvæð. Vegna
viðburða er oft ráðist í uppbyggingu aðstöðu og stoðkerfis, sem er jákvætt svo fremi
sem ekki er um offjárfestingu að ræða. Neikvæð áhrif eru til dæmis umhverfisspjöll,
öngþveiti og mengun, en oft fer allt þetta saman þegar skipulag viðburðar er
ófullnægjandi eða aðsókn langt umfram þolmörk viðburðarins (Shone og Parry,
2004).
Efnahagsleg áhrif eru einkum merkjanleg hjá þjónustuaðilum svo sem í ferðaþjónustu
en með aðsókn að viðburði getur ferðamannastraumur aukist og þar með
tekjumöguleikar. Það er síðan atvinnuskapandi, sem leiðir hugsanlega til aukinna
skatttekna sveitarfélaga. Hinsvegar geta viðburðir leitt til hækkandi verðlags, aukinnar
samkeppni um auðlindir lands og lýðs. Þá er ljóst að oft eru viðburðir ekki skipulagðir
af nægri aðgætni gagnvart nærsamfélagi sínu (Delamere, Wankel og Hinch, 2001).
Stóðréttir eru áhugaverður vettvangur til að kanna ýmsa fleti á þróun viðburða,
einkum vegna þess að hér er um að ræða dæmi um hvernig viðburður, sem upphaflega
tengist verkþætti í einni atvinnugrein þ.e. landbúnaði, þróast yfir í að vera einnig
viðfang annarar þ.e. ferðaþjónustu. Það má segja að stóðréttir séu uppskeruhátíð, en
slíkar hátíðir tíðkast um allan heim þar sem landbúnaður er stundaður. Einna þekktust
er þakkargjörðarhátíðin í NorðurAmeríku, en í Evrópu tíðkast hátíðir til dæmis við
vínuppskeru og fræg er tómatahátíðin Tomatina í Buñol á Spáni þar sem tómatakast er
hápunkturinn.
Hérlendis voru uppskeruhátíðir svo sem. töðugjöld allajafna heldur lágstemmd en
sauðfjár og hrossaréttir meiri mannfagnaður enda krefjast smölun og réttarstörf
samvinnu sveitunganna í meira mæli en heyskapur. Uppskeruhátíðir eru engin
undantekning frá því að mannfagnaður í einu samfélagi laðar gjarna að sér gesti utan
frá. Gestakoman verður með tímanum í meira mæli en sem nemi heimsóknum
ættingja og vina, þörf verður fyrir að kaupa ferðaþjónustu þ.e. gistingu, veitingar,
leiðsögn og afþreyingu. Þessi umskipti eru oft viðkvæmt skeið í líftíma viðburðarins;
hættan er sú að upphafleg markmið og andi viðburðarins týnist ef athyglin um of að
gestunum þannig að viðburðurinn fari að snúast um þjónustu við þá fremur en
upphaflegt markmið. Gestir hátíða og viðburða eru fyrst og fremst komnir á svæðið
vegna aðdráttarafls viðburðarins, ekki sem markhópur annarar þjónustu (Saleh og
Ryan, 1993).
Við að svara slíkum spurningum er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvort og þá
hvernig væntingar gestgjafa og gesta til viðburðarins fara saman. Eru þessir aðilar
einhuga um hvert aðdráttarafl hans er? Ef svo er ekki má gera ráð fyrir að myndist það
sem Zeithaml, Parasurman og Berry (1996) kalla service gap eða þjónustubrest, þ.e.
að upplifun gesta er ekki í samræmi við væntingar.
Í tilvikinu stóðréttir er ekki um einfalt samband gests og gestgjafa eða þjónustuaðila
að ræða. Gestgjafarnir eru í raun tveir ólíkir hópar, fulltrúar þeirra tveggja
atvinnugreina, sem tengjast réttunum. Annarsvegar eru það þjónustuaðilar, þ.e. þeir
sem selja mat, gistingu, leiðsögn og leigja hesta eða bjóða afþreyingu svo sem.