Fræðaþing landbúnaðarins - Feb 2010, Page 152
| FRæðAÞING LANdBúNAðARINS 7, 2010152
dansleiki, hestasýningar og fleira í tengslum við réttirnar. Hinsvegar hrossabændur og
stoðkerfi þeirra, sem halda réttirnar og bera ábyrgð bæði á viðburðinum þ.e. smölun
og réttarstörfum og á mannvirkjum. Bakhjarl beggja hópanna er svo gjarnan
viðkomandi sveitarfélag, sem hefur óbeinan hag af auknum umsvifum í öllum
atvinnugreinum og skyldum að gegna varðandi samgöngur, skipulag, landbúnaðarmál
þar með talin fjallskil.
Stóðréttir verða vinsælli með hverju árinu og er því áhugavert að kanna hvort þær séu
komnar að þolmörkum sínum varðandi fólksfjölda. Með þessari rannsókn er ætlunin
að varpa ljósi á stóðréttir sem ferðamannaviðburð. Meginspurningarnar í langtíma
rannsókninni eru:
Er þolmörkum náð?
Er þörf fyrir meiri þjónustu og uppbyggingu á svæðinu?
Þessum spurningum er reynt að svara með þrennu móti; að skoða umfang
viðburðarins með talningu gesta, athugun á því hvað gestir eru að gera og með
spurningakönnun um heimsókn þeirra í stóðréttirnar. Hér verður fjallað um
niðurstöður spurningakönnunarinnar um hvert aðdráttarafl stóðréttanna er og almennt
viðhorf gesta til upplifunar af stóðréttarheimsókninni.
Haustin 2008 og 2009 voru þrjár réttir teknar til skoðunar með samþykki viðkomandi
fjallskilastjóra. Þessar réttir voru valdar með tilliti til þess að þær hafa allar verið
markaðssettar fyrir ferðafólk.
Laufskálarétt í Sveitarfélaginu Skagafirði var haldin laugardaginn 27. september 2008
frá um kl. 1216 í 6 hita og úrkomu að undangengnum stóðrekstri um morguninn.
Árið 2009 var réttað laugardaginn 26. september í ofankomu og roki við hitastig um
frostmark.
Skrapatungurétt í Blönduósbæ var haldin sunnudaginn 14. september, frá 11 til um kl.
15 í 1012 hita, þurrviðri og golu, að undangenginni stóðsmölun á Laxárdal daginn
áður. Árið 2009 var réttað sunnudaginn 20. september í rigningu.
Víðidalstungurétt í Húnaþingi vestra var haldin laugardaginn 4. október frá um kl. 10
15 að undangenginni stóðsmölun dagana áður og stóðrekstri til réttar að morgni
réttardags. Hitastigið var við frostmark, sól og stilla. Árið eftir var réttað 5. október í
þurrviðri en andkaldri golu, en daginn áður hafði verið hríð og valdið erfiðleikum við
stóðsmölunina.
Lagður var spurningalisti fyrir gesti, gestir taldir og gerð vettvangsathugun.
Spurningalistinn er að stofni til frá árunum 200203, en þá var gerð könnun meðal
gesta Laufskálaréttar. Nemendur ferðamáladeildar tóku þátt í rannsókninni,
annarsvegar við yfirferð og endurskoðun spurningalistans og sem spyrlar. Við
fyrirlögn spurningalistans var sú vinnuaðferð viðhöfð að spyrlar dreifðu sér um
svæðið, hver með 20 spurningalista í möppu.
Spyrlar skyldu velja viðmælendur þannig að velja fyrsta viðmælanda af handahófi.
Þegar búið væri að þakka fyrsta viðmælanda þátttökuna og merkja hann með litlum
pappírslímmiða ef hann vildi forðast að verða spurður aftur samdægurs, skyldi spyrill