Fræðaþing landbúnaðarins - Feb 2010, Page 153
MÁLSTOFA C – ERFðIR – AðBúNAðUR | 153
velja annan mann frá hægri til að spyrja næst. Ástæðurnar fyrir þessari aðferð eru
annarsvegar að spyrlar hafa tilhneigingu til að ávarpa fremur fólk af sama kyni og
aldri og þeir sjálfir og að ef næsti maður er valinn er það gjarna einhver í fylgd með
þeim fyrri (Finn, M.; lliotthite, M. og alton, M. (2000).
Þá tóku nemendur þátt í því verkefni að telja gesti í þessum stóðréttum. Talning fór
þannig fram að talningamenn komu sér fyrir við innkeyrslu á bílastæði við réttirnar og
töldu alla umferð inná svæðið. Upplýsingar um fjölda reiðmanna voru fengnar frá
réttarstjórum.
Fyrstu niðurstöður frá árinu 2008, sem kynntar voru á Ráðstefnu um íslenska
þjóðfélagsfræði á kureyri 8.9.2009, benda til að markhópur stóðréttanna sé alls ekki
hinn sami. Mikil tryggð er við réttinar, þ.e. fólk sækir almennt aðeins eina þeirra og
gerir það ár efti ár (Guðrún Helgadóttir og Rán Sturlaugsdóttir, 2009).
Laufskálarétt Skrapatungurétt Víðidalstungurétt
2008 2009 2008 2009 2008 2009
2698 2504 653 638 846 906
Samkvæmt talningu sker Laufskálarétt sker sig úr varðandi aðsókn, en fjöldi gesta þar
er að jafnaði 63% af heildargestafjöldanum sem er um 4000 manns að jafnaði árin
200809.
Spurt var hvað er aðalástæðan fyrir að þú ert hér? Valkostirnir voru; hestar, fólk,
vinna, skemmtun og annað. Flestir nefndu hesta, fólk og skemmtun. Þess ber að geta
að í þessari spurningu buðu spyrlar árið 2008 viðmælendum uppá að velja fleiri en
einn valmöguleika, þó spurningin gefi tilefni til að velja einungis einn möguleika.
ftast var hakað við 23 valmöguleika. Ástæðan var sú að viðmælendur áttu erfitt
með að velja á milli valkostanna. Þar af leiðandi var tölfræðilegur samanburður ekki
fyrir hendi milli stóðréttanna.
Þessi spurning, hver er aðalástæðan fyrir að þú ert hér? var því endurskoðuð þannig að
árið 2009 voru viðmælendur beðnir að velja einn valkost öðrum fremur.
Þá var spurt um áhuga gesta á hestum og valkostirnir voru; engann, frekar lítinn,
frekar mikinn, mitt helsta áhugamál og ég hef atvinnu af hestum. Áhugi gesta á
hrossum var mismunandi á milli stóðrétta. Hlutfall þeirra sem hafa atvinnu af hrossum
eða hestamennsku sem aðaláhugamál er hæst í Skrapatungurétt. Hinsvegar er hlutfall
þeirra sem hefur lítinn áhuga á hrossum hæst í Laufskálarétt, enda er hlutfall hrossa og
fólks ca 700/3000 þar þannig að viðburðurinn er greinilega mannfagnaður.
Tvær almennar spurningar um upplifun voru lagðar fyrir gesti. Fyrri spurningin er:
Finnst þér of margt fólk hér í dag? Valkostirnir voru; nei, já og veit ekki.