Fræðaþing landbúnaðarins - feb. 2010, Page 177
MÁLSTOFA d – MAðUR – VATN – NÁTTúRA | 177
fylgst er með breytingum á efnafræði og lífríki birkisvaxins vatnasviðs frá 1996 (Albert S.
Sigurðsson o.fl. 2005). Einnig má nefna rannsóknir á efnafræði skóglausra og skógivaxinna
vatnasviða í Skorradal (Moulton og Berner 1998). Nokkur verkefni hafa einnig rannsakað
áhrif gróðurfars og annarra þátta á efnafræði jarðvegsvatns. Má þar nefna rannsóknir á
áhrifum áburðargjafar í skógrækt (Bjarni d. Sigurðsson o.fl. 2004), áhrifum skógræktar með
mismunandi tegundum (Ragnhildur Sigurðardóttir o.fl.) og áhrif aldurs íslenskra lerkiskóga á
sýrustig jarðvegs og fleiri þætti (Hörður V. Haraldsson o.fl. 2007).
Efniviður og aðferðir
Rannsóknin var gerð á níu afmörkuðum vatnasviðum á Fljótsdalshéraði á Austurlandi (Tafla
1; 1. mynd). Berggrunnur svæðisins er að mestu blágrýti sem talið er hafa myndast fyrir meira
en 9 milljón árum. Þar sem hann er mjög þéttur gætir mikilla dragaáhrifa í lækjum á svæðinu
og eru þar talsverðar rennslissveiflur milli árstíða. Jarðvegsgerðin á rannsóknasvæðunum er
brúnjörð og meðal árshiti 1960–1990 var 3,4 °C og ársúrkoma að meðaltali 738 mm.
Þrjú vatnasvið voru valin á rýru skóglausu landi, þrjú vaxin birkiskógi (Betula pubescens) og
þrjú runnu um barrskóga. Ríkjandi trjátegund í barrskógum rannsóknasvæðanna var lerki
(Larix sibirica) sem gróðursett var á árunum 1950–1970, en einnig var talsvert af
gróðursettum, miðaldra, grenilundum (Picea spp.) og furulundum (Pinus spp.) innan
svæðanna (1. mynd). Nánari lýsingu á gróðurfari og öðrum aðstæðum á vatnasviðunum er að
finna í Helena Marta Stefánsdóttir o.fl. (2007; 2009).
Tafla 1: Nöfn og staðsetning dragalækja á Fljótsdalshéraði sem ýmist áttu upptök sín og
runnu um skóglaus vatnasvið (mólendi) (AS#), um vatnasvið sem vaxin voru birkiskógum og
-kjarri (AB#) eða um vatnasvið með gróðursettum barrskógum (AG#).
Nafn lækjar Tákn Lengdargráða Breiddargráða
Mólendislækir
Hrafnsgerðisá AS1 N65 09.247 W14 43.891
Fjallá AS2 N65 01.261 W14 39.998
Nýlendulækur AS3 N65 01.421 W14 39.995
Birkiskógarlækir
Klifá AB1 N65 04.582 W14 48.126
Kaldá AB2 N65 10.573 W14 28.999
Ormsstaðalækur AB3 N65 06.240 W14 43.020
Barrskógarlækir
Buðlungavallaá AG1 N65 04.173 W14 49.754
Kerlingará AG2 N65 05.385 W14 45.260
Jökullækur AG3 N65 05.126 W14 46.323
Komið var fyrir sjálfvirkum vatnshitamælum (TidBit v2 data Logger, Onset Computer
Corporation, Pocasset, MA, USA), í hverjum læk sem mældu vatnshita á 30 mín. fresti frá
ágúst 2007 til maí 2009. Hver mælir var settur inn í stutt plaströr sem komið var þannig fyrir í
lækjunum að vatn rann stöðugt í gegnum þau. Vatnshiti, sýrustig og rafleiðni lækjanna var
einnig mæld reglulega með kvörðuðum sondu-mæli (YSI 600XLM Multi probe Sonde,
Yellow Springs Instruments inc., Yellow Springs, USA). Samtímis voru einnig tekin
vatnssýni úr lækjunum til efnagreininga. Þau voru sett í sýruþvegnar og skolaðar plastflöskur
sem voru geymdar í frysti þar til efnagreiningar fóru fram. Allar efnagreiningar voru gerðar
hjá Efnagreiningum Keldnaholti – Efnagreiningadeild Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.