Fræðaþing landbúnaðarins - Feb 2010, Page 207
MÁLSTOFA E – ERFðIR – AðBúNAðUR | 207
Svanhildur Ósk Ketilsdóttir og Þóroddur Sveinsson
Vegna MS verkefnis Svanhildar Ósk Ketilsdóttur við Landbúnaðarháskóla Íslands
sem fjallaði um gashæfni kúamykju (Svanhildur Ósk Ketilsdóttur og Þóroddur
Sveinsson 2010) voru gerðar ítarlegar efnagreiningar á mykju úr haughúsum og
skítasýnum úr mismunandi flokkum nautgripa frá samtals 8 kúabúum. Þá voru einnig
gerðar mælingar með s.k. tækjabúnaði sem mælir NH4+N,
fosfór (P) og þurrefni á nokkrum mínútum. Tilgangurinn var að meta hvort þessi
búnaður skilaði nothæfum niðurstöðum fyrir bændur, rannsakendur og ráðunauta.
Þessar niðurstöður bætast við gagnagrunn um kúamykju sem hefur verið að myndast á
undanförnum árum í tengslum við ýmis rannsóknaverkefni (Þóroddur Sveinsson
2009). Hér verða birtar niðurstöður þessara mælinga og fjallað um áhrif þeirra á stöðu
þekkingar hér á landi.
Stærsti óvissuþáttur áburðaráætlana þar sem búfjáráburður og tilbúinn áburður er
notaður saman, er að ákvarða næringarefnagildi búfjáráburðar fyrir plöntuvöxt. Það er
vegna þess að efnainnihald getur verið mjög breytilegt sem stafar af því hvað
þurrefnisinnihaldið og aðgengilegt nitur (NH4+N) rokkar mikið við útkeyrslu. Þessi
óvissa leiðir oft til þess að áburðargildi búfjáráburðar er oft vísvitandi vanmetið með
þeim afleiðingum að borið er meira á af tilbúnum áburði en nauðsynlegt er til að
tryggja góða uppskeru. Nothæfar efnagreiningar á mykju sem gerðar eru jafnóðum og
henni er dreift á völl gætu verið gagnlegar í þeim tilgangi að hafa betri stjórn á
nýtingu áburðarefna í ræktarlandi og draga úr notkun á tilbúnum áburði.
Til eru á markaði ódýr mælisett sem mæla mykjuþurrefni, NH4+N og P. Með
slíkum mælum fást niðurstöður á nokkrum mínútum. Nákvæmni þessara mæla er þó
mjög breytileg (British Columbia, á.á.). Erlendar rannsóknir hafa skoðað nákvæmni
þessara mæla (Fleming, McLellan & Bradshaw, 1993), þar á meðal Agros Nova sem
er mykjumælasett sem var hannað og þróað í Svíþjóð.
Fjölmargir aðilar í Evópu og Bandaríkjunum sem hafa kannað áreiðanleika
mælinga með mæli á NH4+N í mykju sýna sterkt samband (r2 ≥ 0,89)
milli þeirra mælinga og hefðbundinna efnagreininga á rannsóknarstofu (Van Kessel,
Thompson & Reeves, 1999).
Van Kessel & Reeves (2000) könnuðu sex mæla sem mátu heildarmagn N eða
NH4+N í mykju. Þeir fundu sterkt samband (r2= 0,81) milli NH4+N niðurstaðna með
mæli og NH4+N niðurstaðna frá rannsóknarstofu. Singh & Bicudo (2004)
rannsökuðu sambandið á milli NH4+N niðurstaðna frá rannsóknarstofu og
niðurstaðna frá mælum í þrem mismunandi landbúnaðarhéruðum og
fengu aðhvarfsstuðlana (r2) 0,69, 0,87 og 0,82 eftir héruðum. Fleming o.fl. (1993),
fundu sterkasta sambandið (r2= 0,95). Van Kessel og Reeves (2000), Singh og Bicudo
(2004) og Fleming o.fl. (1993) fundu þannig allir sterkt samband milli niðurstaðna á
magni NH4+N mælt á rannsóknarstofum og með mæli. Þeir komust