Fræðaþing landbúnaðarins - feb. 2010, Blaðsíða 208
| FRæðAÞING LANdBúNAðARINS 7, 2010208
einnig að því að mælir hentar betur til mælinga á mykju heldur en skít
(). Niðurstaða Van Kessel og Reeves (2000) var að aðferðin ofmat
örlítið NH4+N m3 og er það talið vegna þess að hluti af mjög laust bundnu lífrænu N
mælist einnig sem NH4+N (Van Kessel o.fl., 1999). Niðurstöður einnar rannsóknar
sýndi 3,48,5 breytileika á milli efnagreininga á rannsóknarstofu og greininga með
mæli sem gefur til kynna að slíkur mælir sé nógu nákvæmur til að nýta heima á býli
(British Columbia, á.á.).
Vorið 2008 voru sýni tekin úr haughúsum á 8 bæjum, Stóra Ármóti, Hvanneyri,
Möðruvöllum og 5 bæjum til viðbótar í Eyjafirði. Tvö sýni voru tekin á hverjum bæ.
Sýnataka var framkvæmd þannig að mykja var sett í 10 l fötu beint úr mykjudælunni
þegar bændur voru að dæla úr haughúsinu í skítadreifarann. Hrært var í fötunni og
sýni tekið. Skítasýni ( voru tekin frá nautgripum á þremur kúabúum, Stóra
Ármóti, Hvanneyri og Möðruvöllum. Þetta voru kýr sem voru um mánuð frá burði, 6
mánuðum frá burði eða geldar. Einnig voru tekin sýni úr geldneytum. Sýnin voru
tekin frá kúm í básafjósunum á Möðruvöllum og Stóra Ármóti með því að setja
gúmmí mottur á flórristarnar beint fyrir aftan kýrnar. Í lausagöngufjósinu á Hvanneyri
voru kýrnar sem átti að taka sýni úr settar inn í sjúkrastíu. Þar er að hluta
gúmmímottur á gólfum sem mögulegt var að safna sýnum. Sýni úr geldneytum voru
tekin úr stíum. Öll sýni voru sett í 3 l brúsa og fryst (við 18C). Samtals 60 sýni sem
voru síðan send fryst til Svíþjóðar og efnagreind hjá fyrirtækinu
(http://www.eurofins.se).
Aðferðir sem voru notaðar við mælingar hjá : þurrefnisinnihald
sýnanna var mælt með SSEN 12880, glæðitap með SSEN 12879, heildar N
(Kjeldahl) með SEEN 13342, NH4N með St. methods 1985 417 A+ mo og klóríð
með Silfurnitrattítrun, Lidfett0A.01. Silfur (Ag), kadmíum (Cd), molybden (Mo), blý
(Pb), antímon (Sb) og wolfram (W) voru mæld með ICPMS (
) aðferð og kvikasilfur (Hg) með AFS (
) aðferð. Fosfór (P), ál (Al), bór (B), kalsíum (Ca), kóbolt (Co), króm
(Cr), kopar (Cu), járn (Fe), kalíum (K), magnesíum (Mg), mangan (Mn), natríum
(Na), nikkel (Ni), selen (Se), brennisteinn (S), títan (Ti), vanadín (V) og zink (Zn)
voru mæld með ICPAES ()
aðferð Eurofins, á.á).
Þá voru einnig gerðar mælingar á NH4+N, þurrefni og P á staðnum með
mælisetti á öllum bæjunum nema Stóra Ármóti. Notuð voru sömu sýni úr
haughúsunum og lýst er hér fyrir ofan. Við mælingu á NH4+N í mykju er mykju og
vatni blandað saman í hlutföllunum 1:3 og sett í þar til gerðan hólk. Saman við það er
einng sett ein skeið af hvarfefni (kalsíum (hypo)klórít) og teskeið af pHstilli
() og þá er hólknum lokað og hann hristur. Við það myndast niturgas og
þrýstingur inni í hólknum. Við hólkinn er tengdur þrýstimælir þar sem lesa má magn
NH4+N í m3 af mykju á mælinum þegar vísir hans stoppar. Það tekur um 16 mínútur.
Þurrefnið og P var mælt með því að lesa á kvarða á flotmæli sem var settur í
upphræðra mykju í 10 l sýnafötu. Ef flotmælirinn sökk illa í mykjunni (of þykk) var
sýnið þynnt til helminga með vatni og útkoman þá margfölduð með tveimur. Í þessari
athugun þurfti á öllum stöðum að þynna mykjuna. Niðurstöður þessara mælinga voru
síðan bornar saman við niðurstöður frá .