Fræðaþing landbúnaðarins - Feb 2010, Page 209
MÁLSTOFA E – ERFðIR – AðBúNAðUR | 209
faecesEurofins
Þegar efnagreiningar mykjusýnanna frá eru skoðaðar kemur í ljós að
töluverður munur getur verið á efnainnihaldi mykju á milli bæja (1. tafla). Munurinn
er þó mismikill eftir efnum og út frá niðurstöðum mykjusýnanna voru það þeir tveir
bæir (A og C) sem ekki eru á Eyjafjarðarsvæðinu sem voru að skera sig mest úr og
það gefur til kynna að munur getur verið töluverður milli landssvæða. Munur á
efnainnihaldi skíts milli flokka nautgripa þ.e. eftir því hvar þeir eru staddir á
mjaltaskeiðinu er einnig töluverður (2. tafla). Mælingar reyndust marktækar í öllum
tilfellum þegar áhrif milli flokka voru skoðuð nema mælingar á glæðitapi, Na, S, Al
og Mn. Þær mælingar voru hins vegar allar marktækar þegar búsáhrif voru skoðuð
nema mælingin á Na. Auk mælingu á Na voru mælingar á NH4N og Ti ekki
marktækar þegar búsáhrif voru skoðuð.
Þau efni sem mældust einungis í hluta mykjusýnanna má sjá í 3. töflu. Efni
sem mældust ekki í neinu mykjusýnanna þ.e. voru undir mælanlegum mörkum með
þeim aðferðum sem notaðar voru, voru Vanadin(V), Wolfram (W), Antímon (Sb),
kvikasilfur (Hg) og Silfur (Ag). Í 4. töflu eru sýnd þau efni sem mældust aðeins í hluta
skítasýnanna en þau efni sem að mældust ekki í neinu skítasýnanna voru V og W.
Þegar niðurstöður efnagreininganna á mykjusýnum voru bornar saman við
aðrar niðurstöður, innlendar sem erlendar (5. tafla), var munurinn töluvert
mismunandi, í sumum tilfellum var efnainnihald mykju mjög svipað niðurstöðum
þessarar rannsóknar en í öðrum munaði töluverðu og munaði þá mestu í magni heildar
N og NH4N. Vert er þó að benda á að þurrefnisinnihald mykjunnar var svolítið
mismunandi eða frá 6% og upp í um 12%. Ef bornar eru saman mælingar þessarar
rannsóknar og mælingar Þóroddar Sveinssonar (2009, óbirtar niðurstöður) eru
niðurstöður nánast samhljóða nema þurrefni er heldur hærra hér. Þessar mælingar
staðfesta niðurstöður Þóroddar Sveinssonar (2009) að efnastyrkur í íslenskri mykju
hefur aukist verulega miðað við eldri mælingar. Hér voru einnig mæld efni/þættir
(snefilefni og glæðatap) sem að ekki hafa verið mæld áður í íslenskri mykju og
reynast því góð viðbót í gagnagrunninn um kúamykju.
Efnamagn skíts var einnig töluvert breytilegt á milli rannsókna (5. tafla).
Skítur úr kúm á hásléttum Bólivíu (Alvares, Villca & Lidén, 2006) er áberandi
efnisrýr. Tekið er sérstaklega fram í þeirri rannsókn að mun minna mældist af heildar
N og NH4N heldur en í öðrum rannsóknum sem að þeir báru sig við. Telja þeir að
það skýrist einna og helst á fóður og umhverfisaðstæðum sem eru mjög óhagstæðar á
hásléttunum.
Munurinn á magni N í skít hjá Holstein kúm (Van Horn, Wilkie, Powers &
Nordstedt, 1994) og þeim íslensku var hins vegar ekki mikill en innihald P og K var
töluvert hærri hjá þeim íslensku. Skýrist það trúlega að stórum hluta af ólíku
efnainnihaldi fóðurs milli landa.