Fræðaþing landbúnaðarins - feb. 2010, Síða 268
| FRæðAÞING LANdBúNAðARINS 7, 2010268
Að koma efni á hreyfingu er flókið ferli sem er fall af mörgum þáttum og eiginleikum
andrúmslofts, jarðvegs og yfirborðs. Uppfok agna, innblöndun í loftmassa og
flutningur er mjög breytilegur bæði í tíma og rúmi. Þetta gerir söfnun gagna mjög
erfiða, og takmarkar heildaryfirsýn og skilning á efninu. Fok jarðvegsefna eða
rykmyndun í andrúmslofti verður við mikinn vindstyrk og einkum í misvindasömu
veðri.
Landslag og grófleiki yfirborðs hefur mikil áhrif á efnisflæði agna. Þættir sem auka
grófleika yfirborðs svo sem gróður, snjóhula eða annað gróft efni eins og möl á
yfirborði hafa hindrandi áhrif á fok jarðvegsagna. Jarðvegsraki er einnig mjög
mikilvægur vegna samloðunar áhrifa á jarðvegsagnir. Fok jarðvegsefna er því einkum
á þurrum svæðum þar sem ársúrkoma er <∼250 mm (Prospero et al., 2002) og þar sem
gróðurhula er takmörkuð og land opið fyrir vindi. Fokefni á okkar tímum eiga
uppruna sinn gjarnan í þykkum setlögum frá ísöld og nútíma (Prospero et al., 2002).
Stórum uppsprettusvæðum er einungis viðhaldið ef framboð efnis er stöðugt vegna
virkrar veðrunar og niðurbrots efna. Uppsprettusvæðin eiga það sameiginlegt að vera í
lægð í landinu eða á svæðum sem eru í nálægð við miklar hæðir. Oft er þetta tengt
virkni straumvatna á jaðarsvæðum eða á svæðunum sjálfum frá eldri jarðsögutíma, en
vatnsrof og efnaveðrun eru talin mun virkari í að mynda smá korn heldur en vindrof.
Vatnsrofna efnið safnast síðan fyrir á setsvæðum, sem síðar verður uppspretta
fínkorna rokgjarns efnis (Maher et al., í prentun). Þannig er samspil loftslags,
landslags og jarðsögu mikilvæg í að mynda skilyrði fyrir uppsprettur og flutning á
vindrofnu efni.
Stærstu uppsprettusvæði rykagna eru á norðurhveli jarðar, srstaklega Afríka, sem
losar 00 af hnattrænni losun ryks í andrúmsloft (Maher et al., í prentun).
Arabíuskagi um 1020 og mið og AAsía um 1520. Staðbundnar uppsprettur á
suðurhveli má finna í Ástralíu, SAmeríku og SAfríku, en þær skipta litlu þegar á
heildina er litið (Maher et al., í prentun).
Helstu uppsprettusvæði eru á breiðu „rykbelti“ sem nær frá vesturströnd Afríku
austur til Kyrrahafsstrandar Kína (Maher et al., í prentun).
Losun agna í andrúmsloft er breytileg eftir árstíðum og einnig á milli ára. Afríku
er hún að sumarlagi (m.v. norðurhvel) og flyst ryk yfir Miðjarðarhafssvæðið til
vrópu og MiðAusturlanda, og yfir Atlandshafið til Karabíska hafsins, SA
andaríkjanna og vesturhluta Atlantshafsins (Maher et al., í prentun).
Á 1. mynd má sjá dæmi um mismunandi virkni eftir árstíðum. Sýnd er gleypniþykkt
agna í andrúmslofti eða (e. aerosol optical depth) af miðbili bylgjulengdar sýnilegs
ljóss frá árinu 2001. Ummerki um bruna á lífmassa má sjá skýrt yfir Gíneuflóa á efri
myndinni eða í janúar til mars, en í ágústoktóber eru ummerki um slíkt í suðurhluta
Afríku og SuðurAmeríku. Greina má flutning á ryki og jarðvegsefnum frá Afríku til
SAmeríku (efri hluti á 1. mynd) og flutning yfir Vndíum og MiðAmeríku (neðri
hluti á 1. mynd). Agnir frá iðnaði, sem innihalda blöndu af súlfötum, lífrænu kolefni