Fræðaþing landbúnaðarins - feb. 2010, Síða 270
| FRæðAÞING LANdBúNAðARINS 7, 2010270
Virkni rykmyndunar í framtíðinni er einkum háð þremur þáttum: mannlegum áhrifum
á eyðimerkurmyndun, náttúrulegum breytileika í veðurfari, og loftslagsbreytingum
sem verða vegna hnattrænnar hlýnunar (Goudie, 2009).
Mannleg áhrif felast í auknu álagi, t.d. vegna umferðar, álags á gróður vegna beitar,
landbúnaðarframleiðslu eða ásókn í timbur. Einnig þurrkun stöðuvatna og yfirborðs
vegna notkunar á grunnvatni og/eða breytingum á vatnafarvegum.
Náttúrulegur breytileiki í veðurfari verður framvegis sem hingað til, en hnattræn
hlýnun gæti haft mikil áhrif á myndun rykagna í andrúmslofti. Vísindanefnd
Sameinuðu þjóðanna (IPCC, 2007) hefur lagt fram sviðsmyndir um loftslag framtíðar
og þar kemur fram að mörg þurr svæði eru líkleg til að þola minni úrkomu og aukna
uppgufun. Aukinn þurrkur gæti þá haft í för með sér aukið rof og aukna rykmyndun ef
nægur vindur er (Goudie, 2009).
Agnir í andrúmslofti geta bæði dreift og tekið til sín sólgeislun á leið til jarðar og
geislun frá jörðu og haft þannig áhrif á geislunarbúskap jarðar og þar með á hringrás
andrúmsloftsins og skýjahulu (IPCC,2007). Þetta er oft nefnt sem bein áhrif á geislun.
Einnig geta agnir haft óbein áhrif á ferli við skýjamyndun, þær geta myndað
þéttikjarna (e. Cloud Condensation Nuclei –CCN), þar sem vatnsgufa og ís geta
safnast saman en slíkt er ráðandi þáttur í því hvenær dropar/ský myndast, og þar með
hvenær úrkoma myndast. Þetta getur haft áhrif á geislunareiginleika skýja, hversu
björt skýin eru.
Önnur óbein áhrif felast í gleypni agna á sólgeislun sem leiðir til minnkunar á hulu
lágskýja.
Stærstu flokkar náttúrulegra agna eru oftast bornar til lofts af vindi; sjávarsalt,
jarðvegsryk og súlföt sem aðallega koma úr sjó og eru að mestu leyti afurðir
plöntusvifs. Frekari dreifing agna svo háð hvernig þær flytjast með lóðréttum vindum.
Árleg losun náttúrulegra agna er um 89% af heildarlosun agna til andrúmsloftsins
(Satheesh and Moorthy, 2005). Náttúrulegar agnir leggja til 81% af þyngd allra agna
(mg/m2) og sem svarar til 52% af deyfiþykkt (optical depth). Hinsvegar er ekki beint
samband milli þyngdar, deyfiþykktar og áhrif á geislunarbúskap jarðar.
Óvissan um hver áhrif ryks eru á geislunarbúskap stafar m.a. af því að lítil þekking er
á eiginleikum, magni og dreifingu ryks; svo sem lóðréttri dreifingu ryks í
andrúmslofti, samvirkni við ský, endurkaststuðli þess yfirborðs sem undir er, styrk
agna, efnafræðilega eiginleika agna, stærð og form agna. Allt þetta getur verið
breytilegt frá einum tíma til annars
Agnir geta haft áhrif á geislunarbúskap með beinum hætti með endurkasti og gleypni
af sólar og innrauðu geislun í andrúmslofti. Sumar valda jákvæðum áhrifum en aðrar
neikvæðum og spanna allt frá 0. til 0. m2 (IPCC, 2007). Í heild eru bein áhrif
allra tegunda agna talin neikvæð og nema sem svarar 0,5 0, m2. Til
samanburðar má nefna að breytingar á eiginleikum yfirborðs vegna landnotkunar af
mannavöldum eru taldar nema 0,2 0,2 /m2 (IPCC, 2007).